Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 4

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 4
Ungmennafélag, Kvenfélag, Hestamannafélag og fleiri félög héldu uppi margháttaðri starfsemi að vanda. Má þar nefna leiklistarnámskeið Ungmennafélagsins og að þvf loknu var haldin kvöldvaka þar sem þátttakendur spreyttu sig og sýndu brot úr ýmsum verkum Halldórs Laxness. Þorrablótið, árshátíð okkar allra, var ánægjulegt og fjölsótt sem fyrr. Hestaþing Sleipnis og Smára fór að venju fram að Murneyri. Kvennareiðin 19. júní er orðin fastur liður í menningarlífi sveitarinnar og er það vel, a.m.k. þykir okkur körlunum ánægjuleg sjón að sjá valkyrjur okkar þeysa um sveitina á glæstum gæðingum, sem þó kunna að vera eitthvað pínulítið misjafnir hvað glæsileik snertir. A árinu lét séra Flóki Kristinsson af prestskap hér eftir rúmlega fimm ára þjónustu í Stóra-Núpsprestakalli. Við Gnúpverjar þökkum séra Flóka og fjölskyldu hans veru þeirra hér og þeim fylgja góðar óskir á nýjum stað, en hann er nú prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík. Til prestsþjónustu var kallaður af sóknarnefndum Stóra-Núps og Ólafsvallakirkna Axel Árnason guðfræðingur úr Reykjavík. Axel var vígður til Stóra-Núpsprestakalls þann 12. maí 1991. Kona hans er Sigþrúður Jónsdóttir búfræðikandídat frá Eystra-Geldingaholti. Þau eru boðin velkomin til starfa hér. Skólastjóri Gnúpvejaskóla, Jóhanna Steinþórsdóttir, fékk árs námsleyfi frá störfum en við skólastjórn tók Svanborg R. Jónsdóttir á Stóra-Núpi. Á árinu létust: Sveinn Ágústsson frá Ásum. Sveinn var fæddur í Ásum árið 1923 og dvaldi hér í sveit meiri hluta æfinnar. Hann var gæddur góðum gáfum og mikill námsmaður í skóla. Hann var við nám í Fellsmúla, lauk stúdentsprófi frá M.A. og síðar kennaraprófi frá Kennaraskólanum. Hann kvæntist Þorbjörgu Ásbjörnsdóttur úr Reykjavík og hófu þau búskap í Ásum en byggðu síðan nýbýlið Móa úr landi Ása. Þar bjuggu þau í nokkur ár stóru kúabúi en slitu síðan samvistum og hættu búskap. Eftir það stundaði Sveinn kennslu um árabil og var mjög vinsæll af nemendum sínum. Sveini var meðalmennska ekki að skapi en gat verið nokkuð öfgafullur á ýmsa vegu og hnyttin tilsvör hans verða lengi í minnum höfð. Eg sem þessar línur rita á um Svein í Ásum ógleymanlegar minningar frá samstarfi okkar og vináttu frá æskuárum, sem gott er að minnast. Elín Guðjónsdóttir húsfreyja á Sandlæk. Hún var fæddist í Unnarholti árið 1901, en giftist Lofti Loftssyni bónda á Sandlæk og bjuggu þau þar myndarbúi í áratugi. Elín á Sandlæk var lífsglöð kona, kvik og létt í hreyfingum og vinsæl. Ingigerður Jóhannsdóttir á Hamarsheiði. Hún var fædd árið 1923 á Hamarsheiði og átti þar heima alla æfi. Inga, en svo var hún jafnan kölluð, bjó stóru fjárbúi á Hamarsheiði ásamt Kristínu systur sinni. Hún var íþróttakennari að mennt og var við kennslu um skeið. Inga á Hamarsheiði var vel gefin, fróð, stálminnug og dugnaðarkona mikil. Við þökkum þessum látnu sveitungum okkar samfylgdina og blessum minningu þeirra. Til hjúskapar stofnuðu: Kristjana Gestsdóttir frá Hraunhólum og Birgir Örn Birgisson, Arnar Bjarni Eiríksson í Sandlækjarkoti og Berglind Bjarnadóttir. Þá voru fjögur ungmenni fermd í Stóra-Núpskirkju og fimm börn 4

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.