Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 92
Það er verið að leita að ungri konu sem getur talað fyrir sig, sem hefur eitthvað að segja og getur verið hvatning fyrir ungt fólk og alla. Elísa Gróa Steinþórsdóttir verður fulltrúi Íslands í Miss Universe í Ísrael, þegar keppnin verður haldin í Tel Aviv í sjötugasta sinn. Elísa fer utan um helgina og segist varla hafa stoppað í undir- búningnum. Hún segir Miss Universe fegurðarsamkeppni nútímans. Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir hefur um árabil stýrt íslenskum hluta Miss Universe, hvar fyrirsætan Elísa Gróa Stein- þórsdóttir bar sigur úr býtum í lok september, þegar hún tók þátt í fjórða skipti. „Ég er virkilega spennt og það er ótrúlega mikið að gera, enda heil- mikil dagskrá. Ég reyni samt að passa upp á heilsuna og taka smá slökun inn á milli,“ segir Elísa, sem leggur af stað aðfaranótt sunnu- dagsins, lauf létt og spennt fyrir förinni, sem er meðal annars heitið til Tel Aviv og Eilat við Dauðahafið. „Ég verð í þrjár vikur úti. Ég er ekki alveg búin að fá nákvæma dag- skrá en ég geri ráð fyrir því að það verði dagskrá frá morgni til kvölds alla daga.“ Skilur tortryggnina Þegar Elísa er spurð út í fegurðar- samkeppnir almennt og þá nokkuð útbreiddu skoðun að þær séu barn síns tíma, segist hún skilja það við- horf: „Það er ótrúlega skiljanlegt að margir á Íslandi séu á þeirri skoðun. Mér skilst einmitt að fyrir minn tíma hafi þetta verið þannig að þú þurftir að vera í ákveðinni fatastærð og stelpurnar voru vigtaðar og svo- leiðis,“ segir Elísa og bendir á að þetta hafi breyst. „Þetta er ekki þannig í dag, sem betur fer. Það er árið 2021 og í stærstu keppni í heimi, Miss Uni- verse, er verið að leita að góðri fyrirmynd. Það er verið að leita að ungri konu sem getur talað fyrir sig, sem hefur eitthvað að segja og getur verið hvatning fyrir ungt fólk og alla.“ Elísa segir að því miður sé til aragrúi af fegurðarsamkeppnum úti í heimi þar sem enn er lögð áhersla á ranga hluti. „Það eru til mörg hundruð keppnir og þetta er mjög mismunandi. Ég hef til dæmis farið Ætlar ekki að vera nein Barbie-dúkka í Ísrael Elísa nýtti tækifærið í Miss Universe Iceland til þess að ræða geðheilbrigðismál. MYND/AÐSEND Oddur Ævar Gunnarsson odduraevar @frettabladid.is á minni keppni í Kína og ég er ekki til í að mæla með henni,“ segir Elísa. „Því miður eru enn til keppnir úti í heimi sem eru með þetta hugarfar að það sé bara verið að leita að ein- hverri Barbie-dúkku.“ Horfði með mömmu sinni Í Miss Universe er lögð áhersla á að ræða mál sem skipta raunverulegu máli að sögn Elísu. Þannig ræddi Elísa meðal annars um geðheil- brigðismál í Miss Universe Iceland. „Ég er virkilega þakklát fyrir þenn- an vettvang og það var gífurlega mikil áhersla á það í keppninni að maður hefði eitthvað að segja.“ Elísa segist hafa haft áhuga á slíkum keppnum frá því hún var lítil. „Ég og mamma elskum kjóla og glimmer og glamúr og okkur fannst svo gaman að horfa á keppnirnar til að sjá kjólana,“ segir Elísa sem segist ætla að reyna að taka bara með sér fjórar ferðatöskur út. Þær verði þó líklegast fimm. „Þannig kviknaði áhuginn og svo þegar Miss Universe Iceland hóf göngu sína þá bara varð ég að prófa,“ segir Elísa, sem gafst aldrei upp og fór á endanum með sigur af hólmi. „Og keppnin er náttúrulega eins og Ólympíuleikarnir í þessum bransa.“ n Elísa hafði tekið þátt þrisvar áður þegar hún var krýnd. Elísa segir markmið keppn- innar að finna fyrirmynd. Elísa hefur fylgst með keppninni í mörg ár. 22.-28. NÓVEMBER Af yfir 1000 vörum 75%Afsláttur Allt að Af fartölvum Allt að 20% Afsláttur Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 66 Lífið 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.