Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 40
Ég horfi alltaf aðeins upp í rjáfur á þeim húsum sem ég dæmi í áður en ég tek dómara- kastið fyrir leik og hugsa um leið til þeirra sem ég sakna og eru horfnir á braut. Ég hef verið staddur á Öxnadals- heiðinni í blindhríð og hugsað með mér hvað ég væri nú búinn að koma mér í. 38 Íþróttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR Sigmundur Már Herbertsson er einn reyndasti körfuknatt­ leiksdómari Íslands og varð á dögunum leikjahæsti dómari Íslandssögunnar er hann dæmdi sinn 2.054. leik fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Sigmundur hefur bætt þremur leikjum í safnið síðan þá en ferill hans er einkar áhugaverður í ljósi þess að það var í raun tilviljun sem varð til þess að hann gerðist dómari árið 1994. „Á þessum tíma hafði ég dæmt leiki á æfingamótum og hjá yngri flokkum. Vinnufélagi minn á þess­ um tíma, harður Grindvíkingur, Jón Emil, pressaði á mig að fara á dómaranámskeið. Ég sá fram á það að ef ég myndi fara á dómaranám­ skeið á vegum Grindavíkur þá gæti ég ekki dæmt leiki fyrir Njarðvík eða Grindavík eins og þetta var sett upp þá. Það varð úr að ég fór á nám­ skeiðið en var skráður dómari fyrir Njarðvík.“ Sigmundur var leikmaður Njarð­ víkur á þessum tíma en fann að tekið var að fjara undan leikmanna­ ferli hans. Hann ákvað að slá til og tók dómarapróf árið 1994. „Það var sem sagt að frumkvæði vinnufélaga míns sem ég skráði mig á dómara­ námskeið hjá KKÍ og hef ekki litið til baka síðan.“ Ekki tími fyrir stress Sigmundur hafði nú tekið sín fyrstu skref sem körfuknattleiksdómari og í kjölfarið fékk hann sitt fyrsta tæki­ færi í efstu deild sem slíkur. Undir­ búningurinn fyrir hans fyrsta stóra próf var hins vegar knappur. „Ég man vel eftir fyrsta leiknum sem ég dæmdi í efstu deild. Þennan dag var leikur klukkan átta um kvöldið þar sem Keflvíkingar tóku á móti Valsmönnum. Á leikdeg­ inum sjálfum í aðdraganda leiksins forfallaðist einn dómarinn. Full­ trúi dómaranefndar KKÍ á þessum tíma hringdi í mig og ég var beðinn um að dæma. Ég fékk svona fimm mínútur til að undirbúa mig fyrir þennan fyrsta leik í efstu deild sem ég dæmdi með Kristjáni Möller.“ Sigmundur dreif sig í dómarabún­ inginn heima fyrir og hafði í raun ekki tíma til þess að vera stressaður fyrir sinn fyrsta leik í efstu deild. „Þegar ég mætti í hús blés Kristján í f lautuna og gaf til kynna að ein mínúta væri í að leikurinn yrði flautaður á. Ég hafði engan tíma til þess að vera stressaður, aðalmálið var að komast á leikstað áður en leikurinn átti að hefjast.“ Sigmundur hafði ekki tíma til þess að vera stressaður fyrir sitt fyrsta verkefni sem dómari í efstu deild og á nú að baki yfir tvö þúsund leiki sem dómari í verkefnum á vegum KKÍ. Verður hann stressaður fyrir leiki? „Nei, ég verð ekki stressaður fyrir leiki en ég fæ alveg fiðring í magann oftast. Það er hins vegar góð tilfinn­ ing sem tengist meira eftirvænt­ ingu. Fólki finnst það kannski ótrú­ legt þegar að ég segi þetta en mér finnst þetta svo ótrúlega skemmti­ legt starf. Ég væri náttúrlega löngu hættur ef mér fyndist þetta ekki skemmtilegt, annað væri bara geð­ veiki, sagt í góðri meiningu.“ Gengu á vegg Sigmundur segir einn eftirminni­ legasta leikinn á hans dómaraferli hingað til vera oddaleik karla­ liða KR og Grindavíkur í úrslitum úrslitakeppninnar árið 2009. Leik­ urinn fór fram á heimavelli KR í Frostaskjóli fyrir framan troðfullan sal af fólki. „Ég dæmdi þann leik með Kristni Óskarssyni. Fyrir leik hituðum við Lífsstíll að vera dómari Sigmundur Már Herbertsson er leikjahæsti körfuknattleiksdómari Íslandssögunnar. Hann hefur dæmt yfir tvö þúsund leiki á vegum KKÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is upp í hliðarsal þarna í höllinni og mér er það svo minnisstætt þegar við mættum inn í leiksalinn sjálfan fyrir leik. Það var svo mikill hiti þarna inni, við gengum eiginlega bara á vegg. Fjöldinn sem var þarna samankominn í salnum væri kol­ ólöglegur í dag, þetta voru rosalegar aðstæður.“ Leiknum lauk með eins stigs sigri KR sem tryggði sér Íslands­ meistaratitilinn. En það var ekki bara andrúmsloftið og umgjörðin sem gerði þennan leik að einum þeim eftirminnilegasta á ferli Sig­ mundar hingað til. „Liðsskipan liðanna sem voru að spila þarna á þessum tíma var líka rosaleg. Þarna voru samankomin svakaleg nöfn í íslenskri körfuboltasögu að berjast um þennan eftirsótta titil.“ Veðurtepptur í fjóra daga Körfuboltatímabilið á Íslandi teygir anga sína yfir hörðustu vet r a r má nuðina á ok kar óút­ reiknanlega landi hvað v e ð u r f a r v a r ð a r . Sigmund­ ur segist hafa verið h e p p i n n í geg nu m s i n n f e r i l og ekki orðið ve ðu r t e ppt u r oft, þó svo að það hafi jú komið fyrir. „Lengst var ég veð­ urtepptur á Ísafirði í eitt skiptið. Þá komst ég ekki heim í tæpa fjóra daga. Á þeim tíma komst maður varla á milli húsa, veðrið var það slæmt. Ferðalögin í tengslum við starfið hafa oft verið erfið. Ég hef verið staddur á Öxnadalsheiðinni í blindhríð og hugsað með mér hvað ég væri nú búinn að koma mér í.“ Hefur eignast góða vini Sigmundur segir tengsl við koll­ ega sína skipta miklu máli þegar kemur að samstarfi innan vallar en að framþróunin hafi verið þannig innan körfuboltahreyfingarinnar síðastliðin ár að auðvelt á að vera fyrir dómara að starfa saman þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert það áður. „Hjá FIBA og Körfuknattleiks­ sambandi Íslands er búið að sam­ ræma þetta starf það vel að við eigum að geta dæmt eins með nánast hvaða dómara sem er. Ég get tekið dæmi frá því að ég var að dæma í Evrópu. Þá dæmdi ég með dómurum sem voru að koma frá löndum á borð við Rússland og Serbíu en þrátt fyrir það mynduð­ ust tengsl auðveldlega okkar á milli og skilningur okkar á atriðum sem voru að eiga sér stað innan vallar var sá sami.“ Hann segir dómarahópinn hér á landi eiga í góðum og miklum samskiptum sín á milli, aðstoði 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.