Þjóðmál - 01.09.2017, Page 93

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 93
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 91 Vala Garðarsdóttir Virðing fyrir sögunni og staðreyndum Fornleifafræði Séð frá Austurvelli. Landssímahúsið (Thorvaldsensstræti 4) fyrir miðju og gamli Kvennaskólinn (Thorvaldsensstræti 2) til hægri. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í Morgunblaðinu og víðar undanfarnar vikur um fornminjar á Landssímareitnum þykir mér mikilvægt að benda á nokkrar staðreyndir um rannsóknina, rannsóknarsvæðið og Víkurkirkjugarð. Ég vil taka fram í upphafi að uppgreftri lauk í júní 2017 og er úrvinnslu- og rannsóknarvinna því nýhafin. Eins og ég hef nefnt alloft áður voru minjarnar sem þarna voru verulega raskaðar og því flókið verk og jafnvel ómögulegt að setja þær í samhengi. Samhengi hlutanna þarf að vera til staðar þegar meta á eðli og umfang fyrri mannvistar er legið hafa i jörðu í árhundruð, í þær skorið, þær fjarlægðar, rutt til og jafnvel settar í upp- fyllingarlög yngri framkvæmda. Þetta er veruleikinn á Landssímareitnum líkt og víða annars staðar í miðbæ Reykjavíkur. Þar sem umræðan undanfarið hefur að mestu verið um þær heiðnu minjar er þarna voru í jörðu áður en Víkurkirkjugarður var stofnsettur (sem margir telja að hafi verið á 11. öld, þó ekki sé vitað með vissu), vil ég koma tvennu á framfæri.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.