Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 88
Baráttan gegn ofbeldi skiptir gríðarlegu máli fyrir allt samfélagið. Hver er uppáhalds Íslendinga- sagan þín og af hverju? Naut Njálu á Njálsgötu Rósa Kristinsdóttir einn stofn- enda Fortuna Invest „Af mörgum fram- úrskarandi sögum verð ég að segja Njála. Þar vegur l ík lega þy ngst kvenskörungurinn óútreiknanlegi Hallgerður Langbrók,“ segir Rósa Kristinsdóttir, einn stofnenda For- tuna Invest – fræðsluvettvangs um fjármál, sem hefur vakið gríðarlega athygli með umdeildri Instagram- færslu um Gísla sögu Súrssonar. „Hún svaraði heldur betur fyrir sig þegar hún upplifði óásættanlega framkomu frá eiginmönnum sínum, framkomu sem ætla má að mörgum hafi þótt eðlileg í þá daga og reyndar víða talsvert lengur. Þótt ég hafi að vísu ekki tekið allar hennar athafnir til fyrir- myndar í eigin lífi, og sem betur fer ekki verið tilefni til, birtist hún sem sterk kvenpersóna sem tók pláss og lét ekki allt yfir sig ganga. Mér finnst ekki ólíklegt að hún hafi veitt fjölda kvenna innblástur. Brennu-Njálssaga öll veitti mér raunar svo mikinn innblástur að ég tók málið alla leið og flutti á Njáls- götu haustið 2017. Þar bjó ég í fjögur ár í góðu yfirlæti með bókina í hill- unni.“ n Getur það verið útsjónarsemi frekar en svindl að tengja forrit við tölvukerfið Golfbox til þess að næla sér í hentugan rástíma? odduraevar@frettabladid.is Henry Alexander Henrysson siðfræðingur Þegar við tölum um svindl erum við y f irleitt að vísa til þess að einhverjum hafi tekist að fara á svig við reglur til að koma sér í betri stöðu heldur en aðrir, eða til að fá einhver gæði í hendurnar, sem þar af leiðandi skiptast ekki jafnt niður. Það þarf nú ekki alltaf sérfræð- inga til að bera kennsl á það hvort einhver hafi svindlað eða ekki. Börn eru oft bestu aðilarnir til að segja til um svindl, hvort sem það er á leik- vellinum eða við jólatréð. Börn eru einnig f ljót að koma auga á hvort afsakanir eða útskýringar í kjölfar þess að svindl kemst upp, halda vatni eða ekki. Ein slík útskýring um hvers vegna ekki sé um svindl að ræða, sem mikið er notuð meðal fullorðinna, er að óheiðarleikinn sé ekkert annað en útsjónarsemi. Viðkomandi finnst þá að þau gæði sem hann kemst í á kostnað annarra, sé í raun ekk- ert annað en það sem hann verð- skuldar. Það að hann hafi komið sér í betri stöðu í tilteknu máli, byggist í raun ekki á neinu öðru en að hann sé þegar kominn í betri stöðu, í krafti leikni sinnar og hyggjuvits. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir smáatriðum í málinu sem komst nýlega í fréttirnar varðandi rástím- ana í golfinu, þá virðist það að mörgu leyti sígilt dæmi um það þegar farið er á svig við reglur til að koma sér í betri stöðu. Hver veit nema það megi finna göt í reglunum og að þessi göt hafi verið nýtt?, en svindl snýst ekki einungis um að brjóta reglur. Svindl snýst um það þegar maður gefur sjálfum sér forskot, eftir leiðum sem maður vill ekki innst inni að verði almennt stundaðar. n Mögulega svindl að fara holu í höggi fram hjá reglum Golfsveiflur á svig við reglur geta verið siðferðislega vafasamar, fRéttAblAðið/Anton bRinK n Lykilspurningin n Hvað er að frétta? n Sérfræðingurinn Baráttukonan Sólborg Guð- brandsdóttir segist hvergi nærri hætt baráttu sinni gegn kynferðisofbeldi og fávitum hvers konar og heggur nú í sama knérunn með bókinni Aðeins færri fávitar, sjálf- stæðu framhaldi Fávita, sem var víða tekið fagnandi og fegins hendi í fyrra. odduraevar@frettabladid.is Sólborg Guðbrandsdóttir vakti landsathygli fyrir fimm árum þegar hún stofnaði Instagram-síðuna Fávitar, þar sem markmiðið var að varpa ljósi á ósæmilegar skeyta- sendingar ókunnugra karlmanna til kvenna á samfélagsmiðlum. Sólborg segir margt hafa breyst á þessum árum. „Almennt séð finnst mér umræðan og vitundarvakning- in um kynferðisof beldi og of beldi á netinu vera meiri. Það virðist þó vera mjög langt í land og breyting- arnar gerast hægt. Við þurfum að koma kennslunni um kynheilbrigði og heilbrigð samskipti almennilega að í skólakerfinu okkar, og þá er ég viss um að margt muni breytast til hins betra á næstu árum og ára- tugum.“ Kerfisbundið ofbeldi Sólborg segist sjálf hafa lært margt á þessum árum og skilji nú betur að ofbeldi sé kerfis- og menningar- bundið vandamál. „Við þurfum að skoða og reyna að skilja hvað það er sem fær fólk til að beita hvert annað of beldi og hvers vegna því fylgja ekki meiri afleiðingar og úrræði. Ég hef líka lært það að vilji maður sjá breytingar þá verði maður sjálfur að vera breytingin. Þess vegna er ég enn að. Baráttan gegn of beldi skiptir gríðarlegu máli fyrir allt samfélagið,“ segir Sólborg. Samskipti og sjálfsþekking Sólborg svarar vangaveltum ungl- inga um samskipti kynjanna í nýju Fávitabókinni. „Fyrri bókin var samansafn af kynfræðslutengdum spurningum sem ég hafði fengið sendar til mín á samfélagsmiðlum og á fyrirlestrum. Þessi bók fjallar að mestu leyti um samskipti og sjálfsþekkingu og í henni svara ég vangaveltum ungl- Sólborg berst áfram gegn fávitum Sólborg lemur áfram á fávitunum í nýrri fræðslubók um samskipti kynjanna. MyndiR/AðsendAR Sólborg tekur á samskiptum og sjálfsþekkingu í Aðeins færri fávitar. Oddur Ævar Gunnarsson odduraevar @frettabladid.is inga um samskipti kynjanna: við- reynslu, kynlíf, sambönd og sjálfs- öryggi og reyni að leggja áherslu á að efla sjálfsmynd þeirra og öryggi í samskiptum.“ Saknar ekki Instagramsins Sólborg segir að vinnan við Aðeins færri fávita hafi verið bæði skemmtileg og krefjandi. „Þetta tók lengri tíma en með þá fyrri. Mér finnst samt ekki lýjandi að fræða. Fræðslan er jákvæða og hvetjandi hliðin á teningnum og hún dregur úr of beldi,“ segir Sólborg og bætir við að hins vegar hafi henni þótt erfitt að halda Instagram-síðunni úti. „Þar var ég í stöðugum rökræðum við fólk og tók á móti ógrynni sagna af kynferðisofbeldi. Ég lokaði á það eftir fimm ár þegar ég gat hreinlega ekki meira og fann út úr því hvað ég gæti þá gert í staðinn.“ Sólborg segir aðspurð að mikill áhugi sé á fræðslu sem þessari, hvort sem hann tengist bókunum hennar eða öðru. „Á hverju ári verða börn að unglingum og þau hafa svipaðar vangaveltur um þessa hluti og þau sem á undan komu. Við erum aldrei búin að fræða. Heimurinn og samfélagið er stöð- ugt að þróast og við þurfum að hafa okkur öll við svo okkur takist að fylgja með. Bækurnar eru góð leið til að opna á umræður um þessi málefni heima fyrir og ég er viss um að þær svara mörgum spurningum unga fólksins okkar.“ n Haraldur Ari Stef- ánsson leikari, fer mikinn í spennu- þ á t t a r ö ð i n n i Ófærð 3 þessar v i k u r n a r. Þ a r fer okkar maður me ð h lu t ve r k mótorhjólakappa í seríunni, sem gerist fyrir austan og norðan að venju. „Það er fátt annað sem kemst að þessa dagana en biðin eftir barni sem ætlaði að láta sjá sig fyrir nokkrum dögum,“ segir Haraldur. Hann bíður spenntur ásamt kær- ustunni sinni, Kristjönu Sæunni Ólafsdóttur, eftir að fá lítinn sólar- geisla í skammdegisdrungann og næðinginn í aðdraganda aðvent- unnar. n Haraldur Ari Stefánsson 62 Lífið 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFréttabLaðiðLíFið FréttabLaðið 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.