Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 14
Það getur verið erfitt að minnka neysluna þegar kemur að börn- unum okkar, enda viljum við að þau fái allt sem eykur þægindi þeirra og veitir þeim gleði. Af heimasíðu Barnaláns 309 þúsund manns nýttu sér þjónustu heilsu- gæslunnar í fyrra. Vinkonunurnar Sóley og Guðbjörg stofnuðu nýverið fyrirtækið Barnalán, þar sem fólki býðst að leigja barnadót eins og kerru, barnastól eða hoppirólu í stað þess að kaupa það. Þær segja deilihagkerfið nýtt á Íslandi, en að það sé framtíðin. lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Þær Sóley Dögg Haf- bergsdóttir, félagsráðgjaf i hjá Reykjavíkurborg, og Guðbjörg Ása Hrólfsdóttir, sem starfar sem sam- gönguverkfræðingur hjá Hnit verk- fræðistofu, hafa verið vinkonur í fjölda ára, eru nágrannar og eignuð- ust svo börn á sama tíma. Eftir að hafa verið í hreiðurgerð og fæðingarorlofi á sama tíma ákváðu þær að stofna fyrirtækið Barnalán sem er byggt á hugmyndafræði deili- hagkerfisins, en á vef fyrirtækisins geta einstaklingar leigt allar helstu meðgöngu- og barnavörur og þannig spornað gegn sóun. „Við erum svart og hvítt en pöss- um saman,“ segir Guðbjörg Ása, hlær, og heldur áfram: „Við sáum í fæðingarorlofinu hversu mikið dót fylgir þessum börnum og mikið af því er maður að nota í svo stuttan tíma. Ég upplifði það í það minnsta þannig að allar geymslur og hirslur fylltust fljótt.“ „Við erum að miða við að þjónust- an sé alger, það er, þegar þú pantar vöruna þá keyrum við hana heim til þín og svo þegar þú ert búin/n að nota hana þá sækjum við hana. Þetta er umhverfisvænni kostur en að kaupa, en þar að auki er þetta líka ódýrara. Það á að vera ódýrara að leigja hoppirólu í þrjá mánuði en að kaupa hana nýja,“ segir Sóley. Margir foreldrar þekkja það vel að kaupa eitthvað og svo selja það aftur, annaðhvort á netinu eða í endur- söluverslunum eins og Barnalopp- unni eða Gullinu mínu, en það er tímafrekt ferli og fólk með lítil börn þarf að ráðstafa tímanum vel. „Fólk í fæðingarorlofi hefur nóg að gera,“ segir Sóley og bætir við: „Sumir mikla þetta fyrir sér og ég til dæmis endaði alltaf á því að gefa mitt dót, lána það eða geyma það í geymslunni. Þaðan kemur pæl- ingin.“ Þær segja að í dag séu f lestir að hugsa meira um umhverfið og hvernig þau geti lagt sitt af mörkum til að minnka áhrifin sem neysla þeirra hefur á umhverfið. „Það getur verið erfitt að minnka neysluna þegar kemur að börnunum okkar, enda viljum við að þau fái allt sem eykur þægindi þeirra og veitir þeim gleði. Barnalán er okkar fram- lag til að leysa þennan vanda,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins. Þær segja að fyrirkomulagið verði þannig að þær kaupi inn hluti sem verða svo í leigu, en ekki verður í boði svokölluð umboðsleiga þar sem fólk getur skráð hlutina sína til leigu. „Þetta eru hlutir sem við kaupum og þannig tryggjum við uppruna varanna og getum ábyrgst gæði þeirra. Við höfum heyrt sögur af því að fólk sé að kaupa notað og þegar eitthvað er skemmt er það ekki í ábyrgð. Við viljum ábyrgjast það sem við verðum með til leigu og viljum þess vegna kaupa það nýtt,“ segir Sóley. Hún segir að innifalið í leigu- verðinu sé trygging og akstur, nema sé verslað undir f imm þúsund krónum, þá þarf að greiða sérstak- lega fyrir það. Þær segja að til að byrja með verði aðeins hægt að leigja stóra hluti eins og ömmustól, baðsæti, baby brezza vélar, gönguvagn, kerrur, leikmottu og snúningslak, en að planið til lengri tíma sé að bjóða, til dæmis, upp á leigu á fatapökkum og jóla- fatnaði, fötum fyrir myndatökur og búningum. Lágmarksleigutími er mánuður á flestum vörum en svo eru einstakar vörur sem er hægt að leigja í dag- leigu, eins og ferðakerra og göngu- poki. Þær segja að með leigunni geti fólk minnkað „startkostnaðinn“ sem fylgi því að eignast barn. „Ef þú ert með magakveisubarn og þarft ömmustól með titring, eða ert með pelabarn og þarft pelavél. Þá er hagstæðara að leigja þetta í stuttan tíma en að kaupa þetta á fullu verði,“ segir Sóley, sem segir að þetta geti líka verið tækifæri til að prófa eitt- hvað í mánuð áður en fest eru kaup á mjög dýrri vöru. Hægt er að skoða úrvalið á vefn- um barnalan.is. ■ Betra að leigja barnadót en að kaupa Guðbjörg og Sóley hafa verið vinkonur í langan tíma og eignuðust svo börn á sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Skoðaðu úrvalið á www.forlagid.is innanlands á öllum bókum í vefverslun alla helgina 26.–29. nóv. Frí heimsending benediktboas@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Það er skýrt mark- mið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þeir sem verði fyrir kyn- ferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu,“ segir Rannveig Þórisdóttir, sviðs- stjóri þjónustusviðs ríkislögreglu- stjóra. Lögreglan birti í gær upp- lýsingar um tilkynnt kynferðisbrot það sem af er þessu ári. Þar kemur fram að árið 2020 voru færri nauðganir tilkynntar til lög- reglu en árin á undan, en á sama tíma fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum. Þá hefur hlutfall barna í hópi þolenda kynferðisof beldis vaxið síðustu ár og voru börn 61 prósent brotaþola í málum sem tilkynnt voru á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Tilkynningum um barnaníðsbrot hefur fjölgað og eru það sem af er ári 36 talsins. Tilkynningar vegna kyn- ferðisbrota gegn börnum voru 134 talsins árið 2020 en að meðaltali 98 á ári þrjú árin þar á undan. Að meðaltali er tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði, en fjöldi til- kynntra kynferðisbrota til lögreglu það sem af er ári er um 560. Karlar eru í meirihluta þeirra sem grun- aðir eru um kynferðisbrot og flestir brotaþolar eru konur. Það sem af er ári voru karlar grunaðir í 94 prósentum brota og konur í 6 pró- sentum brota. Í nauðgunarmálum eru konur 93 prósent brotaþola. ■ Kynferðisbrotum gegn börnum fjölgar Í gær var alþjóð- legur baráttu- dagur gegn kyn- bundnu ofbeldi sem markaði upphaf 16 daga átaks gegn kyn- bundnu ofbeldi í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Hver íbúi á Íslandi átti að meðaltali samskipti við heilsugæsluna sjö sinnum á síðasta ári. Heildarfjöldi skráðra samskipta hjá heilsugæslunni var í fyrra 2,6 milljónir, árið á undan voru skráð samskipti 2,2 miljónir. Skráð sam- skipti eru viðtöl, vitjanir, símtöl og rafræn samskipti. Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni Embættis landlæknis. Um 309 þúsund einstaklingar nýttu sér þjónustu heilsugæslunnar á síðasta ári, eða rúmlega 84 prósent landsmanna. 61 prósent íbúa lands- ins áttu viðtal við lækni á heilsu- gæslustöð. Langstærsti hópurinn sem kemur á heilsugæsluna eru börn undir eins árs. Að meðaltali átti hvert barn yngra en eins árs að jafnaði meira en fimm komur á heilsugæslu. Stór hluti komanna er í ung- og smá- barnaeftirlit. ■ Börn koma oftast á heilsugæsluna Börn undir eins árs koma oftast á heilsugæsluna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 12 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.