Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 68
Fyrsti leikurinn á Old Trafford gegn Manchester United, það var stórt fyrir stuðningsmann Manchester United. Jóhann Berg Guðmundsson hefur leikið í sex ár í stærstu og erfiðustu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni. Hann er ákaflega stoltur af því. Hann hefur á tíma sínum hjá Burnley upplifað gleði og sorg en kann í dag betur að meta þá stöðu sem hann er í. hoddi@frettabladid.is Fótbolti Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Jóhann Berg Guð- mundsson lék sinn 150. leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Burn- ley um liðna helgi. Jóhann er á sínu sjötta tímabili í þessari stærstu íþróttadeild í heimi og hefur þann- ig fengið að upplifa drauminn sem f lestir ungir knattspyrnumenn ganga með í maganum. Burnley er lítið félag þegar það er mátað við þau stærstu á Englandi en með dugnaði og eljusemi hefur Sean Dyche, stjóra liðsins, og leik- mönnum tekist að gera félagið gild- andi í deildinni sem flesta dreymir um að spila í. „Þetta er búinn að vera skemmti- legur tími og það hefur mikið gengið á,“ segir Jóhann Berg í sam- tali við Fréttablaðið þegar hann er beðinn um að rifja upp leikina 150. „Liðinu hefur gengið mjög vel þegar þú horfir í það að Burnley er lítill klúbbur. Okkur hefur tekist að komast í Evrópudeildina eftir að hafa endað í sjöunda sæti árið 2018. Þetta hefur verið gríðarlega skemmtilegur tími þó ég hafi glímt við mín meiðsli sem hafa sett strik í reikninginn. Ég hef þó spilað fullt af leikjum.“ Tímabilið 2019-2020 var einstak- lega erfitt fyrir Jóhann þar sem þrá- lát meiðsli gerðu honum lífið leitt og spilaði Jóhann aðeins 13 leiki. Annars hefur þessi knái kantmaður gert það gott. „Það var erfitt ár, ég meiðist illa með landsliðinu þegar ég meiðist aftan í læri. Það voru mjög alvarleg meiðsli sem tók langan tíma að vinna sig upp úr. Þegar maður kom til baka þá komu bakslög sem erf- itt var að takast á við. Svo eru líka tímabil sem ég hef spilað mikið af leikjum,“ segir Jóhann sem var að klára æfingu og að labba út af æfingarsvæðinu, Barnfield, þegar blaðamaður náði tali af honum. Tölfræði 2021/2022 n 13 leikir n 0 mörk n 1 stoðsending 2020/2021 n 26 leikir n 2 mörk n 0 stoðsendingar 2019/2020 n 13 leikir n 1 mark n 1 stoðsending 2018/2019 n 36 leikir n 3 mörk n 7 stoðsendingar 2017/2018 n 38 leikir n 2 mörk n 8 stoðsendingar 2016/2017 n 24 leikir n 1 mark n 3 stoðsendingar Samtals n 150 leikir n 9 mörk n 20 stoðsendingar Uppáhaldsleikir „Sigur á útivelli gegn Liverpool, þegar ég skoraði á heimavelli gegn Manchester City. Það var skemmtilegt augnablik gegn ótrúlegu fótboltaliði. Fyrsti leikurinn á Old Trafford gegn Manchester United, það var stórt fyrir stuðningsmann Manchester United. Að spila þar er alltaf eitthvað sérstakt.“ Jóhann Berg Guðmundsson n Aldur: 31 árs n Uppeldisklúbbur: Breiðablik n Félög í atvinnumennsku: AZ Alkmaar, Charlton Burnley n Landsleikir: 81 Fólkið lifir fyrir fótbolta Burnley er lítið samfélag sem telur aðeins rúmlega 70 þúsund íbúa, rúmlega 20 þúsund af þeim mæta á hvern einasta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni. „Fólkið lifir fyrir fótboltann. Það vinnur virka daga frá níu til fimm og fer svo á völlinn á laugardögum. Það gefur bænum gríðarlega mikið að eiga lið í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru forrétt- indi, það er gaman að sjá hvað þetta gefur samfélaginu mikið. Við höfum reynt að gefa samfélaginu mikið til baka en það hefur verið erfitt undan- farið út af Covid.“ Draumur flestra krakka sem æfa fótbolta er að spila í stærstu deild í heimi. Jóhann segist hafa lært að meta það meira í hvaða stöðu hann er í eftir því sem árin líða. „Þetta eru algjör forréttindi. Maður þarf oft að minna sig á í hvaða stöðu maður er. Þegar maður er að tuða og væla yfir einhverjum hlutum þá þarf maður að minna sig á í hvaða stöðu maður er. Ég er að spila í erfiðustu og bestu deild í Evrópu að mínu mati. Hver einasti leikur er gríðarlega erfiður, hver einasta mínúta er erfið og sér- staklega fyrir lið eins og Burnley. En þegar það gengur vel, þá er þetta skemmtilegast í heimi. Maður tók þessu kannski sem sjálfsögðum hlut en í dag veit ég að það er ekkert sjálfsagt að vera í þess- ari deild svona lengi. Maður þarf að minna sig á þetta, ég hef lagt mikið á mig og þetta hefur tekið mikið á. Það er gaman að sjá að allt sem maður gerði fyrir þennan tíma skilaði sér. Markmiðið sem ungur drengur var alltaf að komast á þennan stað sem ég er á í dag og ég er stoltur af því að það tókst.“ Eru að finna taktinn Burnley hefur í síðustu leikjum verið að finna taktinn og fengið fimm stig í þremur síðustu leikjum. Liðið er þó áfram í fallsæti aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. „Mér finnst við ekki hafa spilað illa á þessu tíma- bili. Við höfum þó verið að hleypa inn fleiri mörkum en vanalega. Yfir- leitt þegar við komust yfir þá höfum unnið þá leiki. Það hefur ekki verið að ganga í ár og við þurfum að laga það. Við erum að finna gott jafnvægi í liðinu, erum að skora meira en við þurfum að bæta varnarleikinn.“ n Markmiðið frá unga aldri varð að veruleika FréttAbLAðið/getty 42 Íþróttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.