Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.12.2021, Qupperneq 6
Mikill músagangur er í híbýlum manna hér á landi. Meindýraeyðir segist aðeins einu sinni hafa séð meiri músagang en nú. Spendýra­ fræðingur segir ástæðu mikils músagangs gott veður fram eftir hausti og hversu harka­ lega hafi kólnað nýlega. birnadrofn@frettabladid.is DÝRALÍF „Ég er búinn að vera starf­ andi við meindýravarnir í 34 ár og þetta er næstmesti músagangur sem ég hef séð,“ segir Jóhannes Þór Ólafsson, meindýraeyðir og eigandi Meindýravarna Suðurlands, spurð­ ur að því hvort sérstaklega mikið sé nú um mýs í híbýlum fólks. Fréttablaðinu hefur borist fjöldi ábendinga um mikinn músa­ gang í húsum um land allt og segir Jóhannes að alltaf sé mikið um mýs á þessum árstíma en að þær séu sérstaklega margar núna. „Þetta er hálfgert vandamál. Þær sækja mikið í hús því þær vantar hlýju og mat,“ segir hann. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spen­ dýrafræðingur hjá Náttúrufræði­ stofnun Íslands, segir músaganginn mikla eiga sér tvíþætta skýringu. Veðurskilyrði í haust hafi verið góð langt fram á haust og svo hafi kólnað snögglega. „Hagamýs tímgast bara yfir sumartímann og við hagstæð veðurskilyrði verður stofninn stór,“ segir Ester. „Svo þegar það fer að vetra svona harkalega þá verður fólk meira vart við að þær leiti inn í skjól,“ bætir hún við. Ester og Jóhannes eru sammála um að mýs geti haft eyðileggjandi áhrif á híbýli fólks en þau hafa ólíkar hugmyndir um það hvernig best sé að losna við músagang í húsum. „Mýs eru aðalorsakavaldur þess að það kvikni í út frá rafmagni,“ segir Jóhannes og bendir á að mýs geti nagað í sundur rafmagns­ leiðslur í raf kerfum húsa og raf­ magnspottum og gasleiðslur á úti­ grillum. „Á þeim er oft fita og þegar þær naga gasleiðslur verður sprengi­ hætta.“ Jóhannes segist gefa músunum eitur í læstum fóðurkössum úti svo þær komi ekki inni í hús, það sé gert í forvarnarskyni. Kassarnir eru læstir svo önnur dýr og börn kom­ ist ekki í eitrið. Inni í húsum mælir hann með að fólk setji upp gildrur til að losna við mýsnar. „Ég mæli með öllum þeim gildr­ um sem fólk getur náð sér í og helst sem fjölbreyttustum,“ segir hann. Ester segir bestu lausnina við músagangi í húsum að fylla upp í öll göt svo þær komist ekki inn, mýs komist inn um mjög lítil göt. Fari svo að mýsnar komist inn mælir Ester með límgildrum. „Þá er hægt að veiða þær í límgildru og hleypa þeim svo út.“ ■ Sérlega mikill músagangur í híbýlum Jóhannes segir mýs aðalor- sakavald þess að það kvikni í út frá raf- magni. Þær nagi sig í gegnum rafmagns- og gasleiðslur. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Jóhannes Þór Ólafsson, mein- dýraeyðir Ester Rut Unn- steinsdóttir, spendýrafræð- ingur ingunnlara@frettabladid.is STJÓRNMÁL Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Alþingi veiti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu, milli Hamraness í Hafnar­ firði og Rauðamels í Grindavík. Ásmundur er fyrsti flutningsmað­ ur lagafrumvarps um málið en að því standa einnig fleiri þingmenn Suður­ kjördæmis úr nokkrum flokkum. Línan á að bæta af hendingar­ öryggi raforku á Suðurnesjum og auka f lutningsgetu milli höfuð­ borgarsvæðisins og Suðurnesja, til að styðja við afhendingaröryggi á höfuðborgarsvæðinu og að styrkja flutningskerfi raforku á suðvestur­ horni landsins. Lagning línunnar hefur tafist mjög frá því að fram­ kvæmdaleyfi fékkst 2013. Landeig­ endur og umhverfisverndarsamtök hafa kært leyfið og eftir ógildingu Hæstaréttar árið 2016 þurfti Skipu­ lagsstofnun að gefa út nýtt mat þar sem sex kostir voru skoðaðir. Landsnet vill leggja loftlínu en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sá kostur hefði nei­ kvæðustu áhrifin í för með sér á ferðaþjónustu og náttúru. Jarð­ strengur væri vænlegri. Þórdís Kol­ brún R. Gylfadóttir sagði í fyrra, þegar hún var ferðamála­, iðnaðar­ og nýsköpunarráðherra, að jarð­ strengur væri ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda. Ásmundur leggur til að Alþingi veiti heimild með lögum til fram­ kvæmda við hin „nauðsynlegu flutningsvirki“ þar sem viðkomandi sveitarstjórnir hafa ekki þegar veitt framkvæmdaleyfi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hafa þrjú af fjórum sveitarfélög­ um þegar veitt framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2, en bæjar­ stjórn Sveitarfélagsins Voga neitar að veita Landsneti leyfið. Sjálfstæðismenn vilja grípa fram fyrir hendur sveitarfélagsins til að „tryggja framgang þjóðhags­ legra mikilvægra framkvæmda í f lutningskerfi raforku“, eins og segir í greinargerð með frumvarpi Ásmundar. ■ Vill knýja fram loftlínu með lagasetningu Þingmenn Suðurkjördæmis standa að málinu með Ásmundi. 595 1000 Gefðu góðar minningar Jólagjafabréf Heimsferða komin í sölu! 10.000 og færð 15.000 20.000 og færð 30.000 40.000 og færð 60.000 elinhirst@frettabladid.is SAMFÉLAG „Raunin er sú að pakka­ söfnun í ár og reyndar í fyrra er með því lakasta sem við höfum séð um margra ára skeið,“ segir Bald­ vina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að pakkasöfnunin í Kringlunni gengi vel, en blaðamaður Frétta­ blaðsins leit þar við á miðvikudag og taldi að svo væri. Baldvina segir það hins vegar ekki rétt. „Við sjáum sláandi mun frá fyrri árum, en við teljum að það hljóti að vera vegna Covid. Margar fjöl­ skyldur höfðu það fyrir hefð að koma saman í Kringluna og kaupa jólagjöf fyrir barn eða ungling sem fá ekki gjafir vegna fjölskylduað­ stæðna. En nú er eins og fólk stoppi styttra við vegna ótta við smit og gefi sér ekki tíma eða gleymi að setja gjöf undir tréð,“ segir hún. Að sögn Baldvinu er boðið upp á nýjung til þess að bæta úr gjafa­ skortinum. „Fólk sem vill gefa börn­ um og unglingum sem minna mega sín gjafir fyrir jólin geti farið inn á kringlan.is og valið sér upphæð sem það vill láta renna í gjöf. Síðan erum við með litla jólaálfa sem fara og kaupa gjafirnar og pakka þeim inn og merkja og setja undir tréð.“ Baldvina hvetur alla til að hjálpa. „Mér brá í gær við að lesa að pakka­ söfnunin gengi vel, því þvert á móti gengur hún illa og ákallið er afar sterkt frá hjálparsamtökum,“ segir hún. Sömu sögu af pakkafæð sé að segja af Smáralindinni. ■ Pakkasöfnun fyrir börn gengur illa Gjafapakkar við jólatréð í Kringlunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI adalheidur@frettabladid.is DÓMSTÓLAR Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að bráðabirgðaákvæði um heimild til rafrænnar meðferðar mála hjá sýslu­ mönnum og dómstólum verði fram­ lengd til ársloka 2024. Heimildin var veitt í fyrra til að hindra réttarspjöll vegna samkomutakmarkana. Þá leggur ráðherra til framleng­ ingu bráðabirgðaheimildar fyrir því að Landsréttur verði utan Reykjavík­ ur. Í lögum segir að aðsetur réttarins skuli vera í Reykjavík en í ákvæði til bráðabirgða segir að aðsetur hans megi vera utan Reykjavíkur til árs­ loka 2022. Lagt er til að heimildin verði til 2027. Landsréttur er í húsi í Kópavogi, sem áður hýsti Siglinga­ málastofnun. ■ Landsréttur áfram í Kópavogi Landsréttur er til húsa í Kópavogi, en á að vera í Reykjavík. arib@frettabladid.is NÝJA-SJÁLAND Stjórnvöld á Nýja­ Sjálandi hafa kynnt áætlun um að uppræta sígarettureykingar í landinu. Ayesha Verrall aðstoðar­ heilbrigðisráðherra segir að tóbaks­ kaupaaldur hækki á hverju ári svo þeir sem eru 14 ára er lögin taka gildi geti aldrei keypt tóbak. Líkt og hér á landi hafa reykingar á Nýja­Sjálandi dregist saman jafnt og þétt, í dag reykja um 13 prósent fullorðinna, er það mun algengara meðal Maóría en fólks af evrópsk­ um uppruna. ■ Næsta kynslóð fái ekki keypt tóbak Flokkur Jacinda Ardern hefur meiri- hluta á þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 6 Fréttir 10. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.