Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 70
Reykjavíkurflugvöllur er í raun stærstu stríðsminj- arnar og minnisvarði um þennan tíma á höfuð- borgarsvæðinu. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elsku besta mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Ellen Marie Sveins Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi, miðvikudaginn 17. nóvember. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 29. nóvember kl. 13.00. Gestir eru beðnir um að framvísa niðurstöðu um neikvætt Covid-hraðpróf við innganginn, sem tekið er á viðurkenndum stöðum og er ekki eldra en 48 klst. gamalt. Útförin verður einnig í streymi á slóðinni: https://youtu.be/UHR-uC-bX8U Þorbjörg Rósa Guðrún Ásta og Guðmundur Sveindís Anna og Arnar ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ingvar Daníel Eiríksson mjólkurbílstjóri, lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu, sunnudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju, miðvikudaginn 1. desember kl. 14.00. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta einungis nánustu aðstandendur verið viðstaddir. Streymt verður frá útförinni á www.selfosskirkja.is. Eygló Jóna Gunnarsdóttir Eiríkur Ágúst Ingvarsson Ásthildur Óskarsdóttir Jón Helgi Ingvarsson Ásthildur B. Sigþórsdóttir Lísa Björg Ingvarsdóttir Sveinn Valtýr Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Um helgina rekur Churchill klúbburinn ferðir forsætisráð- herrans á Íslandi frá heimsókn hans til landsins 1941. arnartomas@frettabladid.is Churchill klúbburinn á Íslandi hefur verið starfræktur frá 2008 og er hugs- aður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf Winston Churchill. Á laugardag stendur klúbburinn fyrir fræðsluferð þar sem umsvif breska hernámsliðsins og síðar bandaríska setuliðsins verða í forgrunni. Þá verður einnig farið á þær slóðir þar sem Churchill fór um þann dagpart sem hann hafði viðdvöl á stríðsárunum. „Það er núna áttatíu ára afmælisár heimsóknar Churchill til Íslands,“ segir Friðþór Eydal, fyrrverandi blaðafulltrúi Varnarliðsins, sem verður með leiðsögn í ferðinni. „Af því tilefni hef ég verið með leiðsögn fyrir hóp á vegum klúbbsins, bæði austur í Kaldaðarnes þar sem flug- völlurinn var og upp í Hvalfjörð, sem ég hef ritað bók um.“ Um helgina er fyrirhugað að fara um höfuðborgarsvæðið, Nauthólsvík, Reykjavíkurf lugvöll, Valhúsahæð og upp í Mosfellssveit þar sem Friðþór mun fræða gesti um hvað herliðið var að gera og í hvaða tilgangi. Aðspurður um hvort einhver kenni- leiti séu á leiðinni sem fólk átti sig kannski ekki á að séu stríðsminjar, segir Friðþór að ekki sé mikið um það lengur. „Það er ekki mikið um það í byggð í dag, því hún hefur teygt sig yfir nánast öll þessi svæði sem voru undir hernum á þessum tíma,“ segir hann. „En Reykja- víkurflugvöllur er í raun stærstu stríðs- minjarnar og minnisvarði um þennan tíma á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir Friðþór að á ýmsum stöðum í kringum borgina megi finna ýmis mannvirki, eins og til dæmis í Öskju- hlíðinni, og braggana við Nauthólsvík, en ferðin mun einmitt enda í Bragganum í Nauthólsvík. „Þar ætlum við að segja sögu Hótel Winston sem þar reis í lok stríðsins og var f lugvallarhótel í nokkur ár, sem bragginn frægi var hluti af,“ segir Friðþór. Þar verður einnig fyrirlestur um bókina Vítislogar, heimur í stríði 1939-1945 eftir Max Hastings, sem er nýútkomin í íslenskri þýðingu og lýsir persónulegum afleiðingum styrjaldar- innar. n Áttatíu ára slóðir Churchill Friðþór segir að í dag hafi byggð teygt sig yfir nánast öll þau svæði sem voru undir hernum á sínum tíma. mynd/aðsend Winston Churchill á sér víða áhugamenn. Merkisatburðir 399 Sirikíus páfi deyr. 783 Adosinda, drottningu Asturias, er haldið í gíslingu í klaustri til að koma í veg fyrir að ætt hennar taki konungsstólinn aftur af valdaræningjanum Maure­ gatus. 1594 Tilskipun er gefin út um að Grallarinn, messusöng­ bók Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups, skuli notuð í báðum biskupsdæmum. 1778 James Cook verður fyrsti Evrópumaðurinn til að heimsækja Maui. 1789 Fyrsti opinberi þakkargjörðarhátíðardagurinn fer fram í Bandaríkjunum eftir tilskipun George Washington forseta. 1825 Háskólanemar stofna Kappa Alpha Society, fyrsta bandaríska háskólabræðralagið, í Union­háskóla í Schenectady í New York. 1917 Bandaríska íshokkídeildin, NHL, er stofnuð. 1918 Svartfellska þingið samþykkir innlimun í Serbíu. 1922 Howard Carter og Carnarvon lávarður verða fyrstu mennirnir í rúm 3.000 ár til að ganga inn í grafhýsi Tútankamons faraós. 1942 Kvikmyndin Casablanca er frumsýnd í New York. 1981 Dagblaðið og Vísir samein­ ast og verða DV. 1981 Skemmtistaðurinn Broad­ way við Álfabakka opnaður. 1993 Leikritið Skilaboðaskjóðan frumsýnt í Þjóðleik­ húsinu. 2000 Katherine Harris, þá innan­ ríkisráðherra Flórída, lýsir George W. Bush sigurvegara forsetakosn­ inga í ríkinu. 2003 Síðasta flug Concorde­flug­ vélarinnar. arnartomas@frettabladid.is Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opnað í dag og verður opið allar helgar á aðventunni. Þorpið var fyrst opnað árið 2003 og hefur síðan þá orðið fastur liður í jóladagskrá margra. Í ár verða ljósin á jólatrénu tendruð að við- stöddum fámennum hópi leikskóla- barna vegna takmarkana. „Það kom ekkert annað til greina en að opna,“ segir Andri Ómarsson verk- efnastjóri viðburða hjá Hafnarfjarð- arbæ. „Þetta er orðinn ómissandi hluti af aðventunni fyrir svo marga.“ Í ár verða um tuttugu sölubásar opnir í þorpinu auk þess sem fastagestir eins og Grýla og jólasveinarnir munu líta við. Andri segir þó að jólakjötið eitt helsta aðdráttarafl þorpsins. „Það eru margir sem eru að selja sauð- fjárafurðir hjá okkur og þegar maður er á vappi í jólaþorpinu þá er mest spurt um það,“ segir hann. „Svo er alls konar gott matarkyns, bæði kakó, kruðerí og skyndibiti sem er líka vinsælt.“ Þorpið verður opið milli klukkan 13.00 og 18.00 allar helgar á aðventu. n Jólaþorpið í Hafnarfirði opnað í dag Jólaþorpið var fyrst opnað 2003. TímamóT FréTTablaðið 26. nóvember 2021 FÖSTUDaGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.