Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 84
Við erum vettvangur fyrir fram- úrstefnu- leiklist og mér finnst allar þessar takmark- anir vera bara mjög spennandi í sjálfu sér. Eva Rún Snorra- dóttir Sviðslistahátíðin Lókal hefst í dag, föstudag. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa mætt miklum áskorunum vegna heimsfaraldursins, en telur samkomutakmarkanir þó geta verið spennandi á list- rænan hátt. Sviðslistahátíðin Lókal hefst í dag og af því tilefni sló Fréttablaðið á þráðinn til Evu Rúnar Snorra- dóttur, listræns stjórnanda hátíð- arinnar. „Við ætluðum að byrja á fimmtu- deginum og mér finnst svolítið gaman að segja að opnunarsýn- ingin sem átti að vera á fimmtu- deginum, sýningin hennar Sigríð- ar Eirar, verður í janúar. Við erum náttúrlega búin að þurfa að vera í stöðugu f læði með heimsfaraldr- inum,“ segir Eva og bætir við að þau muni hefja leika í dag með tveimur sýningum í Tjarnarbíói. Lókal er löngu orðin fastur liður í sviðslistasenunni hér landi, en hátíðin var stofnuð 2008 af Bjarna Jónssyni, Ragnheiði Skúladóttur og Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdótt- ur. Á hátíðinni hefur alla tíð verið lögð áhersla á alþjóðlegt samstarf, en síðustu ár hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á hið skapandi ferli. „Við fundum ákveðna þörf fyrir það í íslensku sviðslistasenunni, að það vantaði vettvang þar sem þú gætir sýnt verk sem er enn þá í mótun og opnað ákveðið rann- sóknarferli og líka verið vettvangur fyrir annars konar framleiðslu. Eitthvað sem er ekki einungis verk í vinnslu, heldur líka stuttar til- raunir, opnar rannsóknir og óvænt stefnumót,“ segir Eva Rún. Takmarkanir geta verið listrænt spennandi Eva Rún Snorra- dóttir, listrænn stjórnandi Lókal, segist hafa fundið fyrir ákveðinni þörf í íslensku sviðs- listasenunni fyrir vettvang þar sem hægt væri að sýna verk í vinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Úr sýningunni A Thousand Ways eftir sviðslistahópinn 600 Highwaymen. MYND/AÐSEND Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabla- did.is Vettvangur fyrir framúrstefnu Á hátíðinni í ár verður boðið upp á handritasmiðju, auk þess sem í fyrsta sinn verður gefin út bók á vegum Lókal um sviðslistir. „Á þessari hátíð erum við með dálitla áherslu á handrit. Við erum með handritasmiðju í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið, þar sem Frið- geir Einarsson og Kristín Eiríksdóttir eru leiðbeinendur. Svo erum við að gefa út rit í fyrsta skipti sem heitir Syrpa – sýnisrit sviðshandrita. Það eru fjórtán sviðslistahópar sem eiga efni í ritinu og Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir það,“ segir Eva Rún. Hún segir því fylgja miklar áskor- anir að halda sviðslistahátíð á tímum heimsfaraldurs, en hátíðinni í fyrra var frestað vegna samkomu- takmarkana. „En á sama tíma er þetta svolítið spennandi fyrir Lókal, því við erum vettvangur fyrir framúrstefnuleik- list og mér finnst allar þessar tak- markanir vera bara mjög spennandi í sjálfu sér. Við höfum þurft að fresta þremur viðburðum, þar á meðal einni erlendri sýningu. En við erum vettvangur fyrir sýningar þar sem eru fáir gestir. Á einni sýningunni eru bara sex í einu. Þannig að það þarf líka að muna að þessar tak- markanir geta verið mjög listrænt spennandi.“ Bara tveir áhorfendur í einu Er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr á Lókal í ár? „Ég myndi vilja nefna sérstaklega Símaverið, sem er beint innblásið af faraldrinum. Það varð til í fyrra þegar við þurftum að fresta hátíð- inni. Ásta Fanney, Birnir Jón og Mar- grét Bjarnadóttir voru í viku vinnu- smiðju á síðasta ári og núna verður hægt að hringja í símaver Lókal og hlusta á verkin þeirra í gegnum síma. Svo langar mig að minnast á erlendu sýninguna okkar sem var líka sköpuð í Covid. Þetta er heims- þekktur hópur sem starfar í New York sem heitir 600 Highwaymen og þar eru bara tveir áhorfendur í einu sem sitja á leiksviði og fara í gegnum ákveðið ferli. Þetta er svona óvænt stefnumót ókunnugra.“ Eva Rún segir þá sýningu vera alveg einstaklega Covid-væna og raunar er öll hátíðin það. Áhorfendur þurfa einungis að mæta í hraðpróf fyrir þær tvær sýningar sem fara fram í Tjarnarbíói í dag, en allir hinir viðburðirnir eru það smáir í sniðum að ekki er þörf á slíku. Hátíðin stend- ur yfir til 6. desember og nánari upp- lýsingar má finna á lokal.is. n 58 Menning 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.