Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 22
Arizona, Georgía, Michigan,
Pennsylvanía og Wisconsin,
verða aðalbarátturíkin í
forsetakosningunum árið
2024 ef marka má kann-
anir. Donald Trump undirbýr
framboð, en Joe Biden stefnir
á endurkjör.
kristinnhaukur@frettabladid.is
BANDARÍKIN Donald Trump, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseti, lét fyrir
skemmstu gera kannanir í fimm
lykilríkjum, sem hann sér sem tæki-
færi til þess að sigra Joe Biden árið
2024. Biden hefur þegar gefið það út
að hann hyggist stefna á endurkjör.
Samkvæmt gögnum sem miðill-
inn Politico hefur undir höndum
eru ríkin Georgía, Arizona, Mic-
higan, Wisconsin og Pennsylvanía.
Allt eru þetta ríki sem Trump vann
árið 2016 en tapaði fjórum árum
síðar. Hin þrjú síðastnefndu hafa
verið kölluð blái veggurinn eða
ryðbeltið og var mikið áfall fyrir
Demókrata að tapa á sínum tíma.
Það sama má segja um Georgíu, sem
Repúblikanar bjuggust alls ekki við
að tapa í fyrra.
Samkvæmt könnununum myndi
Trump vinna í öllum fimm ríkj-
unum, meðal annars með 12 pró-
sentum í Michigan. Hafa ber þó í
huga að kannanir gerðar af stjórn-
málamönnum sjálfum gefa sjaldn-
ast rétta mynd af niðurstöðum
kosninga. Athygli vekur þó að í
þessum fimm ríkjum er munurinn
minnstur í Georgíu, en þar leiðir
Trump aðeins með 3 prósentum
samkvæmt þessum könnunum.
Þetta rímar þó kannski við
almenna íbúaþróun í r íkjum
Bandaríkjanna. Fólki í minni-
hlutahópum er að fækka hlutfalls-
lega í ryðbeltinu og Repúblikanar
þar með að sækja á. Ekki aðeins í
umræddum ríkjum heldur í Minne-
sota, Ohio og Iowa einnig.
Að sama skapi er íbúaþróunin að
snúast Demókrötum í vil í suðrinu
og suðvestrinu. Ekki aðeins Georgíu
og Arizona heldur líta Demókratar
til þess að vinna Norður-Karólínu,
Utah og Texas á komandi árum eða
áratugum.
„Þessar kannanir sýna greini-
lega að Trump er enn þá 800 punda
górillan í Repúblikanaflokknum og
verður frambjóðandi flokksins árið
2024 ef hann vill það,“ sagði Tony
Fabrizio, forstjóri fyrirtækisins sem
framkvæmdi þær.
Búist er við því að Donald Trump
tilkynni formlega framboð sitt eftir
þingkosningarnar á næsta ári. En þá
eru töluverðar líkur á því að Demó-
kratar tapi annarri eða hugsanlega
báðum þingdeildum, sem myndi
gera Biden mun erfiðara fyrir að
stýra landinu.
Flestar kannanir sem gerðar hafa
verið á árinu benda til þess að Joe
Biden myndi örugglega sigra fram-
bjóðenda Repúblikana, hvort sem
það eru öldungadeildarþingmenn-
irnir Mitt Romney eða Ted Cruz,
eða þá ríkisstjórar á borð við Ron
De Santis og Nikki Haley. Undan-
tekningin á þessu er Trump, en
kannanir hafa verið á báða vegu
hvað varðar hugsanlega rimmu
þeirra. Nýjasta könnun YouGov,
frá því í byrjun mánaðar, sýnir að
mjótt er á munum og leiðir Biden
aðeins með 4 prósentum. n
Munurinn var mestur í
Michigan en minnstur
í Georgíu.
Horfir til fimm barátturíkja
Trump var mættur til Atlanta í Georgíu til þess að fylgjast með úrslitum hafnaboltadeildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
25% - 70%25% - 70%
BRANDSON.IS
SVARTUR
FRJÁDAGUR
RAFRÆNN
MÁNADAGUR
VANDAÐUR FATNAÐUR - ÍSLENSK HÖNNUN
LÍTTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP! LÍTTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP!
A F S L Á T T U RA F S L Á T T U R
bth@frettabladid.is
ÚTIVIST Mikil uppbygging er fram
undan á skíðasvæðum höfuðborg-
arsvæðisins. Keyptar verða fjórar
til fimm lyftur, þar af tvær til þrjár
stólalyftur. Fjárfest verður í tækjum
til snjóframleiðslu. Heildarfjárfest-
ingin nemur 5,1 milljarði.
Magnús Árnason, framkvæmda-
stjóri skíðasvæðis höfuðborgar-
svæðisins, segir komið að því að
stíga ný skref. Fyrstu tvær lyfturnar
komi árin 2022 og 2023. Árið 2024
muni snjóframleiðsla hefjast í Blá-
fjöllum og í Skálafelli ári síðar.
Verður það í fyrsta skipti sem snjór
verður framleiddur á skíðasvæðum
í nágrenni höfuðborgarinnar.
Magnús segir hægt að framleiða
snjó við frostmark. Mesta fram-
leiðnin sé ef frostið er 4-7 gráður.
Erfitt sé að vera sífellt háð úrkomu.
„Við erum fyrst og fremst að
reyna að tryggja meiri stöðugleika.
Við fáum hláku á hverjum einasta
vetri sem getur skemmt mun meira
fyrir okkur en ef það væri góður
grunnur, vegna snjóframleiðslu.“
Aðstæður til skíðaiðkunar muni
stórbatna við þessi skref.
„Við erum komin á þann stað að
hætta þessu klastri. Þetta mun þýða
verulega breytta tíma í fjöllunum,
miklu meiri breidd og stöðugleika,“
segir Magnús.
Í nýrri skýrslu Umhverfisstofn-
unar Evrópu er spáð að skíðasvæði
víða í Evrópu gætu orðið fyrir
búsifjum vegna veðrabreytinga sem
tengjast loftslagsbreytingum. Ekki
er vikið sérstaklega að Íslandi í þeim
efnum. Magnús segir að veturnir séu
mjög mismunandi. Þess vegna sé
tímabært að bregðast við með fyrr-
nefndum hætti. n
Stutt í snjóframleiðsluna í Bláfjöllum
Heildarfjárfesting stórátaks í uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðis-
ins nemur 5,1 milljarði króna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
20 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ