Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 6

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 6
Þráðurinn milli manns og lands í stuttri heimsókn að Oddgeirshólum í haust, gaf ég mér tíma til þess að ganga upp á hæsta klettinn þar, svokallaðan Stangarklett. Þar sést vel til allra átta. Eg þurfti að hvíla mig tvisvar á leiðinni og gat þá glöggvað mig á ýmsu, sem ég var næstum búin að gleyma. Útsýnið þarna uppi á klettinum sveik mig ekki. Svo fór ég að hugsa um liðna tíð. Minntist þess hvað ég var ólystug og mjó þegar þegar ég var lítil stelpa. Og ég hef líklega verið það sem kallað var "veimiltíta". Ekki segi ég að klettarnir hafi beinlínis læknað mig, en þeir voru miklir gleðigjafar. Við systkinin elskuðum allt klifur utaní þeim, og það var ekki bannað. Þegar skóli var á heimili okkar var lítill hóll á bak við bæinn oft notaður sem borg í feluleik og hlupu stærstu krakkarnir mörgum sinnum eftir endilöngum Bæjarklettinum (klettur fast við bæinn, mjór hryggur). Þetta var nokkuð glæfralegt en kom þó aldrei að sök. Ég lék þetta ekki eftir, en ég naut spennunnar sem því fylgdi. Stundum þegar ég var í leiðu skapi, hljóp ég ein upp brekkuna að Stangarkletti. Þetta bætti skapið, og ég tók eftir því að ég komst smátt og smátt hærra á hlaupunum án þess að hvíla mig. Þetta gerði það að vekum að ég varð bara fljót að hlaupa. Hópurinn sem lék sér á túninu var oft stór. Auk okkar systkinanna voru stundum stærri strákar á bænum einn eða tveir, systkinin í Höfðanum, og stundum líka þrjú systkin frá Austurkotinu. Stóru strákarnir hafa sjálfsagt tekið eftir því hvað ég var lítilsigld. Þeir áttu til að kalla mig fremur óvirðulegum nöfnum og oftast var "litla" fyrir framan. Einu sinni gáfu þeir mér nafn af skilvindunni, en hún hét Perfect. Pabbi sagði mér hvað það þýddi, og ég var mikið ánægð - enda var það um líkt leyti sem drengirnir tóku eftir því hvað ég var orðin snögg og fljót að hlaupa og vildu þá hafa mig með í leik. Höfði var í sama túni og Oddgeirshólar og framhjá bænum lá leiðin í okkar haga. í þessum litla bæ ólust upp mörg börn. Þetta var glatt fólk og mjög skemmtiiegt í Ieikjum. Ég held að þau hafi verið sterk og hraust, enda áttu þau mjög duglega foreldra sem gripu öll tækifæri til að afla og nýta. Við vissum aldrei til að þetta heimili vantaði mat. Foreldrar mínir voru víst ekki ánægð með mig. Þau létu lækni skoða mig og fengu lyf, sem ég held að hafi verið fyrst og fremst járn. Síðan hef ég ekki þurft að kvarta um lystarleysi. Ég vík aftur að brekkunni undir klettunum. Hún var hlýleg með fjölda blóma. Mest bar á blágresi og mjaðarjurt. Þarna voru líka hrútaber og jarðarber. Ég held að við Sigríður systir mín höfum verið á undan okkar samtíð. Við gerðum hlaup úr þessum berjum. Klettarnir haida sinni reisn. Einnig stóráin, Hvítá. Hún var löngum umhugsunar- og spennuefni, enda stundum dálítil umferð á ferjustöðunum. Oft var spurt: „Ætli að áin sé fær?“ Við kynntumst henni í ýmsum myndum. Þegar lítið var í henni var létt að róa yfir, en róður á straumvötnum er þó ekki eins auðveldur og á kyrrum vötnum. Stundum þurfti að sundleggja hesta. Mér fannst ég vera orðin þýðingarmikil persóna þegar ég fékk að teyma hesta yfir ána. Við systurnar gátum róið yfir, en við ferjuðum aðeins einu sinni. Sá sem við rérum með hét, hét Jónsteinn Melsteð, bróðir 6

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.