Gnúpverjinn - 01.12.1992, Qupperneq 10

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Qupperneq 10
Já, þetta var hörkulið. Strákarnir vorum við Kolbeinn Þorsteinsson í Háholti, Bjarni Gíslason í Sandlækjarkoti og Gunnar Pálsson á Ásólfsstöðum. Hann varð berklaveikur og dó innanvið tvítugt. Hann var einn af þessum sem búa yfir svo miklu lífsfjöri, að þeir verða manni alveg ógleymanlegir. Stelpurnar voru: Sigríður Jóhannsdóttir á Hamarsheiði, Guðlaug Högnadóttir í Laxárdal, svo Skarðssystur, Guðlaug og Steinunn Matthíasdætur, Ingibjörg Jónsdóttir í Pjórsárholti og Margrét Gísladóttir í Sandlækjarkoti. -Það þarf varla aö spyrja að því, að þú hefir unnið alla venjulega vinnu heima, eftir að þú fórst að geta eitthvað, með hand-og hestaverkfœrum eins og þá var? Það var mikið mokað. Ég hefi oft hugsað með mér, að mætti segja um mig og fleiri eins og K.N. sagði: „Ef einhver sér mig ekki vera 'að moka þetta orða þannig hlýt þá er orðið hart um skít.“ -Hvað gerðirðu svo í menntunarmálum eftir að harnaskóla lauk? Lýður bróðir minn kenndi mér og Bjarna bróður mínum heima. Lýður var búinn að vera í Flensborg og svo var hann í Samvinnuskólanum einn vetur. Hann kenndi okkur til þess að stefna að því að komast upp í þriðja bekk f gagnfræðaskóla og það tókst þrátt fyrir að okkur litist nú ekki nógu vel á blikuna. Við höfðum það. Við fórum í gagnfræðaskóla Akureyrar, sem svo var gerður að menntaskóla á því ári og tókum gagnfræðapróf þar vorið 1931 . -Manstu hvenær þið fóruð að kaupa vélar svo sem rakstravél og sláttuvél? Pað var upp úr 1930, þaó var ekki fyrr. Túnasléttur komust ekki á rekspöl fyrr en dráttarvélar komu til sögunnar. Paó var um þetta leyti. Viö byrjuðum á því að fá okkur rakstravél, við höfðum töluverð not af henni, vorum með svo greiðfærar engjar. Svo fengum við okkur sláttuvél og gátum líka notað hana svolítið á engjunum þó að óáborið valllendi sé nú snögglent. Petta var hér inní á eyrum og við fórum með sláttuvélina alla leið inn í Bjarnarhaga, hann er ínn við Katlagljúfur. Nú er þetta orðið ófært þvf að áin braut fremsta hlutann af Bjarnarhaganum. Ég held að ein fvrsta sléttan hafi verið gerð hérna 1931 með traktor neðan af Skeiðum, það var Jón Bjarnason frá Hlemmiskeiði sem vann hana. -Veisiu hver var með uúnaðarfélagstraktorinn hérna fyrst? Paö var nú tii dæmis Sigurgeir Porsteinsson, Geiri Porsteins, hann vann töluvert með honum og seinna var Kolli á Hamarsheiöi með hann. -Og hvernig leist nú gömlu mönnunum á þetta? Ég held að þeim hafi litist vel á það. -Þeir hafa ekki séð eftir þúfunum.? Pað held ég nú ekki, ég held að það hafi verið liðin tíð um mína daga að menn væru að spekúlera í því. Pað var töluvert til af svokölluðum þaksléíturn hér í túninu og manni blöskraði aiveg að hugsa ti'i þess hvað virinan vai mik.il við þessar þaksléttur. Ailt unmó meö handverktærum. uöruvísi var þaö ekki hægt. Pegar nausiiö var gott pa var paö hentugur timi til þess aö skera ofanaf. /vnnars var nu neira ao gera a naustin, paö var viöhaidiö á byggíngunum, oi't var haustið notaó tii þess. 10

x

Gnúpverjinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.