Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 4
Óslóartréð skreytt
Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru þessa dagana að skreyta Óslóartréð á Austurvelli, en jólaljósin verða svo tendruð á sunnudaginn, sem er fyrsti sunnu-
dagur í aðventu. Tréð er að þessu sinni um 70 ára gamalt, 14 metra hátt sitkagrenitré. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
SVARTUR
FÖSTUDAGUR
30%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM ALLA HELGINA
KÓÐI Í VEFVERSLUN:
SVARTUR
LINDESIGN.IS
hoddi@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnusamband
Íslands mun ekki gefa upp hvernig
starfslokum Eiðs Smára Guðjohn
sen hjá sambandinu er háttað. Í
svari til Fréttablaðsins kemur fram
að greiðslur til Eiðs Smára við starfs
lok séu trúnaðarmál.
Greint var frá því seint á þriðju
dagskvöld að KSÍ og Eiður Smári
hefðu verið á sama máli um að
binda enda á samstarfið. Ákvæði
var í samningi Eiðs Smára, sem KSÍ
mun virkja 1. desember. Þá verður
samningi hans sagt upp, en slíkt
ákvæði var í samningi sem Eiður
Smári skrifaði undir sem aðstoðar
þjálfari landsliðsins fyrir tæpu ári
síðan.
„Það er fjallað um skilmála vegna
starfsloka í ráðningarsamningi KSÍ
við Eið Smára og eftir þeim er unnið,
án þess að við séum að fara nánar
út í hvernig þeir skilmálar eru, enda
slíkur samningur trúnaðarmál,“
segir í skrif legu svari frá KSÍ við
fyrirspurn Fréttablaðsins.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari
landsliðsins, er með sama ákvæði
í samningi sínum en uppsagnar
ákvæðið er í gildi frá 1. til 15. desem
ber. Ekkert bendir þó til að KSÍ
muni nýta sér það ákvæði í samn
ingi Arnars. n
Starfslok Eiðs Smára trúnaðarmál
Eiði Smára Guðjohnsen var vikið úr
starfi á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Rúmlega fjórðungur af 97
bílum í þjónustu velferðar
sviðs Reykjavíkurborgar er á
nagladekkjum, þvert á stefnu
gegn notkun nagladekkja í
borginni. Tíu sorphirðubílar
og fjórir aðrir þjónustubílar
verða á nagladekkjum.
gar@frettabladid.is
REYKJAVÍKURBORG Á næstu vikum
verða nagladekk tekin undan 27
bílum sem velferðarsvið hefur í
þjónustu sinni. Þetta kemur fram í
svari við fyrirspurn Fréttablaðsins
um bíla á nagladekkjum hjá borg
inni.
Fréttablaðið sagði frá því 29. októ
ber að vegfarendur hefðu veitt því
athygli að bíll merktur Reykjavíkur
borg væri á nagladekkjum, þrátt
fyrir yfirlýsingar borgarinnar um að
nagladekk væru óþörf innan borgar
landsins og skaðleg umhverfinu að
auki. Fékkst upplýst frá borginni þá
að tveir til þrír bílar á hennar vegum
væru á undanþágu sem eftirlitsbílar
í sólarhringsþjónustu.
Haft var eftir Hjalta J. Guðmunds
syni, skrifstofustjóra hjá borginni,
að engar líkur væru á því að f leiri
bílar á vegum borgarinnar yrðu
settir á nagladekk í vetur.
Til að forvitnast nánar um málið
sendi Fréttablaðið borginni fyrir
spurn varðandi nagladekkin, fyrir
24 dögum. Svar barst í þessari viku.
Kemur á daginn að alls eru 41 bíll á
vegum borgarinnar á nagladekkjum
en ekki aðeins tveir eða þrír eins og
fyrst var sagt. Fyrir utan fimm bíla
sem tengdir eru skíðasvæðunum.
„Velferðarsvið hefur tekið bíla á
rekstrarleigu undir heimaþjónustu
og aðra þjónustu, vítt og breitt um
borgarlandið og reyndust 27 af þeim
vera á nagladekkjum, en allir eiga
þeir pantaða tíma á næstu dögum
og vikum þar sem skipt verður í
aðra tegund af vetrardekkjum,“
segir í svari Evu Bergþóru Guðbergs
dóttur, teymisstjóra samskiptasviðs
borgarinnar. Segir Eva samninga við
rekstrarleigur vera „í skoðun“.
Enn fremur segir Eva að í vetur
verði tíu sorpbílar á nagladekkjum.
„Þá eru fjórir bílar á nagladekkjum
hjá umhverfis og skipulagssviði,
sem notaðir eru sem undanfarar
til að kanna færi og aðstæður, oft á
nóttu og snemma morguns,“ segir í
svari hennar.
„Sorphirðubílar eru á ferðinni
í húsagötum áður en vetrarþjón
ustu er lokið og sorphirðufólk er
að störfum í kringum aðra bíla í
hálku,“ svarar Eva síðan, aðspurð
hvers vegna sorpbílarnir og undan
farabílarnir svokölluðu séu á nagla
dekkjum.
„Í vetur er ráðgert að kanna sér
stök dekk fyrir stóra bíla eins og
sorphirðubílana. Skipt verður um
á einum til að byrja með og kannað
hvernig það reynist,“ bætir hún við.
Varðandi nagladekkin á rekstrar
leigubílum velferðarsviðs, segir Eva
að oft þegar bílar eru leigðir séu þeir
afhentir á nöglum.
„Umsjónarmenn þurfa að taka
það sérstaklega fram að þeir eigi
að vera á góðum vetrardekkjum en
ekki nöglum. Ef það ferst fyrir þarf
að senda bílana aftur í leigurnar eða
semja um umskipti.“ n
Borgin uppgötvaði nagla á
bíldekkjum velferðarsviðs
Þessi pallbíl frá borginni var kominn á nagladekk 28. október, sem er reyndar
fjórum dögum áður en slíkt er leyfilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Allir eiga þeir pantaða
tíma á næstu dögum
og vikum þar sem
skipt verður í aðra
tegund af vetrardekkj-
um.
Eva Bergþóra
Guðbergsdóttir,
teymisstjóri
samskiptasviðs
borgarinnar
helgivifill@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Um þriðjungur af tekjum
líftæknifyrirtækisins Ísteka skilaði
sér í hagnaði. Ísteka, sem nýtir gjafa
blóð úr hryssum til að framleiða
frjósemislyf fyrir svínabændur,
hagnaðist um 592 milljónir árið
2020 og 507 milljónir 2019. Fyrir
tækið, sem velti 1,7 milljörðum
króna í fyrra, hefur lengi verið í
góðum rekstri og greiddi sér 300
milljónir króna í arð í fyrra.
Ísteka hefur sætt gagnrýni eftir að
svissnesku dýraverndarsamtökin
Animal Welfare Foundation birtu
myndband, sem sýnir blóðtöku úr
fylfullum hryssum á sveitabæ hér
lendis.
„Stjórnendum og starfsfólki
Ísteka mislíkar verulega þessi
vinnubrögð við framleiðslu á vöru
fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng
skilyrði okkar til dýravelferðar. Við
höfum nú þegar hafið innri rann
sókn á birgjunum og atvikunum,“
sagði í tilkynningu. n
Ísteka hagnaðist
um 592 milljónir
Arnþór Guð-
laugsson,
framkvæmda-
stjóri Ísteka
2 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ