Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 28

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 28
Var nú haldið að Guðlaugsstöðum en þangað komum við klukkan rösklega ellefu um kvöldið. Ekki var hægt að hýsa okkur þar en okkur boðið tjald, sem við reistum á nýhirtu túninu rétt neðan hlaðvarpans. Attum við þarna góöa nótt í veðurblíðunni. Á Guðíaugsstoöum bjuggu þa ásamt konum sínum þeir Páll Hannesson og tengdasonur hans Pétur. faðir Páls alþingismanns, en Pétur og kona hans munu litlu síðar hafa flust að HöIIustöðum. Ekki þótti hæfa að sleppa okkur suður á tjöllin um morguninn fyrr en við höfðum þegið rausnarlegar máltíðir. Við matborðið sagði Páll okkur mjög skilmerkilega til vegar. Hef ég jafnan síðan munað með hvaða orðum hann lauk leiðsögn sinni en þau voru þessi: "Þið ríðið of hart ef þið eruð ekki því betur ríðandi, ef þið eruð ekki fjóra tíma að Sandá og níu tíma að Seyðisá". Klukkan var farin að ganga tólf þegar við höfðum þakkað góðar viðtökur og kvatt Guðlaugsstaði, og þar með tók óbyggðin við. Farangur okkar var ekki annað en það sem við reiddum fyrir aftan okkur, eða það sem hnakktöskurnar rúmuðu að mestu. Höfðum við þó góðan hlífðarfatnað og nægan mat til ferðarinnar. Veðri var þannig háttað þennan dag að framan af degi var sunnan gola og bjart en hvessti töluvert síðdegis og huldist suðurloftið þoku svo ekki sá til jökla, en moldarmökkur yfir Kili. Um kvöldið varð veður aftur kyrrt. Ferð okkar sóttist allvel þarna suður heiðina. Þó urðum við fyrir því að fara nokkuð úrleiðis þar sem við munum hafa lent á glöggri slóð sem stóð á heiðinni hafði iroðið en við áttuöum okkur þó fljótt. Klukkan að ganga níu um kvöldið sáum við nokkurn spöl fram undan tjald og tvo menn riöandi koma að tjaidinu. Parna vorum við komnir að Kúiukvísi og menn þeir sem við mættum þarna höföu þar aösetur, en voru varðmenn með Blöndu sem þá var ein af mörgum varðiínum vegna útbreiðslu mæðiveikinnar. Holöurn við iítið stansaö þennan dag og var því þörf fyrir bæöi menn og hesta að nærast. Áttum við góðar samræður við þessa menn og gott að þiggja hjá þeim kaffisopa. Dvöldum við þarna nokkuð á annan tíma. en héldum síðan til Hveravalla og komum þangað klukkan eitt um nóttina. Héldum við að einhverjir \ cc ru í> n r þar í sæluhúsinu og gengum því hljóðlega um. Komum við þarna að mannlausu herbergi með rúmum og dýnum í. Hitann lagði á móti okkur þar sem hitaveita var í húsinu. Var því notalegt að leggja sig þarna léttklæddur. Sofnuðum við fljótt og sváfum fram á dag. Hestarnir voru í góðum haga skammt frá. Nú lá leiðin suður Kjalhraun. Hestar okkar voru nú heldur ósáttir við hraunið, sem er grýtt og úfið, og gerðust heldur þungir. Var líka full ástæða til að þessir lítt vönu ferðahestar væru teknir að þreytast þar sem að baki voru tvær alllangar dagleiðir, en þeir tóku gleði sína aftur þegar hrauninu sleppti og gatan varð greiðari. í Hvítárnes komum við klukkan hálfsjö eftir sjö og hálftfma ferð, en þar höfðum við hugsað okkar að gista. Þegar þangað kom sáum við að þar var fyrir hópur hesta og allstór hópur fólks frá Ferðafélagi íslands, flest konur eða stúlkur á léttasta skeiði. Fylgdarmenn voru tveir, Erlendur á Vatnsleysu en hinn mun hafa heitið Karl og lengi verið bílstjóri hjá Ólafi Ketilssyni. Áttum við nú eins von á að verða úthýst vegna þess hve margt fólk var fyrir, 28

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.