Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 38

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 38
Hreppsnefndarmenn í Gnúpverjahreppi 1874-1991 Það mun hafa verið árið 1951 að ég birti í Gnúpverjanum þátt um sveitarfélagið í Gnúpverjahreppi á árunum 1877-1950. Þátturinn hófst með þessum orðum: "Arið 1872, hinn 2. maí gaf konungur út tilskipun um fyrirkomulag sveitarstjórna. Sú skipun sveitarmálefna virðist ekki hafa komist á í Gnúpverjahreppi fyrr en 1877 eftir því sem næst verður komist af sveitarbókum þeim, sem varðveist hafa hjá oddvitum Gnúpverjahrepps." Nú vildi svo til að ég fékk að líta í hreppstjórabók Gnúpverjahrepps, sem nær yfir árin 1843 til og með 1876 og varðveist hefur í Hlíð. Við nákvæman yfirlestur hennar finnst að hreppsnefnd hefur fyrst verið kosin í Gnúpverjahreppi sumarið 1874, sem sagt þremur árum fyrr en hreppsnefndarbókin vitnar um. Pessar upplýsingar eru þó ekki eins fullkomnar og best verður kosið, því að láðst hefur að skrá nöfn hreppsnefndarmannanna við fyrsta fund þeirra þann 22. október 1874. En það verður þó að teljast fullvíst að Lýður Guðmundsson í Hlíð hafi verið fyrsti oddviti hreppsnefndarinnar. Það sést meðal annars af því að hann undirritar einn hreppsreikningana fyrir fardagaárið 1874-1875 og 1875 -1876 en þeir eru skráðir í þessa umræddu bók. Síðan tekur sveitarbókin við árið 1877. Svo vel vill til að Steinar í Hlíð lumaði á fleiru sem gaf upplýsingar um hrppsnefndarmennina fyrstu, þótt ekki dygði það til þess að finna þá alla. Hann hefur og varðveitt gjörðabók úttektarmanna hreppsins sem tekur til áranna 1822 til 1895. Þar segir svo á einum stað: "1876, 30. maí var hreppstjórinn í Gnúpverjahreppi Lýður Guðmundsson í Hlið, og hreppsnefndarmaður Einar Gestsson á Hæli staddir í Steinsholti til að taka út jörðina,... ." Af þessu er augljóst að Einar á Hæli hefur verið kosinn í íyrstu hreppsnefndina 1874 ásamt Lýði í Hlíð. Það liggur hins vegar ekki fyrir hver þriðji hreppsnefndarmaðurinn var, en ég ætla að helst komi til greina Vigfús Pálsson á Stóra-Hofi eða Guðmundur Þormóðsson í Ásum og þó fremur Vigfús. Á þessum tíma var kjörtímabil hreppsnefndarinnar 6 ár en kosið var til hennar þriðja hvert ár, þannig að 1874 hefur Lýður í Hlíð verið kosinn til sex ára en Einar á Hæli og Vigfús á Stóra-Hofi kosnir til þriggja ára. Síðan heldur Lýður sínu umboði 1877 til ársins 1880 en Vigfús Pálsson er endurkjörinn til sex ára (og Guðmundur Þormóðsson í Ásum einnig kjörinn 1877 til sex ára,) en Einar Gestsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs 1877. Að fengnum þessum nýjustu upplýsingum set ég hér á blað leiðrétt hreppsnefndarmannatal í 117 ár. 38

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.