Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 16

Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Strákarnir segja að það sem heillar þá helst við borðspil sé samveran og þau bjóði gott tækifæri til að hittast, sitja saman, spjalla og hlæja. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Strákarnir segjast spila margar tegundir af spilum, allt frá samvinnuspilum yfir í strategísk efnahagsspil og allt frá fjölskylduspilum yfir í spil sem eru virkilega þung og löng. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK þess að vera með símana uppi. Það er líka gaman að glíma við þrautina í leiknum, hver sem hún er, og keppast við að vera klárari en andstæðingurinn,“ segja þeir. „Þetta er líka frábær afsökun til að brjóta upp vikuna, en við hittumst yfirleitt á kvöldin á virkum dögum þegar börnin eru sofnuð í tvo, þrjá tíma í senn og það er alltaf jafn gaman. Það er líka svo mikið áreiti á mann yfir daginn og það er gott að setjast við borð, leika sér með hluti úr pappa eða plasti og kúpla sig út. Það er ekkert að kalla eða bípa á þig eða draga athyglina annað, heldur eru bara allir að einbeita sér að því sama.“ Strákarnir segja að það geti stundum verið erfitt að koma öllum hópnum saman því það er mikið að gera hjá öllum, en þeir hittist samt reglulega til að spila. „Við reynum að hittast einu sinni eða tvisvar í mánuði en hver okkar skipuleggur líka borðspilakvöld einu sinni til þrisvar í viku,“ segja þeir. „Ef við erum að hugsa um að spila höfum við yfirleitt fyrst samband hver við annan og svo heyrum við í öðrum. Hópurinn fer líka einu sinni til tvisvar á ári saman í borðspila­ bústaðar ferð. Þá förum við á hádegi á föstudegi og spilum fram á nótt og gerum ekkert annað en að spila þangað til við förum heim um tvöleytið á sunnudegi. Það er enginn tími fyrir heita pottinn,“ segja þeir léttir. Spila alls kyns spil saman „Valdi og Styrmir eru sérstaklega veikir fyrir því að vilja spila allt og gera það oft bara einu sinni, því þeir eru svo uppteknir við að prófa eitthvað nýtt. Þeir prófa eitthvað sem þeim finnst skemmti­ legt og eru vissir um að það verði enn betra í annað sinn, en svo komast þeir ekki í það,“ segir Leifur kíminn. „Það er illa að okkur vegið!“ segja Valdi og Styrmir og hlæja. „Okkur finnst rosa gaman að prófa fjölbreytt spil og hluti af því er að átta sig á því hvernig spilið virkar, hvaða kerfi vinna saman og hvernig er best að nota kerfið í spilinu til að vinna. Við sem hópur höfum því lítið verið að spila sömu spilin aftur og aftur,“ segir Valdi. „Við spilum margar tegundir af spilum, allt frá samvinnuspilum yfir í strategísk efnahagsspil og allt frá fjölskylduspilum yfir í spil sem eru virkilega þung og löng,“ segja strákarnir. „Tvisvar á ári spilum við líka Twilight Imperium, sem tekur um átta tíma og er alveg geggjað.“ Á fyrst og fremst að vera gaman „Ég hlusta mikið á erlend borð­ spilahlaðvörp og hafði lengi langað að gera borðspilahlaðvarp á íslensku,“ segir Styrmir. „Svo fara Valdi og Leifur að tala um þetta að fyrra bragði og síðan óskaði Davíð eftir að fá að vera með og þá vorum við komnir með þennan fjögurra manna hóp.“ „Það er gaman að eyða tíma saman og við vorum ekki að búast við að margir myndu hlusta, þetta er bara góð ástæða til að hittast og spjalla. Rennslið kom líka eiginlega bara sjálfkrafa, án undirbúnings. Hópurinn náði mjög vel saman,“ segir strákarnir. „Fyrst og fremst á þetta bara að vera gaman fyrir okkur, en svo eru hlustanir fleiri en við áttum von á. Við vonuðumst til að fá kannski 15 hlustendur en svo eru þeir nær 200, sem er bara bónus. Það eru líklegri fleiri borð­ spila áhuga menn á landinu en við gerðum ráð fyrir.“ Ekki bara fyrir djúpt sokkna „Hlaðvarpið fjallar um borðspil frá ýmsum sjónarhornum en fyrst og fremst eru þetta góðir vinir að koma saman til að hafa gaman og hlæja,“ segja strákarnir.  „Við viljum vera eðlilegir og tala um hlutina eins og þeir eru. Við ákveðum umræðuefnið fyrir fram, en erum ekki búnir að ræða það fyrir upptöku. Í hverjum þætti tökum við fyrir eitt umræðuefni og erum líka með yfirlit yfir það sem við höfum verið að spila undanfarið. Umræðuefnið getur verið mjög mismunandi, allt frá því að tala almennt um partí spil yfir í að búa til topplista af spilum sem eru í svörtum kassa, eða gera lista af ósiðum við borð­ spila borðið. Svo er líka nokkuð mikið af pabbabröndurum sem dettur inn, en bræðurnir tveir sér­ hæfa sig í þeim.“ „Já, við trúum því að fólk byrji að hlusta fyrir spilin en haldi áfram að hlusta fyrir brandarana,“ svara Valdi og Leifur í gríni. „Við förum líka yfir hvað er að gerast í borðspilaheiminum, fréttir, hvað er nýlegt og hvað er væntanlegt,“ segja strákarnir. „Borðspilamarkaðurinn hefur líka breyst mikið og hópfjármögnun á Kickstarter er orðin stór hluti af honum, svo við vekjum athygli á áhugaverðum hlutum sem eru að gerast þar. Við reynum að tala ekki oft um sömu spilin og erum duglegir að taka fyrir ný spil og ræða þau. Í síðasta þætti settum við líka til dæmis saman jólagjafalista með spilum sem myndu henta fyrir mismunandi hópa eins og fjöl­ skyldur með börn, styttra komna, lengra komna og þá sem spila ekk­ ert. Það er hægt að finna listann í lýsingunni á nýjasta þættinum okkar. Við erum ekki bara hrifnir af þungum spilum, heldur spilum við allt sem er í boði og erum með­ vitaðir um að tala ekki bara til þeirra sem eru hvað lengst komnir ofan í borðspilakanínuholuna. Við klippum spjallið ekkert, nema bara þegar við héldum spurningakeppni. Annars er þetta bara upptaka af okkur að spjalla,“ segja þeir. „Svo fengum við líka hann Þorvald Halldórsson, trommarann í hljómsveitinni Valdimar, til að semja stef fyrir okkur og Egil Rúnar Viðarsson, grafískan hönnuð, til að gera merki fyrir okkur.“ Borðspilasamkoma á nýju ári „Við hvetjum alla til að hlusta á Pant vera blár! og fylgja okkur á samfélagsmiðlum, en við erum bæði á Facebook og Instagram og það er hægt að nálgast podcastið á öllum hlaðvarpsveitum,“ segja strákarnir. „Við erum líka að und­ irbúa viðburð sem verður haldinn á næsta ári í tengslum við Pant vera blár!, en það verður borðspilasam­ koma sem fer fram yfir heila helgi. Þá verða leigð hótelherbergi ein­ hvers staðar þar sem er stór salur svo fólk geti komið saman til að spila. Við stefnum á að hafa þetta á fyrri hluta næsta árs, en þetta verður auglýst betur á samfélags­ miðlum og í þættinum.“ n Pant vera blár! er á Facebook undir facebook.com/pantverablar/ og á Instagram undir instagram. com/pantverablar/. Hlaðvarpið er auðvelt að finna á öllum þar til gerðum streymisveitum. 2 kynningarblað A L LT 10. desember 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.