Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 6
benediktboas@frettabladid.is  STJÓRNSÝSLA Persónuvernd sekt- aði annars vegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um 7,5 milljónir króna og hins vegar fyrir- tækið YAY ehf. um fjórar milljónir, vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við Ferðagjöf stjórnvalda. Samkvæmt úrskurðinum sótti YAY meðal annars trúnaðarupplýs- ingar í dagatali notenda, fékk aðgang að myndavélinni og nákvæma GPS- staðsetningu símatækisins. Fyrir- tækið gat bætt við viðburðum og breytt í dagatali og sent tölvupóst, án vitneskju eiganda símtækis. Þá var óskað eftir því að geta lesið upplýsingar um tengiliði og upp- lýsingar og gögn á USB-vörslusvæði símtækis, ásamt því að breyta gögn- um þar og eyða. Ari Steinarsson, framkvæmda- stjóri YAY, segir að engin vinnsla á per sónu upp lýsingum hafi átt sér stað, né hafi staðið til að vinna slíkar upp lýsingar. Þá veki niðurstaðan furðu þar sem ekkert hafi bent til að skort hafi á öryggi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tekur í sama streng. „Þessar upplýsingar voru aldrei nýttar, gögnunum var eytt og það liggur fyrir að enginn hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa,“ segir hún. Ari segir líklegt að fyrirtækið taki málið lengra. n Niðurstöður rannsóknar sem nær til 400 þúsunda manna í sex löndum, sýnir að tíðni þunglyndiseinkenna vegna kórónaveirufaraldursins er mest hjá ungu fólki og konum. mhj@frettabladid.is COVID -19 Fy rstu niðurstöður COVIDMENT-rannóknarverkefnis- ins, sem nær til nærri 400 þúsund manns í sex löndum, benda til þess að andleg líðan fólks í kórónaveiru- faraldrinum sveiflist með nýgengi Covid-19-smita. Að COVIDMENT-rannsóknar- verkefninu koma vísindamenn frá háskólum og stofnunum í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Eistlandi og Skotlandi auk Íslands, en verkefnið leiðir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Háskóla Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir Unnur að Ísland skeri sig ekki sér- staklega úr í samanburði við önnur lönd, heldur séu niðurstöðurnar svipaðar í löndunum sex. „Við erum að fara í frekari grein- ingar á sérstökum sóttvarnaráðstöf- unum á milli landa. Þetta var í raun bara fyrsta skrefið,“ segir Unnur. Fyrstu niðurstöður rannsóknar- hópsins voru birtar í International Journal of Epidemiology um helg- ina. Almennt reyndist tíðni þung- lyndiseinkenna hæst hjá ungu fólki og meðal kvenna. Þá sýndu niður- stöðurnar að tíðni þunglyndisein- kenna var mest þegar meðalfjöldi staðfestra vikulegra Covid-19-til- fella á hverja 100.000 einstaklinga var 30, eða ríf lega 60 prósentum meiri en þegar meðalfjöldi stað- festra vikulega Covid-19 tilfella var 0. Samkvæmt Unni sýna konur almennt séð meiri þunglyndisein- kenni en karlar, hvort sem það er Covid eða ekki Covid, en það sem valdi áhyggjum sé að ungt fólk sýni mikil þunglyndiseinkenni. „Þau, í öllum löndum, eru að skora einstaklega hátt. Það er í takt við rannsóknir sem við höfum séð hérlendis varðandi unglinga. Þær sýna að það er aukin vanlíðan meðal ungs fólks.“ Spurð hvort ítrekuð fjölmiðlaum- fjöllun um smittölur hafi einhver áhrif, segir Unnur að það sé ekki búið að rannsaka það sérstaklega. „Þessi heimsfaraldur er náttúru- lega alltumlykjandi. Þessar smit- tölur eru bara táknrænar fyrir svo margt sem er í gangi. Ótti um smit eða ótti um fjölskylduna. Það er hert að okkur varðandi að hitta annað fólk, sem er okkur mikil- vægt fyrir okkar andlegu heilsu. Þessi ótti og þessar breytingar sem verða á högum okkar þegar smit- tölur hækka, gera það að verkum að við förum að óttast um eigin heilsu og annarra í kringum okkur. Fjöl- miðlar f lytja bara fréttir af ástand- inu eins og það er,“ segir Unnur. Spurð hvernig hertar aðgerðir spili inn í vanlíðan fólks í faraldr- inum, segir Unnur að það sé mjög erfitt að aðskilja þær frá smittölun- um. „Við eigum eftir að rýna aðeins betur í það. Hvað það er nákvæm- lega sem veldur. Hvort þetta séu smittölurnar sjálfar og óttinn við að verða veikur og síðan hvaða sértæku áhrif samkomutakmarkanirnar hafa,“ segir Unnur. Aðspurð telur Unnur ekki að andlegir erfiðleikar vegna Covid eigi eftir fylgja fólki eftir að faraldr- inum lýkur. „Mér finnst þessar niðurstöður sýna að það sé hreyfan- leiki í líðan og við erum jafn fljót að hreyfast til baka þegar smittölurnar fara niður. Þannig að ég hef ekki trú á því að það séu mikil langvinn áhrif,“ segir Unnur og bætir við að þetta verði rannsakað áfram í þessu alþjóðlega samstarfi. n Mér finnst þessar niðurstöður sýna að það er hreyfanleiki í líðan og við erum jafn fljót að hreyfast til baka þegar smittölur fara niður. Unnur Anna Valdimarsdóttir, pró- fessor í faraldsfræði 25% afsláttur Cyber Monday Við bjóðum 25% afslátt af öllum námskeiðum og gjafakortum mánudaginn 29. nóv. Gjafakortið kemur í fallegri öskju og hægt er að velja hvaða upphæð sem er. Nánar á dale.is Andleg líðan sveiflast í faraldrinum Unnur Anna segir háa þunglyndis tíðni meðal ungmenna í faraldrinum áhyggjuefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tugmilljóna sekt vegna Ferðagjafarinnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur klofnaði í peningaþvættismáli í gær, þegar Hafþór Logi Hlynsson var sakfelld- ur og dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Hæstiréttur hafði samþykkt að taka málið til meðferðar, til að leysa úr óvissu um hvort ákæruvaldið þurfi að sanna frumbrot til að unnt sé að sakfella fyrir peningaþvætti. Það er mat meirihluta Hæstaréttar að sönnunarbyrðin hvíli á ákærða, fyrir því að fjármuna sem fundust hjá honum við húsleit hafi verið aflað á löglegan hátt. Af fimm dómurum skiluðu tveir séráliti, þau Ása Ólafsdóttir og Karl Axelsson. Í sérálitinu er rakið hvernig óskýrleiki í ákæru hafi leitt til þess að ákærði hafi ekki haft tök á að verja sig með fullnægjandi hætti fyrir dómi, enda hafi hvorki verið vikið að einstökum brotum eða afmörkun þeirra í ákæru, né heldur hvenær brotin ættu að hafa verið framin. Hafþór Logi segist verulega ósátt- ur við þessar málalyktir. Ekki aðeins hafi sönnunarbyrðinni verið snúið við, heldur einnig brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar og honum gert ómögulegt að koma almennilegri málsvörn við. „Það verður tekið til vandlegrar skoðunar,“ segir Haf þór, inntur eftir því hvort hann hyggist leita til Strassborgar með málið. Hann bætir við: „Það er ekki síður þörf á því fyrst Hæstiréttur er klofinn í afstöðu sinni.“ n Hafþór ósáttur við Hæstarétt og íhugar kæru til Strassborgar Hafþór Logi gat sér nokkurrar frægðar vegna Bitcoin-málsins svokallaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.