Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 33

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 33
Núpsjörp „Forðum daga heima í hreppnum hændist ég að fallegum skepnum. Margan þeirra mállausu vina man ég engu síður en hina.*‘ Svo kvað Eiríkur frændi og get ég tekið undir það um svo marga af hestunum heima og einnig kýrnar og féð, sem ég ólst upp með. í dag ætla ég að minnast Núpsjarpar, sem var mjög svo eftirminnilegur gripur vegna óvenjulegra reiðhestahæfileika hennar og sérstæðs persónuleika. Hún var fædd á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi og hét móðir hennar Bleik. og var hún talin dágott reiðhross, en faðir hennar var Látalætisbrúnn, ættaður frá Látalæti í Landsveit, en að öðru leyti mér ókunnur hestur. Hún átti yngri systur, sem Bleik hét eins og móðirin, vænt hross en enginn gæðingur, en sonur hennar og Skarðs-Nasa var glæsihesturinn Skinfaxi, sem á árunum í kringum 1930 bar af flestum hestum fyrir óvenjulega fegurð í reið. tilþrif og glæsileik. Ekki þori ég að fullyrða hvenær Jörp var fædd, en ég hygg að það hafi verið árið 1909. Fljótt kom í ljós að Jörp var ekki auðveld í tamningu, og þó að á prestsetrinu á Stóra-Núpi væru þá nokkrir mjög vel hestfærir menn með fullan kiark til þess að glíma við óstýrilát tryppi, og ungi presturinn séra Olafur Briem ágætur reiðmaður, þá sá presturinn ástæðu til að koma ungu hryssunni í tamningu strax þegar hún var á sjötta vetur, til Eiríks í Sandlækjarkoti, sem þá þótti einhver íagnasti hestamaður sveitarinnar. Eiríkur lagði mikla alúð við tamningastarfið og þegar hann skilaði hryssunni heim að Stóra-Núpi um vorið sáu allir að hún var orðin einstakur skeiðgammur og fjörviljug með afbrigðum. en alltof sjálfráð og átti það til að hlýða engum stjórnaraðgerðum knapans, sem á henni sat, en geysast áfram á sínu óvenjulega gripmikla og ganghreina skeiði, sem frískustu hestar áttu fullt í fangi með að fylgja á stökki. Það var því blendin ánægja hjá prestinum, sr. Ólafi, að sitja hana á ferðalögum um sína stóru sókn, þegar hann þurfti að gegna þar prestverkum, og þar kom að hann sá að hún hæfði sér ekki sem reiðhross. Þetta frétti faðir minn, Gestur á Hæli, og þar sem hann ferðaðist mikið og oft skyndiferðir til Reykjavíkur, þar sem gat komið sér vel að vera fljótur í ferðum, þá falaðist hann eftir því við séra Ölaf að fá hryssuna keypta. Það varð svo úr að hann fékk hana, og mun það hafa verið vorið 1916, sem hún kom að Hæli og var pabbi strax stórhrifinn af henni og fannst að hann hefði aldrei átt svo mikinn yfirferðar gæðing og hafði hann þó átt áður marga góða reiðhesta. Eftir að hún kom aö Hæli var hún alltaf kölluð Núpsjörp. Ýmsar sögur hafa verið sagðar um reiðhestshæfileika Núpsjarpar og ferðir föður míns, eftir að Núpsjörp varð hans aðalreiðhestur. Þóttu þau klæða hvort annað þar sem þau fóru, hann djarfhuga og orðhvatur nokkuð og fljóthuga en hryssan gammvökur og óstöðvandi fjörhross. Það var oft margt um manninn í Austurstræti á lestatímunum og svo var einnig dag nokkurn seint í júní 1917. Komið var fram um nónbil þennan dag, en þá voru nokkrir bændur úr Flóanum farnir að undirbúa heimför sína, binda 33

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.