Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 15

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 15
sem bjuggu svona, við ekki mikil þægindi, þegar þeir voru komnir inná afrétt þá voru þeir alveg eins og strákar. be var á tiallinu meö Runólfi einhvertíma 02 hann var svona léttur.Hevrt hefi é.Q að Finnboei hafi verið slaður á fiallinu 02 ekki þurft mikið tjl þess Það er sagt, að eitthvert sinn féllu flest tjöld ofáná menn í Gljúfurleit. Fiestir fóru að braska við að reisa þau aftur. Finnbogi var að ég held í tjaldi með Guðmundi Ámundasyni og Þorgeiri Gestssyni, þeir hreyfðu sig ekki en lágu kyrrir undir föllnu tjaldinu. Aftur á móti heyrðist smellur, eins og þegar tappi er dreginn úr flösku og stuttu seinna heyrðist í Finnboga: "Ja,nú fer fyrst að verða gaman piltar". Ég var á fjalli með Olafi á Skriðufelli, hann var röggsamur fjallkóngur og ákveðinn, það lét sér enginn detta í hug að fara að standa uppi í hárinu á honum. Hann tók einu sinn hest og nesti af uppkomnum fullfrískum manni og sendi hann heim aftur í byrjun fjaliferðar, aðeins vegna þess að maðurinn var ókunnugur á þessum afrétti. Olafur átti þó til gamansemi líka. bitt sinn fór Oskar Sigurðsson sem þá átti heima í Skaftholti á fjall, nýkominn af síld fyrir norðan. Olafur vék sér að honum og spurði: "Og hvað telur þú nú mörgum eftir sumarið"? Fegar ég fór á fjallið með Olafi á Skriðufelli. þá var hann á Blesa. Hann fékk áreiðanlega skarpa spretti hjá Olafi á köflum. Svo er það eins og kunnugt ci, dö haiin iéi grafa hestinn inni í Skriðufeilsskógi með þeim fyrirmælum, að það ætti að grafa sig sjálfan þarna hjá honum. Svo var það framkvæmt þannig, að Blesi liggur þarna í afgirtum reit. Svo var Ólafur jarðaður þar og ekki hið næsta hestinum. Það er dálítið bil á milli. Það hefir ekki þótt viðeigandi annað. Svo eftir að þetta hafði verið framkvæmt, þá frétti prófasturinn, séra Guðmundur á Mosfelli af þessu, honum leist nú ekki meir en svo vel á þetta. fer upp að Hamarsheiði. Jóhann hafði náttúrulega verið einn af þeim sem framkvæmdu þetta og var auk þess safnaðarfulltrúi. Svo kemur Guðmundur upp að Hamarsheiði og segir: „Vitiö þið hvað þíð hafiö gert, þetta er hreinn heiðindómur.“ Það fara engar sögur af því hverju Jóhann svaraði. Hann var nú ekki vanur því að hlaupa upp til handa og fóta þó að væri yrt á hann. Svo heldur Guðmundur áfram og segir: "Réttast væri, að þið græfuð kallinn upp". Þá segir Jóhann: "Heldur léti ég nú skera af mér hausinn en að ég tæki þátt í þvf'. Og meira var ekki um það rætt, að því er ég best veit. Svo hafði séra Guðmundur líka talað við séra Gunnar í Skarði, en hann hafði svör áreiðum höndum, hann vígði ekki reitinn, hann orðaði það svo: "Ég vígi þessa gröf. Þannig að það er bara gröfin sem er vígð og þar af leiðir, að hesturinn er ekki grafinn í vígðum reit. Ég tók þátt í síðustu kofabyggingu á Gnúpverjaafrétti og er þar einn til frásagnar. Það mun hafa verið 1956 sem Gljúfurleitarkofinn var byggður upp og færður. Það kom vatn í hann og við sáum eftirá hvernig stóð á því. Vatnið hafði farið inn í kofann um frostbrest. það hefði sjálfsagt verið fyrirhafnarminna að koma í veg fyrir það með því að grafa í gegn um frostbrestinn og gera ræsi út. Kofinn var færður um nokkra metra og þetta var heilmikið verk, að gera nýja tótt og færa allt efniö um set og hlaða kofann upp á nýtt. Við fórum Ijórir í 15

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.