Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 32

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 32
Sagan af prikinu 23. nóvember íór ég meö hundinn á bílnum inn að Lambafelli, sem er skammt tyrir innan afréttargirðinguna á vestanverðum Plóamannaafréttti. Þaðan fór ég gangandi mn að Skillandsá á móts við Illagiistanga, það hef ég reynt að gera á undanförnum árum, ef vera kynni að kindur hafi lent þar, hafi þær komiö innan að. Geiri, heitinn móðurbróðir minn, geröi þetta og hann sagði mér að fé hafi orðið þarna úti áður fyrr. Eg gekk svo niður með ánni og sá vel vestan í Kambinn, en þar hafa líka fundist kindur eftir allar leitir. Legar ég var svo kominn fram að Skreiðará uppgötva ég að smalaprikið mitt hafði orðið eftir inn við á, þar sem ég tyllti mér niður með bitann minn. Ég var kominn of langt til að snúa við til að sækja það þar sem þetta var svo sem ekki merkilegt verkfæri, bara brotið hrífuskaft, Segir svo ekki meira af þessari ferð. 2. janúar þennan sama vetur stóð til hjá okkur sieðafélögunum aö fara í kringum Laxárgijúfur að ieita kinda, en vegna óhagstæðs veðurútlits var þeirri ferð l'restað, svo mér datt í hug að skreppa eftir prikinu og iagði af stað með það í huga. Þegar ég kom innst í Skreiðarárdalina sá ég tvær kindur á torfu fyrir vestan Kambinn, en hann er innan við Skiilandsá vestur undir Stóru-Laxá. Ég komst yfir ána á ármótunum og inn fyrir kindurnar, kom þeim fram að ánni og náði þar annarrri en hin hentist inn úr. Ég batt lambið sem ég náði og elti ána inn að Krossgili. Þar setti hún sig niður að á og þar skildi með okkur. Ég reiddi svo lambið fyrir framan mig á sleðanum og kom því heim. Þetta var grá lambgimbur frá Jóni Hermannssyni á Högnastöðum, ærin var líka grá. Daginn eftir var gerður út leiðangur. Ég fékk Melhagafeðga og Hadda í Laxárdal með mér og alla á sleðum. Við fundum ána rétt innan við bar sem hún hvarf mér daginn áður. við komum henni upp og eftir um klukkutíma eltingarleik náðum við henni við snjóhengju. Við bundum saman á henni lappirnar og settum hana á sleða sem ég var með aftaní mínum og þannig komst hún heim. í framhjáhlaupi má geta þess, að þessi sama ær náðist á túninu í Skáldabúðum 12. janúar árið eftir, ásamt þremur kindum frá Stokkseyri. En það er af prikinu að segja að það fann ég í einni af þessum föstu ferðum míiitiiTi þarna inn eftir scm ég fór 12. desember 1989 og þar með er þetta orðið nokkuð merkilegt prik. Endurskoðað og umritað í byrjun vetrar 1991. Elli Runólfur Guðmundsson. 32

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.