Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 10.12.2021, Qupperneq 30
Margrét Kjartansdóttir varð snemma mikill bókaormur og les að jafnaði rúmlega 70 bækur á ári. Undanfarin ár hefur hún mest lesið skáld- sögur á ensku, þótt íslensk- um og þýddum bókum hafi fjölgað á listanum. starri@frettabladid.is Frá því móðurafi Margrétar Kjartansdóttur, lögfræðings úr Reykjavík, kenndi henni að lesa fimm ára gamalli, hefur bóka- lestur verið uppáhaldsafþreying hennar. „Þessi lestrarkennsla var sennilega ein besta gjöf sem ég hef fengið um ævina og ég hef varla stoppað síðan. Í sex ára afmælinu mínu fannst mér góð hugmynd að ég væri með upplestur úr Jóni Oddi og Jóni Bjarna fyrir hin börnin. Atriðið fékk svo vægt sé til orða tekið ekki góðar undirtektir.“ Tíður gestur á bókasafninu Margrét ólst upp í Bústaðahverfinu í Reykjavík og var bókasafn í innan við 500 metra fjarlægð frá heimili hennar, þar sem hún var tíður gestur. „Á þeim tíma starfaði bóka- vörður á safninu sem var ekki að amast við því að krakkarnir sem vorum fastagestir tækjum fleiri bækur en heimilað var, eða að við værum að taka bækur úr fullorð- insdeildinni. Ég man reyndar eftir örlitlu hiki þegar ég, tíu ára gömul, fékk að láni Austan Eden eftir John Steinbeck. Bókin varð strax í uppá- haldi hjá mér þó að ég, kannski sem betur fer, áttaði mig ekki alveg á öllu sem þar var lýst. Ég er þessum bókaverði mikið þakklát og held að aðgengi að bókinni og frelsi til að velja og feta sig áfram eigi stóran þátt í hversu mörg okkar, sem ólumst upp í hverfinu eigum enn í ástarsambandi við bókina.“ Létt að fylgjast með Netið hefur gert það verkum að nú er auðveldara að fylgjast með því sem er að gerast í heimi bók- menntanna, segir Margrét. „Þegar ég er að velja lesefni skoða ég til dæmis hvaða bækur hafa verið tilnefndar til verðlauna, svo sem Íslensku bókmenntaverðlaun- anna, Booker, Women‘s Literary Prize og National Book Awards. Ég skoða einnig hvað fræga fólkið, til dæmis Oprah Winfrey, Reese Witherspoon og nú síðast Camilla Parker Bowles, mælir með í bóka- klúbbunum sínum og svo að sjálf- sögðu hvað vinir mínir eru að lesa og hverju þeir mæla með.“ Langlíft ástarsamband við bókina Margrét Kjartansdóttir hefur verið mikill lestrarhestur frá fimm ára aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nokkrar uppáhaldsbækur Margrétar: Góði dátinn Svejk, Bróðir minn Ljónshjarta og The Elegance of the Hedgehog. Undanfarin tvö ár hefur hún lesið 73 bækur á ári og er nú komin í 66 bækur í ár að hljóðbókum meðtöldum. Dostojevskí í miklu uppáhaldi Hún segist lesa mest skáldsögur og þá aðallega á ensku. „Ég hef þó á síðustu árum verið að bæta inn bókum sem annað hvort eru skrif- aðar eða þýddar á íslensku. Mér þykir fátt ánægjulegra en að lesa góðan texta á eigin tungumáli.“ Ákveðnar bækur eru í meira uppáhaldi en aðrar hjá henni og eru þá lesnar aftur með reglulegu millibili, til dæmis Stríð og friður, Frankenstein, Góði dátinn Svejk og Elegance of the Hedgehog. „Fyrstu uppáhaldsrithöfundar mínir voru Guðrún Helgadóttir, Astrid Lindgren, Charles Dic- kens, John Steinbeck og Agatha Christie. Um og eftir tvítugt bætt- ust svo í þennan hóp Tolstoy og Dostojevskí og held ég reyndar að frábærar þýðingar Ingibjargar Haraldsdóttur hafi spilað stóran þátt í dálæti mínu á hinum síðar- nefnda.“ Spennandi bækur á hliðar- línunni Þessa dagana er Margrét að lesa Crossroads eftir Jonathan Fran- sen og lofar hún góðu að hennar sögn. „Samhliða því er ég að lesa jólaspennusögur eftir Agöthu Christie, sem á að sjálfsögðu mjög vel við á þessum árstíma. Þá bíður vinningshafi Booker verðlaunanna, Damon Galgut, með bók sína The Promise, ásamt The Lincoln Highway eftir Amor Torres, bók Lauren Groff sem nefnist The Matrix og nýjasta bók Anthony Doerr sem heitir Cloud Cuckoo Land. Af nýjum íslenskum bókum er ég spenntust fyrir bókum Arnaldar Indriða- sonar og Fríðu Ísberg.“ Afslöppun og vellíðan Þrátt fyrir alla þá afþreyingu sem er í boði í dag, til dæmis streymis- veitur, samfélagsmiðla og hlað- vörp, skipar bókin enn stóran sess í lífi Margrétar. „Bókin veitir einhverja afslöppun og vellíðan hvort sem ég les eða hlusta. Mér líður aldrei eins og ég hafi varið tíma mínum illa þegar honum hefur verið eytt í lestur en fæ þá tilfinningu hins vegar oft þegar horft er á sjónvarp og undantekn- ingalítið þegar ég dett í svarthol samfélagsmiðla, nema þegar verið er að skrifa um bækur. Kannski hefur uppeldið eitthvað að segja, en það var ekki til sjónvarp heima hjá mér fyrr en ég var komin á fimmta ár auk þess sem foreldrar mínir lásu einnig mjög mikið og áttu og eiga stórt bókasafn.“ n Bókin veitir ein- hverja afslöppun og vellíðan hvort sem ég les eða hlusta. Mér líður aldrei eins og ég hafi varið tíma mínum illa þegar honum hefur verið eytt í lestur en fæ þá tilfinningu hins vegar oft þegar horft er á sjónvarp og undantekningalítið þegar ég dett í svarthol samfélagsmiðla. Hælið eftir Emil Hjörvar Petersen 12 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.