Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 36
Alþingi verður að hafa í sér dug og setja nýja löggjöf um upp- byggingu mikilvægra innviða. Þarfasti þjónninn kom okkur í gegnum hungur og harðæri dimmra alda. Og hver eru launin? Í dag er ein lína sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum. Fari hún úr rekstri er engum öðrum leiðum til að dreifa. Atvinnurekstri og heim- ilum er veruleg hætta búin komi upp alvarleg tilvik straumleysis. Flutningsgetan annar ekki þörf og hafa Suðurnesin orðið af uppbygg- ingu og atvinnutækifærum þar sem fyrirtækjum hefur verið neitað um raforku þar sem innviðirnir eru sprungnir, orkan fæst ekki f lutt. Í 18 ár hefur nú verið barist fyrir af hendingaröryggi raforku með lagningu Suðurnesjalínu 2 en vegna þriggja landeigenda og sjö manna sveitarstjórnar í Vogum á Vatns- leysuströnd er framkvæmdin stopp. Þessi fámenni hópur kemur í veg fyrir að 30 þúsund manna samfélag búi við orkuöryggi. Framkvæmd sem er hornsteinn mikillar upp- byggingar sem fram undan er, svo sem við orkuskipti með hliðsjón af staðsetningu Keflavíkurflugvallar og vistvænan auðlindagarð. Þvergirðingsháttur fárra kemur í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum og hefur málarekstur fyrir dómstólum og úrskurðar- nefndum engu skilað. Á Ásbrú og Kef lavíkurf lugvelli eru varnar- mannvirki á vegum Landhelgisgæsl- unnar og NATÓ og varða sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra Íslands. Staðan er grafalvarleg og fer að varða almannavarnir á Suðurnesjum bregðist Alþingi ekki við lagafrumvarpi greinarhöfundar um framkvæmdaleyfi til handa Landsneti fyrir Suðurnesjalínu 2. Frumvarpið er í skráningu og verður lagt fram ekki síðar en í næstu viku. Ábyrgð Alþingis er algjör og verður þingið að taka skipulagsvald af sveit- arfélaginu í þessu mikilvæga máli ef ekki á illa að fara. Mati á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar lauk með áliti Skipulagsstofnunar 22. apríl 2020 en í því var fjallað ítarlega um aðal- valkost framkvæmdaraðila, auk fimm annarra valkosta. Þrátt fyrir þetta hafa orðið óútskýrðar tafir á framkvæmdaleyfum vegna fram- kvæmdarinnar. Í því sambandi verður einnig að horfa til þess að Varðar staða í raforkumálum á Suðurnesjum þjóðaröryggi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Á dögunum dreifðu Animal Welfare Foundation, Þýzkalandi, og Tier Schutz Bund Zuerich, Sviss, 126 síðna skýrslu, ásamt myndbandi, um blóðmerahald á Íslandi, en þessi dýraverndunarsamtök höfðu unnið að rannsókn blóðmerahaldsins hér í 2 ár. Í f lestum eða öllum öðrum ríkj- um Evrópu fyrirbyggja reglur og lög um dýravernd og dýravelferð þetta blóðmerahald. Evrópuþingið er líka búið að samþykkja lög um dýravelferð, þar sem allur innflutningur á kjöti og afurðum úr blóðmerahaldi er bannaður. Þessi lög eiga að taka gildi 2023-2024. Einu löndin, sem blóðmerahald er leyft í, eru því í Suður Ameríku; Arg- entínu og Úrúgvæ. Í þessum löndum líðst blóðmerahaldið, enda velferð dýra þar varla á dagskrá, hvað þá hátt skrifuð, og dýravernd á lægsta plani. Við Íslendingar erum þarna í góðum félagskap. Fyrir hönd okkar Jarðarvina skrifaði ég grein í blöðin í febrúar 2020, um það heiftarlega ofbeldi og dýraníð, sem á sér stað í blóðmera- haldi. Fyrirsögn var „170 tonn af blóði“. Er greinin enn á netinu. Ég byggði rannsókn mína á gögnum og myndböndum frá Suður Ameríku, en, ef t.a.m. „Blutfarmen“ eða „Blutstuten“ er slegið inn á Google, liggja þar myndskeið fyrir, sem sýna ofbeldið og misþyrming- arnar, sem blessaðar hryssurnar verða fyrir. Ég ályktaði í grein minni, að aðfarirnar og ofbeldið við blóðtöku hér væru svipaðar, enda verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryss- um, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur! Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!? Hræðsla og æsingur dýrsins byrj- ar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar blóðtöku- menn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama of beldinu, viku eftir viku, í 8-9 vikur. Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmera- hald er ekki til! Skýrslan og myndbandið, sem AWF og TSB dreifðu um síðustu helgi, sýna svo og sanna, að álykt- un mín var rétt: Aðfarir íslenzkra bænda og dýralækna, alla vega margra þeirra, er ekki skömminni skárri, en gerist í Suður Ameríku. Hér á Íslandi á það að heita, að húð hryssu sé staðdeyfð fyrir blóð- töku. Munu þar vera eiðsvarnir dýralæknar, sem vinna á vegum Ísteka – sem að þessari starfsemi allri stendur og græðir á því offjár – sem framkvæma deyfingu og blóð- töku. Er erfitt að átta sig á sjálfsvirð- ingu, starfsvirðingu og virðingu þessara dýralækna fyrir lifandi dýr- unum. Eins má velta fyrir sér, hvers konar menn þeir bændur eru, sem leggja sig niður við þetta lágkúru- lega dýrahald. Eru þetta kannski léttteknir pen- ingar, og mega þá siðferði, mannúð og virðing við sínar eigin skepnur, sem hafa tilfinningar, eins og við, fara lönd og leið? Tækniháskóli í Virginíu í Banda- ríkjunum, sem vinnur að stöðlum fyrir notkun dýra í tilraunum og matvælaiðnaði, telur, að ekki megi tappa meira blóði af hryssu, en sem nemur 10% af heildarblóðmagni hennar og það mest á fjögurra vikna fresti. Af íslenzkum hryssum er hins vegar tappað sem nemur 15% af blóðmagni þeirra, 5 lítrum af 35-37 lítrum, vikulega! Það sýnir okkur nokkuð, hver afstaða íslenzkra stjórnvalda – í þessu tilviki Matvælastofnunar (MAST) og landbúnaðarráðherra – er, til dýrahalds, sem byggir á ofbeldi og misþyrmingum dýra, að blóðmerahaldið hefur verið leyft hér í 40 ár. Það breytti líka engu, þó að við, Jarðarvinir, hefðum lagt fyrir stjórnendur MAST, yfirdýralækni og ráðherra, skýr gögn, sem bentu til dýraníðs í blóðmerahaldi. Gam- alli aðferð var beitt: Að þegja málið í hel. Samúð með blessuðum dýr- unum í lágmarki, en meðvirkni og stuðningur við Ísteka og bændur í hámarki. Skyldi MAST hafa ruglast í ríminu með það, hvert hlutverk þeirra er, hverjar skyldur þeirra eru og gagnvart hverjum? Þetta að lokum: Tvær stofnanir veita leyfi fyrir þessari blóðmera- óiðju; MAST fyrir blóðtökunni og Lyfjastofnun fyrir hormónavinnsl- unni úr blóðinu. Þegar við leituðum á MAST með það, á hvaða lagagrundvelli leyfis- veitingin til blóðtökunnar byggð- ist, gaf stofnunin upp reglugerð nr. 279/2002. Þar reyndist þó sá galli á gjöf Njarðar, að þessi reglugerð nær aðeins til „dýratilrauna“, og ekki til fjöldaframleiðslu á blóði. Leyfisveitingin var því út í hött, og við kröfðumst þess, að frekari leyfi yrðu ekki veitt. Þá snéru Ísteka og MAST sig, að því er virtist bara bræðralega, út úr þessum greinilega laga- og leyfis- grundvellis-skorti með því, að full- yrða, að í millitíðinni hefði komið í ljós, að ekkert leyfi þyrfti fyrir blóð- tökunni. Í 40 ár þurfti leyfi, en þegar á leyfisgrundvöll reyndi, og hann reyndist ekki til staðar, hét það einfaldlega: Þessi blóðtaka er ekki leyfisskyld. Þarfasti þjónninn kom okkur í gegnum hungur og harðæri dimmra alda. Og hver eru launin? Heiftarlegt blóðmerahald og kvalræði útihalds. 60.000 hestar hafa ekkert þak yfir höfuðið og fæstir hafa aðgang að manngerðum skjólvegg, minnst 2 metra háum, sem veitir skjól fyrir helztu áttum, sem þó er lögboðið. Skjólveggir kosta peninga. Yfir hundrað dýr, líka folöld og trippi, urðu úti í fárviðri í hittiðfyrra. Og, við þurfum að láta útlendinga benda okkur á aumingjaskapinn. Miklir andskotans aumingjar erum við! n Drottinn, hví skapaðir þú okkur andskotans aumingja? Ole Anton Bieltvedt stofnandi og for- maður Jarðarvina umrædd sveitarfélög höfðu áður gefið út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar sem ógilt voru á grundvelli þess að ekki hefði verið fjallað nægjanlega um jarðstrengs- valkosti í mati á umhverfisáhrifum. Úr þeim ágalla hefur nú verið bætt og niðurstaðan er sú að aðalval- kostur sé heppilegastur með tilliti til kostnaðar og náttúruvárhættu á svæðinu. Vegna aukinna jarðhræringa á svæðinu var í kjölfar mats á umhverfisáhrifum farið í frekari skoðun á mögulegum áhrifum eld- gosa og jarðhræringa á fyrirhuguð mannvirki. Niðurstöður þeirrar skoðunar eru að loftlína sé mun öruggari valkostur en jarðstrengur við þær aðstæður sem er að finna á leið Suðurnesjalínu 2. Hvað varðar eldsumbrot og hraunrennsli er áhættan talin mjög sambærileg fyrir þá valkosti sem eru til skoðunar. Þar sem tíðni jarðhræringa á svæðinu með varanlegum höggunarhreyf- ingum eða mögnunar á hreyfingu við sprungubrúnir er umtalsvert meiri en tíðni eldgosa er talið rétt að miða frekar við slíka atburði við mat á líkum og jarðfræðilegri hættu við Suðurnesja línu 2. Frá því að málið var fyrst lagt fram hófst eld- gos í Geldingadölum í Fagradalsfjalli föstudagskvöldið 19. mars 2021. Það ætti að setja málið allt í samhengi við þær hamfarir og ábendingar sem Landsnet hefur sett fram. Alþingi verður að hafa í sér dug og setja nýja löggjöf um uppbyggingu mikilvægra innviða. Að sveitarfélög, eða örfáir einstaklingar, geti komið í veg fyrir það árum og áratugum saman að innviðaframkvæmdir eins og lagning vega, flutningskerfi raf- orku, línur og möstur fyrir fjarskipti rísi ekki er óásættanlegt. Suðurnes- jalína 2 er framkvæmd sem er mikil- væg út frá þjóðarhagsmunum og er orðin svo brýn að sveitarstjórnar- menn á Suðurnesjum hafa beint áhyggjum sínum til þjóðaröryggis- ráðs. Grípa þarf í taumana í þessu mikilvæga máli til að koma í veg fyrir frekari tafir á uppbyggingunni og f lýta því að framkvæmdir geti hafist. n 34 Skoðun 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.