Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 4

Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 4
Óslóartréð skreytt Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru þessa dagana að skreyta Óslóartréð á Austurvelli, en jólaljósin verða svo tendruð á sunnudaginn, sem er fyrsti sunnu- dagur í aðventu. Tréð er að þessu sinni um 70 ára gamalt, 14 metra hátt sitkagrenitré. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SVARTUR FÖSTUDAGUR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA KÓÐI Í VEFVERSLUN: SVARTUR LINDESIGN.IS hoddi@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Knattspyrnusamband Íslands mun ekki gefa upp hvernig starfslokum Eiðs Smára Guðjohn­ sen hjá sambandinu er háttað. Í svari til Fréttablaðsins kemur fram að greiðslur til Eiðs Smára við starfs­ lok séu trúnaðarmál. Greint var frá því seint á þriðju­ dagskvöld að KSÍ og Eiður Smári hefðu verið á sama máli um að binda enda á samstarfið. Ákvæði var í samningi Eiðs Smára, sem KSÍ mun virkja 1. desember. Þá verður samningi hans sagt upp, en slíkt ákvæði var í samningi sem Eiður Smári skrifaði undir sem aðstoðar­ þjálfari landsliðsins fyrir tæpu ári síðan. „Það er fjallað um skilmála vegna starfsloka í ráðningarsamningi KSÍ við Eið Smára og eftir þeim er unnið, án þess að við séum að fara nánar út í hvernig þeir skilmálar eru, enda slíkur samningur trúnaðarmál,“ segir í skrif legu svari frá KSÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, er með sama ákvæði í samningi sínum en uppsagnar­ ákvæðið er í gildi frá 1. til 15. desem­ ber. Ekkert bendir þó til að KSÍ muni nýta sér það ákvæði í samn­ ingi Arnars. n Starfslok Eiðs Smára trúnaðarmál Eiði Smára Guðjohnsen var vikið úr starfi á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rúmlega fjórðungur af 97 bílum í þjónustu velferðar­ sviðs Reykjavíkurborgar er á nagladekkjum, þvert á stefnu gegn notkun nagladekkja í borginni. Tíu sorphirðubílar og fjórir aðrir þjónustubílar verða á nagladekkjum. gar@frettabladid.is REYKJAVÍKURBORG Á næstu vikum verða nagladekk tekin undan 27 bílum sem velferðarsvið hefur í þjónustu sinni. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um bíla á nagladekkjum hjá borg­ inni. Fréttablaðið sagði frá því 29. októ­ ber að vegfarendur hefðu veitt því athygli að bíll merktur Reykjavíkur­ borg væri á nagladekkjum, þrátt fyrir yfirlýsingar borgarinnar um að nagladekk væru óþörf innan borgar­ landsins og skaðleg umhverfinu að auki. Fékkst upplýst frá borginni þá að tveir til þrír bílar á hennar vegum væru á undanþágu sem eftirlitsbílar í sólarhringsþjónustu. Haft var eftir Hjalta J. Guðmunds­ syni, skrifstofustjóra hjá borginni, að engar líkur væru á því að f leiri bílar á vegum borgarinnar yrðu settir á nagladekk í vetur. Til að forvitnast nánar um málið sendi Fréttablaðið borginni fyrir­ spurn varðandi nagladekkin, fyrir 24 dögum. Svar barst í þessari viku. Kemur á daginn að alls eru 41 bíll á vegum borgarinnar á nagladekkjum en ekki aðeins tveir eða þrír eins og fyrst var sagt. Fyrir utan fimm bíla sem tengdir eru skíðasvæðunum. „Velferðarsvið hefur tekið bíla á rekstrarleigu undir heimaþjónustu og aðra þjónustu, vítt og breitt um borgarlandið og reyndust 27 af þeim vera á nagladekkjum, en allir eiga þeir pantaða tíma á næstu dögum og vikum þar sem skipt verður í aðra tegund af vetrardekkjum,“ segir í svari Evu Bergþóru Guðbergs­ dóttur, teymisstjóra samskiptasviðs borgarinnar. Segir Eva samninga við rekstrarleigur vera „í skoðun“. Enn fremur segir Eva að í vetur verði tíu sorpbílar á nagladekkjum. „Þá eru fjórir bílar á nagladekkjum hjá umhverfis­ og skipulagssviði, sem notaðir eru sem undanfarar til að kanna færi og aðstæður, oft á nóttu og snemma morguns,“ segir í svari hennar. „Sorphirðubílar eru á ferðinni í húsagötum áður en vetrarþjón­ ustu er lokið og sorphirðufólk er að störfum í kringum aðra bíla í hálku,“ svarar Eva síðan, aðspurð hvers vegna sorpbílarnir og undan­ farabílarnir svokölluðu séu á nagla­ dekkjum. „Í vetur er ráðgert að kanna sér­ stök dekk fyrir stóra bíla eins og sorphirðubílana. Skipt verður um á einum til að byrja með og kannað hvernig það reynist,“ bætir hún við. Varðandi nagladekkin á rekstrar­ leigubílum velferðarsviðs, segir Eva að oft þegar bílar eru leigðir séu þeir afhentir á nöglum. „Umsjónarmenn þurfa að taka það sérstaklega fram að þeir eigi að vera á góðum vetrardekkjum en ekki nöglum. Ef það ferst fyrir þarf að senda bílana aftur í leigurnar eða semja um umskipti.“ n Borgin uppgötvaði nagla á bíldekkjum velferðarsviðs Þessi pallbíl frá borginni var kominn á nagladekk 28. október, sem er reyndar fjórum dögum áður en slíkt er leyfilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allir eiga þeir pantaða tíma á næstu dögum og vikum þar sem skipt verður í aðra tegund af vetrardekkj- um. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, teymisstjóri samskiptasviðs borgarinnar helgivifill@frettabladid.is VIÐSKIPTI Um þriðjungur af tekjum líftæknifyrirtækisins Ísteka skilaði sér í hagnaði. Ísteka, sem nýtir gjafa­ blóð úr hryssum til að framleiða frjósemislyf fyrir svínabændur, hagnaðist um 592 milljónir árið 2020 og 507 milljónir 2019. Fyrir­ tækið, sem velti 1,7 milljörðum króna í fyrra, hefur lengi verið í góðum rekstri og greiddi sér 300 milljónir króna í arð í fyrra. Ísteka hefur sætt gagnrýni eftir að svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation birtu myndband, sem sýnir blóðtöku úr fylfullum hryssum á sveitabæ hér­ lendis. „Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar verulega þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. Við höfum nú þegar hafið innri rann­ sókn á birgjunum og atvikunum,“ sagði í tilkynningu. n Ísteka hagnaðist um 592 milljónir Arnþór Guð- laugsson, framkvæmda- stjóri Ísteka 2 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.