Fréttablaðið - 26.11.2021, Blaðsíða 84
Við erum
vettvangur
fyrir fram-
úrstefnu-
leiklist og
mér finnst
allar þessar
takmark-
anir vera
bara mjög
spennandi
í sjálfu sér.
Eva Rún Snorra-
dóttir
Sviðslistahátíðin Lókal hefst
í dag, föstudag. Listrænn
stjórnandi hátíðarinnar segir
skipuleggjendur hafa mætt
miklum áskorunum vegna
heimsfaraldursins, en telur
samkomutakmarkanir þó
geta verið spennandi á list-
rænan hátt.
Sviðslistahátíðin Lókal hefst í dag
og af því tilefni sló Fréttablaðið
á þráðinn til Evu Rúnar Snorra-
dóttur, listræns stjórnanda hátíð-
arinnar.
„Við ætluðum að byrja á fimmtu-
deginum og mér finnst svolítið
gaman að segja að opnunarsýn-
ingin sem átti að vera á fimmtu-
deginum, sýningin hennar Sigríð-
ar Eirar, verður í janúar. Við erum
náttúrlega búin að þurfa að vera í
stöðugu f læði með heimsfaraldr-
inum,“ segir Eva og bætir við að þau
muni hefja leika í dag með tveimur
sýningum í Tjarnarbíói.
Lókal er löngu orðin fastur liður
í sviðslistasenunni hér landi, en
hátíðin var stofnuð 2008 af Bjarna
Jónssyni, Ragnheiði Skúladóttur og
Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdótt-
ur. Á hátíðinni hefur alla tíð verið
lögð áhersla á alþjóðlegt samstarf,
en síðustu ár hefur verið lögð sífellt
meiri áhersla á hið skapandi ferli.
„Við fundum ákveðna þörf fyrir
það í íslensku sviðslistasenunni,
að það vantaði vettvang þar sem
þú gætir sýnt verk sem er enn þá
í mótun og opnað ákveðið rann-
sóknarferli og líka verið vettvangur
fyrir annars konar framleiðslu.
Eitthvað sem er ekki einungis verk
í vinnslu, heldur líka stuttar til-
raunir, opnar rannsóknir og óvænt
stefnumót,“ segir Eva Rún.
Takmarkanir
geta verið listrænt
spennandi
Eva Rún Snorra-
dóttir, listrænn
stjórnandi
Lókal, segist
hafa fundið fyrir
ákveðinni þörf
í íslensku sviðs-
listasenunni
fyrir vettvang
þar sem hægt
væri að sýna
verk í vinnslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Úr sýningunni A Thousand Ways eftir sviðslistahópinn 600 Highwaymen. MYND/AÐSEND
Þorvaldur S.
Helgason
tsh@frettabla-
did.is
Vettvangur fyrir framúrstefnu
Á hátíðinni í ár verður boðið upp
á handritasmiðju, auk þess sem í
fyrsta sinn verður gefin út bók á
vegum Lókal um sviðslistir.
„Á þessari hátíð erum við með
dálitla áherslu á handrit. Við erum
með handritasmiðju í samstarfi við
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO
og Borgarbókasafnið, þar sem Frið-
geir Einarsson og Kristín Eiríksdóttir
eru leiðbeinendur. Svo erum við að
gefa út rit í fyrsta skipti sem heitir
Syrpa – sýnisrit sviðshandrita. Það
eru fjórtán sviðslistahópar sem eiga
efni í ritinu og Miðstöð íslenskra
bókmennta styrkir það,“ segir Eva
Rún.
Hún segir því fylgja miklar áskor-
anir að halda sviðslistahátíð á
tímum heimsfaraldurs, en hátíðinni
í fyrra var frestað vegna samkomu-
takmarkana.
„En á sama tíma er þetta svolítið
spennandi fyrir Lókal, því við erum
vettvangur fyrir framúrstefnuleik-
list og mér finnst allar þessar tak-
markanir vera bara mjög spennandi
í sjálfu sér. Við höfum þurft að fresta
þremur viðburðum, þar á meðal
einni erlendri sýningu. En við erum
vettvangur fyrir sýningar þar sem
eru fáir gestir. Á einni sýningunni
eru bara sex í einu. Þannig að það
þarf líka að muna að þessar tak-
markanir geta verið mjög listrænt
spennandi.“
Bara tveir áhorfendur í einu
Er eitthvað sérstakt sem stendur upp
úr á Lókal í ár?
„Ég myndi vilja nefna sérstaklega
Símaverið, sem er beint innblásið
af faraldrinum. Það varð til í fyrra
þegar við þurftum að fresta hátíð-
inni. Ásta Fanney, Birnir Jón og Mar-
grét Bjarnadóttir voru í viku vinnu-
smiðju á síðasta ári og núna verður
hægt að hringja í símaver Lókal og
hlusta á verkin þeirra í gegnum síma.
Svo langar mig að minnast á
erlendu sýninguna okkar sem var
líka sköpuð í Covid. Þetta er heims-
þekktur hópur sem starfar í New
York sem heitir 600 Highwaymen og
þar eru bara tveir áhorfendur í einu
sem sitja á leiksviði og fara í gegnum
ákveðið ferli. Þetta er svona óvænt
stefnumót ókunnugra.“
Eva Rún segir þá sýningu vera
alveg einstaklega Covid-væna og
raunar er öll hátíðin það. Áhorfendur
þurfa einungis að mæta í hraðpróf
fyrir þær tvær sýningar sem fara
fram í Tjarnarbíói í dag, en allir hinir
viðburðirnir eru það smáir í sniðum
að ekki er þörf á slíku. Hátíðin stend-
ur yfir til 6. desember og nánari upp-
lýsingar má finna á lokal.is. n
58 Menning 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ