Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 38
Þess vegna sjá íslenskir stjórmálamenn heldur ekki Stealthvélarnar og skynja ekki hvaða hætta er búin landi og þjóð.Alls engar umræður hafa orðið á Íslandi um þá nýlegu stefnu Banda­ ríkjahers að koma fyrir langdræg­ um sprengjuf lugvélum á ýmsum útkjálkum veraldarinnar og þar sem þær hafa ekki átt heimili um árabil eða aldrei. Ýmsum hnykkti við þegar sprengjuvélar af gerðinni B2 Spirit gerðu sig heimakomnar á Keflavíkurflugvelli nú í haust. Vélar þessar eru ekki gerðar út til að flytja jólagjafir til barna innfæddra eins og í gamla daga heldur bera þær 16 kjarnorkusprengjur á góðum degi. Þær geta líka látið sér nægja hefð­ bundnari sprengjur sem passa í vélina. Vafalaust hoppar hjartað í einhverjum öldruðum Kalda­ stríðs vinum við þessi tíðindi, en ekki beinlínis hjá Albert Jónssyni sendiherra og hernaðarráðgjafa Íslendinga um langt skeið og vísast til greinar hans í Morgunblaðinu í síðustu viku sem ber þessa yfirskrift: Er Keflavíkurflugvöllur ný útstöð f y rir langdrægar bandarískar sprengjuþotur? Hvers vegna spyr hernaðarráð­ gjafinn og löngum innsti koppur í búri hjá utanríkisráðuneytinu í blaðagrein, hvort stefnubreyting hafi orðið hjá Bandaríkjamönnum og Nató. Líklega af því honum blöskra svör utanríkisráðherra um veru B2 vélanna á Íslandi þar sem um þetta má lesa hjá amerískum hernaðar­ yfirvöldum. Þetta er ekki einu sinni feimnismál að Ísland sé orðið að beinni árásarherstöð gagnvart Rússum. Þannig var það aldrei, þetta hét alltaf varnarstöð og hér voru aldrei sprengjuflugvélar gráar fyrir járnum tilbúnar til árásarferða sem nú. Þarna eru Ameríkanar nefnilega komnir á gamlar slóðir í Kaldastríð­ inu þegar þeir höfðu Grænland sem fótaþurrku með þegjandi samþykki Dana. Það var á sjötta áratug síðustu aldar sem þeir hreiðruðu um sig norður í Thúle með flugvélaflota sinn af gerðinni B­52. Þær voru og eru enn, eftir áratugi, bakfiskurinn í kjarorkuflugflota Bandaríkjamanna ásamt B1 og B2. Í Thúle datt einhverjum stríðs­ manninum í hug að hafa B­52 flotann á flugi allan sólarhringinn og hét aðgerðin Chrome Dome. Var vélunum stefnt á skotmörk í Sovétríkjunum og skyldu halda áfram för sinni ef eða þar til þær fengju skipun um að snúa við. Lá við styrjöld þegar boð bárust ekki flug­ stjóra um að venda og halda heim á leið með kjarnorkusprengjur sínar. Bandaríkjamenn hættu Krómdóm útgerðinni frá Thúle eftir að kvikn­ aði í einni B­52 vélinni árið 1968 og hún dúndraði ofan í innlandsísinn. Þrjár kjarnorkjusprengjur voru fisk­ aðar upp, ein liggur í freranum og bíður þess að losna úr klakaböndum í framtíðinni, náinni eða fjarlægri. Mikil geislun hlaust af þessu og urðu málaferli vegna geislunar og veikinda innfæddra í Úpernavík. Camp Century oflætið við Thúle Á sama áratug ákváðu Bandaríkja­ menn að grafa sig niður í innlands­ ísinn og byggja þar borg um 160 kílómetra frá Thúle – án gamans. Stöðin var í laginu ekki ólík hita­ elementi og var kallað geislahitun. Þarna hírðust menn niðri sem til­ raunadýr og var fylgst vísindalega með visku þeirra og vexti. Dönskum skátadrengjum var nefnilega boðið að gista þetta jarðhýsi og voru þarna í fimm mánuði. Birtust kvikmyndir nú nýlega á sjónvarpsstöðinni Natio­ nal Geographic þar sem sýnt var að skátadrengirnir lifðu í vellystingum pragtuglega í dýflyssunni og nærð­ ust m.a. á amerískum kalkúnum. Andlegum þörfum heimamanna var auðvitað sinnt með kapellu og tilheyrandi amerískum herpresti. Vestræn gildi voru sem sagt í háveg­ um höfð. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema því aðeins Amerík­ anar þrifu ekki eftir sig. Camp Century hafði nefnilega kjarnakljúf í iðrum íssins sem framleiddi raf­ magn. Þegar þeir yfirgáfu svæðið hirtu þeir kjarnakljúfinn en eftir urðu hunduð eða þúsundir tonna af geislavirku kælivatni í tanki og í holu sem þeir boruðu í ísinn þegar tankurinn fylltist. Og þar er þetta enn. Svo er það spurningin ekki ef heldur hvenær hjarnhettan bráðnar ofan af þessu gumsi og allt eitrið fer út í íshafið. Þarf varla að spyrja að leikslokum fyrir hönd náttúru og dýralífs. Í þessum þætti sem vitnað er til á NG gerðu vísindamenn för sína fyrir nokkrum árum og fundu brakið af stöðinni með jarðsjá. Camp Cent­ ury var orðin eins og pönnukaka. Enda yfirgáfu Kanar og danskir skátadrengir stöðina þegar hún fór að klessast saman af náttúrunnar völdum. Ekki hvort heldur hvenær Viðskilnaður Bandaríkjamanna á Íslandi eru barnavípur einar miðað við þann á Grænlandi. Draugabygg­ ingarnar á Straumnesfjalli vestra og Heiðarfjalli eystra eru brotgjarnir minnisvarðar um veru Bandaríkja­ mann á Íslandi. En aftur að veru B2 flugvélanna á Fróni, þá virðist svo sem sama herfræði liggja að baki dvöl þeirra hér og gömlu B­52 vélanna í Thúle. Og yfirlýst af Ameríkönum í fyrsta skipti í sögunni að á Íslandi eigi heimahöfn sprengjuflugvélar reiðu­ búnar til árása á Rússa eða aðrar þær þjóðir sem misbjóða oflæti þeirra. B2 sprengiþoturnar eru það sem kallað er Stealthvélar, þær eru ósýnilegar og búnar huliðshjálmi. Geta komið eins og skrattinn úr sauðarleggnum að bráð sinni. Þess vegna sjá íslenskir stjórmálamenn heldur ekki Stealthvélarnar og skynja ekki hvaða hætta er búin landi og þjóð. Albert Jónsson, sendi­ herra og sérfræðingur í alþjóða­ málum, skynjar þessa hættu en þarf að spyrja spurninga í dagblaði því utanríkisráðherrann smælar bara framan í heiminn þegar hann er inntur svara um alvarleg mál. Bragð er að þá barnið finnur var sagt einu sinni. n Bragð er að þá barnið finnur Finnbogi Hermannsson fréttamaður og rithöfundur 36 Skoðun 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFréttaBlaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.