Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 10
teogkaff i . is 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN SVARTUR FÖSTUDAGUR GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Gildir föstudag til mánudags Opið alla helgina SVARTURFÖSTUDAGUR Grillbúðin www.grillbudin.is afsláttur af öllum vörum30 % Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 Sunnudag 12-16 www.grillbudin.is Opið alla helgina ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.690 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 22.–29. NÓV. 2021 FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut tsh@frettabladid.is MENNTAMÁL Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið vill ekki tjá sig um málefni Menntamálastofn- unar (MMS) þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun þessa mánaðar ríkir mikil óánægja meðal starfsmanna MMS gagnvart forstjóra og yfirstjórn. Í áhættumati Auðnast kom fram að mikill meirihluti starfsfólks vilji að forstjórinn, Arnór Guðmunds- son, víki frá störfum en Arnór hefur sjálfur sagt áhættumatið ekki stand ast faglegar kröfur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stóð til að menntamála- ráðuneytið myndi koma fram með aðgerðaáætlun til umbóta innan MMS, en þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir hefur ráðuneytið hvorki viljað staðfesta né neita hvort von sé á slíkri áætlun. Í skrif legu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál- efni Menntamálastofnunar séu til umfjöllunar í ráðuneytinu, en ekki sé hægt að upplýsa um framvindu málsins meðan á því stendur. Svar ráðuneytisins í heild sinni er eftirfarandi: „Starfsfólk Menntamálastofn- unar hefur aðgang að fjölþættri ráðgjöf og stuðningi utanaðkom- andi fagfólks á sviði vinnuverndar og trúnaðarmanna stofnunarinnar. Málefni Menntamálastofnunar eru til umfjöllunar í ráðuneytinu, en slík mál eru faglega unnin eftir ákveðnum ferlum og samkvæmt þeim stjórnsýslulögum og reglum sem um þau gilda. Á meðan á þeirri vinnslu stendur getur mennta- og menningarmálaráðuneytið ekki upplýst um framvindu mála.“ n Enn þagað um Menntamálastofnun Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra Stórlega hefur dregið úr veiði á rjúpu hér á landi. Ef aðeins er horft til nýrrar aldar hefur heildarveiðin minnkað úr ríf- lega 150 þúsund fuglum niður fyrir 50 þúsund fugla. ser@frettabladid.is SKOTVEIÐI Dúi Landmark, fyrrver- andi formaður Skotvís og höfundur bókarinnar Gengið til rjúpna, sem kom út á dögunum, hefur kynnt sér þróun veiðanna á þessari og síðustu öld og segir tölurnar tala sínu máli, síðustu tvö árin fyrir aldamót hafi veiðin á Austurlandi, sem jafnan hefur gefið landsvæða mest af rjúpu, verið yfir 48 þúsund fuglar, sem er litlu minna en árleg heildarveiði er nú á landinu öllu. „Núna er veiðin hvað slökust á Austurlandi, rétt eins og á síðasta ári,“ segir Dúi, „sem er þvert á það sem veiðimenn hafa vanist á síðustu árum og áratugum, en víðast hvar annars staðar er hún áþekk því sem við eigum að venjast frá síðustu árum, vissulega dræm en þó eitt- hvað af fugli. “ Fréttablaðið hefur spurnir af allnokkrum hópum rjúpnaveiði- manna sem hafi farið saman í helg- arveiði á þeim svæðum á landinu sem hafa jafnan gefið mest, en þau er einkum að finna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi, en komið þaðan tómhentir, ýmist einn úr hópnum og stundum fleiri. „Þetta verður ekki gott rjúpna- veiðiár, það er alveg ljóst,“ segir Dúi og bendir á að afkoma stofnsins sé með öðrum hætti en menn hafi van- ist frá því á árum áður. „Sveiflurnar voru reglubundnar, tíu ár liðu yfir- leitt frá því veiðin var hvað mest þar til hún hrundi, en nú vara sveiflurn- ar skemur.“ Þannig hafi árin 2017 og 2018 gefið vel af sér, þvert á árið í ár og árið þar á undan. „Greiningin hefur líka leitt í ljós að vandamál rjúpnastofnsins virð- ast liggja í lifun unga eftir útungun og fram að veiðitíma,“ segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, og bætir við: „Þannig eru núna að jafnaði um 6,4 ungar á hænu á lífi í lok ágúst, en voru allt að 8,6 ungar fyrir 30 árum. Það segir sig sjálft að svona hrun í viðkomu hefur mikið að segja og því verða topparnir ekki háir.“ Ef enn frekar er rýnt í rjúpna- veiðitölur nýrrar aldar, sést að frá aldamótum hrundi veiðin, fór úr ríf lega 150 þúsund fuglum 1999, í 129 þúsund 2000, 101 þúsund 2001 og tæplega 78 þúsund fugla 2002, en ári seinna var rjúpnaveiði bönnuð af þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur, en veiðin hófst svo aftur af krafti haustið 2005. Síðan þá hefur veiðin verið á milli 35 og 80 þúsund fuglar, allt þar til í fyrra þegar veiðin var skorin niður í 25 þúsund og í ár var heimildin þrengd enn frekar, í 20 þúsund fugla. „Eftir að sölubann á rjúpu var sett á 2005 og biðlað var til veiðimanna um að stunda hóf legar veiðar, minnkaði veiðiálagið að jafnaði um helming,“ segir Áki Ármann og bætir við: „Nú heyrir það til undantekninga að veiðimenn séu í magnveiði. Flestir eru að veiða 5-15 rjúpur. Í hámarksárum rjúpu er auð- vitað meira veitt, en það virðist sem mettun verði þegar veiðin nálgast 60 þúsund fugla,“ segir hann. n Rjúpnaveiði þrefalt minni en við upphaf aldarinnar Það er hverfandi þjóðarsport meðal Íslendinga að veiða sér í jólamatinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Milljónir rjúpna fluttar út á fyrri tíð Um 100 til 200 þúsund rjúpur voru fluttar út árlega að jafnaði frá aldamótunum 1900. Útflutningurinn náði síðan hámarki á árunum 1924 til 1927, þegar fluttar voru út um 250.000 rjúpur árlega, eða um milljón rjúpur á fjórum árum, að því er fram kemur í nýrri bók Dúa Landmark, Gengið til rjúpna. Til samanburðar má geta þess að skráð meðalveiði hjá Umhverfisstofnun frá 2005 til 2015 var 58.370 rjúpur á ári. Miklar sveiflur voru í útflutningnum fyrr á tíð. Árið 1893 voru fluttar út 52.075 rjúpur en ári seinna hafði þeim fækkað í 6.170. Það segir sig sjálft að svona hrun í viðkomu hefur mikið að segja og því verða topparnir ekki háir. Dúi Landmark, fyrrverandi for- maður Skotvís 8 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.