Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 29

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 29
en okkur var vel tekið og enginn vandi með gistingu. Þarna lentum við í glaðværð og fjörlegum samræðum fram eftir kvöldi. Þegar kom að hóflegt þótti að leggjast til svefns, tilkynnti ein stúlkan að okkur væri úthiutað einu herbergi þar sem í því væri svo reimt að hinir notuðu það ekki. Lýsti hún síðan hvernig vofa þessi hagaði sér og lék jafnvel tilbrigði hennar. Síðan fylgdu einhverjar draugasögur. Við gengum roíegir til hvílu, því læpast var ástæða tií að vera myrkfælinn þarna í sumarnóttinni sem enn var að mestu björt. Ég hafði nú helst gert ráð fyrir að leggja snemma upp næsta morgun og ná heim að kvöldi. En við kunnum því illa að gera fólkinu ónæði og því var klukkan farin að ganga níu þegar við lögðum upp. Var nú haldin bílaslóðin niður að Hvítárbrú sem þá var komin fyrir nokkrum árum. Héldum við síðan suður með Bláfelli að austan. Sunnan Bláfells var á leið okkar tjald, sem ekki kom í sjónmál fyrr en okkar bar þar að . Við ijaidiö voru tveir menn sem komu mér kunnugíega fynr sjónir, en það voru þeir Matthías á Fossi, sem þá var fyrir fáum árum fiuttur frá Skarði og Pórannn á Miöhúsum. Póíti mér þetta alisérsíæö uppíifun aö standa þarna óvænt frarnmi fyrir sveitunguin mínurn, en en frá þeim tíma sem ég hélt norður haustiö áöur hafði ég vart séð nokkurn mann sern ég hafði áður augum Iitið. Þessir menn sinntu þarna sömu störfum og menn þeir sem við hittum við Kúlukvísl. önnuðust vörslu með Hvítá. Þarna fengum við góðar viðtökur. Taldi Matthías mátulegt fyrir mig að fara að Fossi um kvöldið og náíta mig þar. Sagðist hann geta haft gott af því, þar sem hann þyrfti að koma boðutn heim. Féllst ég á að þetta væri skynsamlegt. Fór ég því að ráðurn Matthíasar og kom að Fossi kíukkan átta urn kvöídið. Fékk ég þar að sjáifsögðu góðar viðtökur. Leiðir okkar Sigurðar skildu við Gulifoss þar sern hann hélt að Geysi urn kvöldið. Siðan hélt hann um Laugarvain og Pingvöli. Hestana seidi hann þegar tíi Reykjavíkur kom. Mun hann hafa fengið það verð fyrir þá að ferðin varð honurn ódýr. Heirn kom ég svo næsta dag eftir rösklega fjögurra tíma ferð frá Fossi. Trúlega þætíi mörgurn nútíma hestarnönnum hestakostur minn í þessa ferð heldur bágur, en þessi hross komust þar vei frá hiutverki sínu og virtist þeim ekkert verða meint af. Hryssan varð lipurt og þægt heimilishross. Hesturinn fékk gott fóður og næga þjálfun veturinn eftir og var kominn með góðan þroska og þrekiegur þegar ég kom heim næsía vor. Pá var hann íekinn íii drátíar, sem varð einkum hans hlutverk eftir það. í því hlutverkí stóð hann sig vel og þurfti oft að beita afli með þungt eyki. Þá féll jarðvinnsla allmikið í hans hlut og einnig gegndi hann því hlutverki að verða einn af síðustu sláttuvélahestunum okkar. Fn vélaöldin var ekki langt undan og þá breyttist margt. Sveinn Eiríksson 29

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.