Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 31

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 31
Haustið 1972 höfðu sést kindur úti í Viðey, en það er hólmi í Pjórsá á móts við Minna-Núp. Miklar vangaveltur höfðu verið hjá ýmsum um hvernig best myndi vera að standa að því að ná í þær. Rétt eftir áramótin fórum við eldri Geiri að Stóra-Núpi og ræddum við Jóhann Sigurðsson. Hann hafði á árum áður farið út í eyna til að sækja skóg og sagði hann að botninn í ánni væri alveg grundvallaður, það er tiltöluiega slétt klöpp nær alla leið. Áin var flugmikil þessa dagana en okkur datt í hug hvort ekki myndi vera hægt að fara þangað á traktor þegar vatnið minnkaði í ánni. 16. janúar standsetti ég svo traktorinn ti! þessarar farar með því að seíja flutningapall aftaná hann og taka af honum viftuspaðana svo þeir skemmdust ekki ef þeir næðu í vatn. Tveim dögum seinna var svo lagt í hann og með okkur Geira fór Ólafur á Stóra-Núpi. Valdimar bróðir hans fór á öðrum traktor austur að á, og festum við taug úr honum í vélina hjá okkur, svo hægt væri að draga í land ef illa færi. Vatnið í ánni gutlaði yfir afturhjólið straummegin og ég blotnaði í fætur við stýrið þótt ég væri í hnéháum stígvélum. Geiri sat framan á vélinni og kannaði uoiiiinn ineo stong. UKkur gekK vei a ieiöinm ut 1 noímann og náöum kindunum án mikíííar fyrirhafnar en færðin í eynni var vond, maður óð mosann í mjóalegg og ef tekið var í skógargrein var eins víst að það væri kalkvistur sem brotnaði strax. Kindurnar voru þrjár, ær meö tveimur íömbum. Vegna taugarinnar úr landi uröum við að fara afturábak tii lands aftur, því straumurinn í ánni var það mikill að taugin varð ekki losuð til að færa hana. Petta gerði ekkert til og ferðin til baka gekk ágætlega. Fjöldi fólks fylgdist með þessum athöfnum okkar og Björgvin í Laxárdal tók við kindunum hjá okkur og fór með þær til síns heima. Riíjaó upp og endurritaö í byrjun vetrar 1991. Elii Runóifur Guömundsson. 31

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.