Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 46

Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 46
Lesbretti og gjafakort Storytel eru fullkomin gjöf fyrir þig og þína. Pantaðu lesbrettið á vefsíðu Storytel og fáðu það sent frítt heim að dyrum. Lesbrettið kostar 18.900 kr. og gjafakort frá 2.890 kr. Oprah Winfrey stofnaði bókaklúbb- inn sinn árið 1996. starri@frettabladid.is Margar frægar bandarískar stjörnur, til dæmis leikarar, tón- listarfólk og þáttastjórnendur, hafa rekið vinsæla bókaklúbba um margra ára skeið. Sá þekktasti er án efa bókaklúbb- ur sjónvarpsstjörnunnar Oprah Winfrey, en hann var stofnaður árið 1996 og hefur mælt með rúmlega 90 bókum yfir fimmtán ára tímabil. Bókaklúbbur leikkonunnar Reese Witherspoon er hluti af fjölmiðlafyrirtæki hennar, Hello Sunshine. Klúbburinn ber nafnið Reese's Book Club x Hello Suns- hine, en hún kynnir nýja bók mánaðarlega á Instagram-síðu sinni. Bókaklúbburinn, sem hefur rúmlega hálfa milljón fylgjenda á Instagram, leggur áherslu á að segja sögur kvenna. Rapparinn Noname stofnaði bókaklúbb sinn, Noname Book Club, sumarið 2019. Noname, sem dvaldi löngum stundum í æsku sinni í bókabúð móður sinnar, leggur mikla áherslu á að styðja við bakið á litlu bókabúðunum, sérstaklega í eigu þeldökkra. Klúbburinn kynnir tvær nýjar bækur í mánuði. Fyrrum NFL stjarna, Andrew Luck, setti bókaklúbbinn And- rew Luck Book Club á fót eftir að ferlinum lauk. Klúbburinn er tví- skiptur og bæði ætlaður börnum og fullorðnu fólki. n Bókaklúbbar fræga fólksins jme@frettabladid.is Þín eigin bókasafnsráðgáta er nýstárleg og spennandi sýning í Borgarbókasafninu Gerðubergi. Um er að ræða stórskemmtilegan ratleik þar sem þátttakandinn ræður hvað gerist. Mismunandi hæfileikar njóta sín við að leysa ráðgáturnar og því hentar rat- leikurinn fyrir ýmiss konar hópa á öllum aldri. Tveir til sex þátttakendur geta verið í hverjum hópi en hægt er að velja um þrjár mismunandi ráð- gátur. Ævintýraráðgátan er létt og skemmtileg fyrir sex ára og upp úr. Vísindaráðgátan og Hrollvekjuráð- gátan eru svo fyrir tólf ára og eldri. Að baki sýningarinnar er hópur hæfileikafólks á borð við rit- höfundinn Ævar Þór, Emblu og Svanhildi Höllu sýningarstjóra, Auði Ösp leikmyndahönnuð, Evu Dögg meistaranema í arkitektúr, Ninnu Björk nema í grafískri hönnun, Kristjönu og Ásu Marin námsefnishöfunda og Ilmi Dögg deildarstjóra bókasafnsins. Hægt er að bóka hópa í ratleik á borgar- bokasafn.is. n Ratað um bækur Villtar ævintýrapersónur, verur úr öðrum víddum og skuggalegar vofur hafa tekið yfir Borgarbókasafnið. MYND/AÐSEND Hallgrímur og Rán verða með upp- lestur og föndurstund á morgun. MYND/NORRÆNA HÚSIÐ sandragudrun@frettabladid.is Í tilefni nýrrar bókar Hallgríms Helgasonar og Ránar Flygenring – Koma jól, verður boðið upp á upplestur og fjölskyldusmiðju með höfundunum í Norræna húsinu á morgun á milli kl. 13.00 og 15.00. Í smiðjunni fá gestir færi á að spreyta sig á skemmtilegum teikniæfingum sem Rán hefur útbúið, á borð við teikniþrautir, jólakortaáskorun og jólasystra- þraut, svo eitthvað sé nefnt. Koma jól er jólaljóðabók sem kveðst á við bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Í bókinni má finna nýjustu fréttir af Grýlu og Jólakettinum og hinar jökulhressu Grýludætur, systur jólasveinanna, stíga fram úr þúsund ára löngum skugga bræðra sinna og arka til byggða, hver með sínu lagi og hrekkja- brögð í farteskinu. Þeir gestir sem mæta með eintak af bókinni eiga möguleika á að fá áritun. Öll fjöl- skyldan er velkomin á viðburð- inn. Fjarlægð verður á milli borða og grímuskylda. n Upplestur og föndur 28 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.