Gnúpverjinn - 01.12.1992, Page 14

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Page 14
Það held ég að hafi ekki verið fyrr en seinna, jafnvel ekki fyrr en eftir seinna stríð. Eiríkur Steinsson flutti vörur hingað á tímabili, ég held að það hafi verið um 1930. Það var lítið um bíla hér uppúr 1920. Menn hafa þá verið með vagnalestir í kaupstaðarferðum. Fyrsti bíllinn sem átti að ganga hingað í Gnúpverjahrepp, hann fórst í Kömbum (Gnúpverjinn 58-tölubl. 23.1. 1982). -Eigurn við að minnast aðeins meira á bœndur hérna? Ég vil gjarnan minnast á Runólf í Skáldabúðum, það er maður sem er manni töluvert eftirminnilegur. Hann var alinn upp við þröngan kost austur á Rangárvöllum . Þegar hann byrjaði búskap í Skáldabúðum var jörðin búin að vera í eyði í eitt ár og ég hefi heyrt, að það hafi ekki verið góð aðkoma. Bærinn féll í jarðskjálftunum 1896 og það varð til þess að Jónas, sem þar bjó, hrökklaðist í burtu og fluttist þá að Skrautási í Hrunamannahreppi, það var nú víst ekkert mikil jörð. Þegar Runóifur kom að Skáldabúðum hafði verið búiö að nota baðstofuna fyrir kindur í einn vetur, ekki vissi ég hvernig stóð á því, eitthvað virðist hafa staðið uppi. Ég stend í þeirri meiningu, að Jónas hafi flutt burtu eftir jarðskjálftana. Kristín dóttir hans sem hér var gömul kona sagði frá því, að þegar jarðskjálftarnir dundu yfir, þá var hún að smala og hún varð ekki vör við neitt. Þegar hún kom heim stóð faðir hennar grátandi við bæjarvegginn. Áður en afréttargirðingin var gerð fyrir Flóamannafréttinn var þetta jörð, sem illbúandi var á. Harðlendisjörð og alltaf fullt af ókunnugu fé. Kona Runólfs var Elín Bergsdóttir. systir Ólafs á Skriðufelli, fjallkóngs. Þau munu hafa búið í Koti á Rangárvöllum 1895-1897 og fluttu þaðan að CÉolrloKnAi im 9 klnuiuuwuv/vfs;* - -Þetta hefir verið hörkumaður, hann Runólfur. Hann átti nú til sterkra að telja, þó að þeim þætti hann ekkerí steikui , iivuikí föður hans eða bræðrum á Stóruvöllum, þeir voru ekki nokkrum mönnum Iíkir. (Sjá sagnaþætti Guðna Jónssonar). Mér er alltaf hlýtt til Runólfs í Skáldabúðum, hann var eins og afkomendur hans, ákaflega hugsunarsamur. Það var einu sinni á hörðu hausti, ég held helst að það hafi verið 1926. Það gaddaði og fraus snemma, ég man ,aö það frusu víða iiion Karionurnar, pao var um paó ieyti sem verió var að reka suöur um haustiö, þá komumst við í það, ég og Bjarni bróöir minn að viö ieiddum kú upp aö Skáldabúðum og þegar við komum uppá Hlíðaríjall þá var þar snjór, þó að það væri autt hér heima. Þegar við komum upp að Skáldabúðum þá fannst Runólfi við vera illa búnir tii totanna. Viö vorum a gummiskom, þaö voru ekki þessir heimagerðu gumrmsKor, þeir voru mikiu betri. Þaö tiuttust tnn svona gúmmískór og það voru svolítið fláar á þeim ristarnar svo að þeir voru ekki góðir í snjó. Runóifur náði í þurrt hey og lét í skóna hjá okkur, þetta fór allt vel, við komum heim osKemmuir a loiunum. bænuur eins og Runoifur i Skáidabúöum og Finnbogi í Minnimástungum, 14

x

Gnúpverjinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.