Fréttablaðið - 10.12.2021, Síða 1

Fréttablaðið - 10.12.2021, Síða 1
2 4 3 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 1 Baldur og Skálmöld Fékk aðstoð úr óvæntri átt Lífið ➤ 24 Lífið ➤ 26 STJÓRNMÁL „Mér finnst hún mjög villandi þessi orðræða, að þing- menn hafi ekki sjálfir sýslað með eigin kjör. Þeir sýsla með eigin kjör í gegnum forsætisnefnd þingsins. Ég hef sjálfur setið fundi inni í nefndinni og heyrt menn grenja yfir eigin kjörum,“ segir Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Pírata. Jón Þór segir að í forsætisnefnd Alþingis hafi þingmenn náð auka- legri umbun fyrir starfskostnað, á sama tíma og kjararáð frysti þing- fararkaup. Sighvatur Björgvinsson, fyrr- verandi þingmaður og formaður Alþýðuflokksins og ráðherra, segir að þingið launi nú formenn nefnda sérstaklega með uppbótum, sem aldrei hafi áður tíðkast. „Svo er verið að launa formenn þingflokka sérstaklega sem aldrei var í minni tíð og líka þarf að launa formenn f lokka, sem samkvæmt þingskapalögum hafa þó engu hlutverki að gegna á Alþingi,“ segir Sighvatur. SJÁ SÍÐU 8 Alþingismenn að sýsla með eigin kjör Vísindanefnd sem skoða á kvörtun um meintan rit- stuld seðlabankastjóra hefur verið óstarfhæf í tvö ár vegna flækings milli ráðuneyta. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Nefnd um vandaða starfshætti í vísindum, sem skipuð var fyrir tveimur árum, hefur aldrei getað tekið til starfa. „Þetta er eiginlega mjög bagaleg staða og að þetta mál komi upp núna sýnir þörfina á að koma starfi hennar í gang,“ segir Sigurður Krist- insson, prófessor í heimspeki og for- maður nefndar sem á meðal annarra verkefna að hafa eftirlit með því að siðferðileg viðmið séu í heiðri höfð í starfi vísindamanna. Rithöfundurinn og fræðimaður- inn Bergsveinn Birgisson hefur beint kvörtun til þessarar nefndar vegna meints ritstuldar Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Nefndin var skipuð af forsætis- ráðherra í desember 2019 en var svo færð nær strax undir menntamála- ráðuneytið, með forsetaúrskurði. Útlit er fyrir að hún verði enn færð milli ráðuneyta og tilheyri nýju vís- inda- og nýsköpunarráðuneyti. „Þegar menntamálaráðuneytið tók við nefndinni og farið var að reikna út hvað starfið muni kosta kom í ljós að það er mun meira en upphaflega var áætlað,“ segir Sig- urður. Hann vísar til hinna nýju laga og segir nefndinni ætlað heilmikið starf, sérstaklega í upphafi starfs- tíma hennar. Safna þurfi upplýsing- um og móta verkferla, meðal annars til að geta tekið við erindum. Hins vegar hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum kostnaði við starfið, utan ferðakostnaðar nefndarmanna. „Svo veit ég ekki betur en það hafi verið þrýst á þetta í fjárlagagerð síðan, en ekkert fé komið í þetta enn og ekki heldur í fjárlagagerð fyrir næsta ár,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir f lakk nefndarinnar hefur kvörtun Bergsveins skilað sér til formannsins. „Ég er búinn að veita kvörtuninni viðtöku og er búinn að upplýsa hann um að hún verði tekin til athugunar um leið og nefndin geti tekið til starfa,“ segir Sigurður. „Ég vonast til að þetta verði til þess að koma hreyfingu á málið.“ SJÁ SÍÐU 4 Ný vísindanefnd óstarfhæf í tvö ár Tryggðu þér miða Jón Þór Ólafs- son, fyrrverandi þingmaður Pírata Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðdegis gær í fyrsta sinn á þessum vetri, í léttri snjókomu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.