Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 30
í kindaleit
Margar ferðirnar er ég búinn að fara vegna sauðkinda, gangandi, á bíl eða á
sleða, ýmist til að leita kinda eða til að aðstoða við að ná í fé sem aðrir voru
búnir að finna eða vitað var af, einkum ef um torleiði var að ræða. Hér segir frá
tveimur slíkum ferðum frá árinu 1973.
Sagan byrjar á því að Guðlaugur í Melhaga sá þrjár kindur, mislitar, vestan
í Rauðukömbum í einni af sínum mörgu ferðum sem hann fór þangað inneftir til
að sækja vikur.
11. nóvember fórum við eldri Geiri (Sigurgeir Runólfsson), Björgvin og
Högni í Laxárdal á bíl inn að Bergólfsstöðum. Þar skiptum við okkur, Geri og
Högni fóru fram með fjöllum sem kallað er, það er Geldingadalsfjöllum, og
ætluðu svo fram að Ásólfsstöðum, en við Björgvin fórum á austurkantinn. Hjá
Frönsku Tóftum fundum við eitt hvítt lamb og við Hveralækinn fundum við þrjár
kindur og þó að þær væru allar mislitar þá passaði liturinn á þeim ekki við þann
lit sem Guðlaugur sá, svo við héldum áfram og þegar við erum næstum því
komnir heilan hring um Kambana þá fundum við það sem við leituðum að.
Við settum kindurnar í kerru sem við vorum með og fórum að
Ásólfsstöðum að vitja félaga okkar. Þá höfðu þeir einnig fundið sjö kindur og
þannig urðu þrjár kindur að íjórtán kindum.
Jón á Brúnavöllum sótti þær svo daginn eftir.
Ekið út í Viðey.
30