Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 30
Þó svo að hvert og eitt sveitarfélag fari með skipulagsmál, þarf skipulagið að tala saman á milli sveitar- félaga. Það er ósjálfbært að ætla sér frekari fjölgun opinberra starfsmanna sem ekki sinna mennt- un eða velferðarþjón- ustu við borgarbúa. teogkaff i . is 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN SVARTUR FÖSTUDAGUR Í kringum aldamótin 1800 var sagt að Reykjavík byrjaði í Bráðræði og endaði í Ráðleysu. Var þá vísað til nafna á ystu húsum borgarinnar, sem stóðu sitt í hvorum enda Reykjavíkur. Nú, ríf lega tveimur öldum síðar, mætti enn taka í sama streng – fjárhagur borgarinnar byrjar gjarnan af bráðræði og endar í ráðleysu. Vannýtt tækifæri Á dögunum kynnti Reykjavíkur- borg fjárhagsáætlun til ársins 2025. Áætlunin er ekkert gamanmál enda áform um skuldahækkanir, auknar mannaráðningar og vaxandi rekstr- arkostnað. Áformuð er f jölgun starfsfólks á borgarkontórnum, en hins vegar fækkun starfsfólks á leik- skólum. Þar birtast mótsagnakennd fyrirheit um fækkun leikskólastarfs- manna einmitt þegar ákall eftir fjölgun leikskólarýma fer vaxandi. Í áætluninni kemur jafnframt fram hvernig heildarskuldir borgar- innar hafa hækkað á kjörtímabilinu úr 299 milljörðum í rúma 400 millj- arða króna. Þá er ráðgert að skuldir hækki enn frekar um 53 milljarða til ársins 2025. Skuldaaukningin raungerist þrátt fyrir 7,5% tekju- aukningu árið 2021. Útgjöld vaxa samhliða, en launakostnaður hækkar um 15% á tveimur árum og rekstrarkostnaður er hlutfallslega hærri en hjá öllum nágrannasveitar- félögum. Einstök tækifæri stærðar- hagkvæmninnar eru vannýtt. Stafrænn kerfisvöxtur Stafræn umbreyting á þjónustu Reykjavíkurborgar mun fyrirséð ýta undir enn frekari vöxt borgar- kerfisins. Verkefnið byggir á gríðar- legri fjölgun opinberra starfa og takmarkaðri útvistun verkefna. Verkáætlun kallar á minnst 60-80 ný ársverk innan borgarkerfisins. Sú óútfærða ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að verja 10 millj- örðum af opinberu fé í verkefnið til næstu þriggja ára, vekur áhyggjur. Ekki síst sú ákvörðun að innvista verkefnum sem betur færi á að útvista. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu. Stafræn umbreyting er sannarlega mikil- vægt framfaraskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Þó er umhugs- unarvert hvernig opinberum fjár- munum verður varið og hversu litlu er fyrirhugað að útvista. Báknið vex Samk væmt f jöldatölum Hag- stofunnar eru nú 70.265 vinnandi einstaklingar með lögheimili í Reykjavík. Til samanburðar munu nærri 13 þúsund manns starfa hjá Reykjavíkurborg við árslok 2022. Það samsvarar nærri 19% vinnandi fólks í Reykjavík – eða því að fimmti hver íbúi borgarinnar verði starfs- maður Reykjavíkur. Það er ósjálfbært að ætla sér frek- ari fjölgun opinberra starfsmanna sem ekki sinna menntun eða vel- ferðarþjónustu við borgarbúa. Mikilvægasta atvinnuskapandi aðgerðin verður alltaf sveigjanlegra regluverk, lægri álögur og myndar- legri stuðningur við atvinnulíf. Þannig sköpum við skilyrði til verð- mætasköpunar og fjölgum atvinnu- tækifærum í borginni. Tiltekt í borginni Borgarkerfið verður að undir- gangast tiltekt. Við þurfum minni yfirbyggingu og skipulega niður- greiðslu skulda. Við þurfum öf l- ugri grunnþjónustu og svigrúm til lækkunar skatta á fólk og fyrirtæki. Við þurfum að selja fyrirtæki í sam- keppnisrekstri. Við verðum að sýna ábyrgð og ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Þá fyrst mun draga úr bráðræði og ráðleysu innan borgarmarkanna. n Bráðræði í borginni Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnu- og búsetusvæði, þó hér séu mismun- andi sveitarfélög. Við sem stjórnum sveitarfélögunum höfum séð hvað samtal og samvinna skiptir ofboðs- lega miklu máli til að samstilla strengi, í þágu allra sem búa hér og vinna. Við stöndum nú á ákveðnum tímamótum í samstarfi nokkurra mála, svo sem endurskoðun á stjórn og verkefnum byggðasamlaganna og uppbyggingu ferðaþjónustu með sameiginlegri áfangastaðastofu í samstarfi við atvinnugreinina. Samræming þjónustu og viðbragða á Covid-tímum hefur gengið einstak- lega vel. Þá á höfuðborgarsvæðið allt í afar mikilvægu samstarfi, með rík- inu, í uppbyggingu Borgarlínu sem er mikilvægasta samgönguverkefni okkar tíma. Stjórnun byggðasamlaga Við höfum undanfarin tvö ár verið að endurskoða rekstur byggða- samlaganna, sérstaklega Sorpu og Strætó. Mikill hugur hefur verið til að bæta stjórnsýslu þessara byggða- samlaga, meðal annars með það í huga að efla aðkomu þeirra sem sitja í minnihlutum sveitarfélaganna. Stofnað hefur verið stefnuráð, sem á að vera virkur vettvangur eigenda til að fylgja eftir innleiðingu stefnu- sáttmála og taka á álitaefnum frá stjórnum byggðasamlaganna. Til að byrja með munu stefnuráðin einnig eiga að móta tillögur að framtíðar- skipulagi starfsemi, rekstrarformi og stjórnarháttum byggðasamlaganna. Með þessu fyrirkomulagi er aukin pólitísk aðkoma bæði meiri- og minnihluta, að þessum mikilvægu fyrirtækjum sem eru í sameiginlegri eigu okkar á höfuðborgarsvæðinu. Í stefnuráði sitja 20 kjörnir fulltrúar og gert er ráð fyrir að minnsta kosti einum úr minnihluta hvers sveitar- félags. Fyrsti fundur stefnuráðs var í þess- ari viku, þar sem verið var að ræða Sorpu og úrgangsmál, sem er eitt mikilvægasta loftslagsmál okkar tíma. Því er brýnt að þar sé fram- tíðarsýnin skýr og við göngum öll saman í takt á höfuðborgarsvæðinu. Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa samþykkt að taka næstu skref í að undirbúa áfanga- staðastofu höfuðborgarsvæðisins, í samstarfi við atvinnugreinina. Þetta er nauðsynlegt skref í að móta sameiginlega markaðssetningu og áfangastaðaáætlun til að skilgreina höfuðborgarsvæðið allt sem áfanga- stað ferðaþjónustu. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélögin og atvinnu- greinin vinna sameiginlega að slíku verkefni, að forskrift markaðs- og áfangastaðastofa um allt land. Meginþorri allra ferðamanna kemur til höfuðborgarsvæðisins og sá tími sem þeir dvelja á höfuð- borgarsvæðinu hefur lengst. Tæki- færi til að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu öllu eru mikil og á það við um öll sveitarfélögin. Þau tækifæri sem við sjáum í dag tengjast náttúru og sögu, svo sem í uppbyggingu úti- vistar og skíðasvæða, við Hvaleyrar- vatn og Gróttu. Eða tengt Gljúfra- steini og Bessastöðum. Einnig eru mikil tækifæri í fyrirtækjum eins og Sky Lagoon. Þetta eru þau tækifæri sem við sjáum í dag, en eflaust eiga mun fleiri eftir að myndast. Sveitarfélögin og aðilar í ferða- þjónustu hafa því töluverða hags- muni af því að samnýta krafta sína, til að sýna fram á þá ótrúlegu kosti sem ferðamönnum bjóðast á höfuð- borgarsvæðinu öllu. Samræming á Covid-tímum Undir hatti almannavarna hafa bæði framkvæmdastjórar sveitar- félaganna og sviðsstjórar, unnið náið saman til að samræma við- brögð vegna sóttvarna. Þó svo að heilbrigðisráðherra hafi gefið út reglugerðir um hvað megi og megi ekki vegna sóttvarna, þá hefur þurft útsjónarsemi starfsmanna allra sveitarfélaganna, til að aðlaga starf og þjónustu að þeim reglum. Hefur það sérstaklega átt við í skólum, leikskólum og í velferðarþjónustu. Samræmd viðbrögð hafa líka átt við, til dæmis um rekstur sundlauga og íþróttahúsa. Það mikla samtal sem þegar hefur orðið, til að bregðast við sóttvarnar- kröfum, mun auðvelda allt samstarf og samtal á milli sveitarfélaganna til framtíðar, eins og gerist alltaf með auknum persónulegum tengslum. Samgöngusáttmáli og svæðisskipulag Að lokum verður að nefna sam- göngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og sameigin- legt svæðisskipulag, sem segir til um það hvernig höfuðborgarsvæðið allt mun vaxa. Þó svo að hvert og eitt sveitarfélag fari með skipulagsmál, þarf skipulagið að tala saman á milli sveitarfélaga. Innan höfuðborgarsvæðisins þarf líka að vera auðvelt að ferðast á milli staða, ekki síst með almennings- samgöngum og virkum samgöngu- mátum. Án þeirrar framtíðarsýnar sem við höfum um mun betra kerfi samgangna, þar sem íbúar verða ekki eins bundnir því að nota einkabílinn í allar ferðir, munu sam- gönguæðar höfuðborgarsvæðisins stíflast. Þá er sama hvað við fjölgum akreinum og mislægum gatna- mótum á mjög dýrmætu landi, sem hægt væri að nýta betur í uppbygg- ingu íbúða. Og sama hvað rafbílum fjölgar, sem taka jafnmikið pláss í umferðinni og aðrir bílar. Eina lausnin á þessu er að bjóða upp á meira frelsi í samgöngum á nútímalega og þægilega sam- göngumáta, með meiri f lutnings- getu en bílar bjóða upp á. Þar með talið almenningssamgöngur sem ganga nógu ört til að þú þurfir ekki að kunna tímatöfluna utan að eða bíða lengi eftir næsta vagni, og sem sitja ekki fastar í umferðarhnútum á álagstímum. Þess vegna er samstarf sveitarfélaganna um Borgarlínu svo mikilvægt. Samstarf sem snýst ekki bara um sérakreinar Strætó, heldur heildræna sameiginlega framtíðar- sýn um skipulagsmál höfuðborgar- svæðisins alls. Það skiptir gríðarlega miklu máli að sveitarfélögin eru að ganga í takt með þessi risaverkefni sem þau hafa í fanginu. n Með samvinnu lyftast grettistök Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins 28 Skoðun 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.