Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 97
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 95
Gerum sögunni hátt undir höfði
Nú vil ég ræða um uppbyggingu og sam-
stöðu okkar á milli. Í ljósi þeirra minja sem
fundist hafa í miðborg Reykjavíkur undan-
farna áratugi, í flestum tilfellum vegna fram-
kvæmda, þykir mér upplagt að heildstæð
stefna og áætlun verði gerð af hálfu ríkis og
borgar til þess að miðla þessari merku sögu.
Ég kalla því á samvinnu þeirra á milli, til þess
að sýna í verki að þó svo að við höldum
áfram að byggja á gömlum merg verði minn-
ingu þeirra sem byggðu grunninn gert hátt
undir höfði.
Ég legg til að hin merka 1.200 ára búsetu-
saga Reykjavíkur í allri sinni dýrð, óháð
titlum, trú eða stéttaskiptingu, fái að birtast
með virðingu og veglegum hætti í Fógeta-
garðinum eins og hann er í dag. Fógeta-
garðurinn er jú það torg sem hvílir á sögu
Reykjavíkur frá upphafi og er hann nú þegar
vel sóttur af bæði gestum og gangandi.
Þarna í hinum gamla Víkurkirkjugarði hvíla
forfeður og formæður í mismiklum friði.
Þarna voru kannski Skálar, smiðjur, sofnhús,
grafir, fjós, kuml eða blóthús um 850-1000
e.kr. og heimildir benda á kirkjur, bænahús,
prentsmiðju, verslun, embættisbústaði,
skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra,
brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi,
hitaveitu og ljósleiðara – þetta er allt okkar
saga.
Hættum að karpa og gerum allri sögunni
hátt undir höfði því hvar sem litið er milli
sjávar og Tjarnar er sagan sem er, en aldrei
var skrifuð.
Höfundur er fornleifafræðingur
og uppgraftarstjóri á Landssímareitnum
2016-2017. Greinin birtist í styttri útgáfu á
vef Landssímareitsins fyrir stuttu.
Mynd 5. Leiði Angelinu Krüger og dóttur hennar. Þær voru
jarðsettar 1882 og 1883. Myndin er tekin árið 1966.
Horft á vinnuskúra og Landssimahúsið. Dómkirkjan og
Alþingishúsið fjær til hægri.
Við erum því miður ekki það
lánsöm að eiga hér í miðbæ
Reykjavíkur alls ósnertar minjar
frá fyrri tíð. Við höfum líkt og
tímarnir sanna byggt í sömu
spor í 1.200 ár, úr bæ í borg.
Það sem við getum þó reynt í hvívetna er að læra af sögunni og virða það sem
vel var gert og það sem betur hefði mátt fara.