Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 8

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 8
Viðtal við Steinar Pálsson -Hverjir voru foreldrar þínir? Þau voru, Páll Lýðsson, fæddur í Hlíð, sonur Lýðs Guðmundssonar sem bjó hér fyrstur af okkar forfeðrum. Hann fluttist hingað frá Bræðratungu, en bjó áður í Skarfanesi á Landi. Hann var eitt ár í Bræðratungu. Þeim þykir það nú svolítið einkennilegt, afkomendum hans, að hann skyldi ekki vera lengur í Bræðratungu heldur en þetta, því að það hefur nú verið talin öndvegisjörð, Bræðratungan, en það er sagt svo, að honum hafi þótt votlent, hann var ekki vanur slíku. -Hann hefir verið vanur harðbalanum? Já, en þá var allt að fara í auðn í Landsveit af sandfoki, þó að Skarfanesið sé búið að vera í byggð fram á okkar daga. steinar Páisson -Keypti hann þessa jörð, Hlíð? Nei, þetta var leigujörð þangað til pabbi minn keypti hana 1915, það var ekki fyrr. Það hefir verið giskað á með Bræðratunguna, að það var leigujörð og af einhverjum ástæðum hafi verið stirt með það að fá ábúð þar til frambúðar. - Veistu hvaða ár langafi þinn var þar? Hann kom að Hlíð 1837. Þá var afi minn sex ára gamall, hann var fæddurl831 og ég veit hvað leið þeir komu hingað, sem í fljótu bragði virðist nú ekki vera það sennilegasta. Afi okkar sagði okkur frá því, að þeir komu hérna framanað, svokallaðan Tæpastíg. Þeir fóru yfir á Iðu og svo með Laxá upp hjá Skarði, þetta var leið sem maður fór oft, þegar farið var út að Iðu. I fljótu bragði virðist þetta ekki vera það sennilegasta, en það hefir legið þannig í því, að þetta var í fardögum og það hefir verið fardagaflug í ám og þá kom ekki til greina að sundleggja nema við ferju. Stóra Laxá gat verið vond á vorin, hún gat verið ófær í fardagaflugi. Eg rifja þetta nú stundum upp fyrir mönnum sem að trúa því ekki að neitt geti geymst í minni nema fáa áratugi. -En móðurœtt þín? Ragnhildur Einarsdóttir. Dóttir Einars Gestssonar á Hæli, hann var sonur Gests Gíslasonar, sem var alkunnur fyrir hendingarnar: "Ég heiti Gestur og er frá Hæli" o.s.frv. Móðir Einars var Ingveldur Einarsdóttir frá Laxárdal, það er margt fólk hér í báðum hreppum til út af honum, Einari Jónssyni sem bjó í Laxárdal. Sonur hans var Einar organisti sem smíðaði orgel og bar það á bakinu út að Hrunakirkju og spilaði á það þar. Hann var faðir Sigurðar Hlíðar. Móðir mín var frá Hæli og þurfti ekki að fara langt að heiman. Hún sagði okkur frá minnisstæðu atviki í hennar uppvexti. Þegar hún var ung stúlka á Hæli var hún eitt sinn stödd í göngunum þegar jarðskjálfti reið yfir og göngin hrundu,en hana sakaði ekki. Þetta var 1896 og það er eiginlega ótrúlegt, að ekki skyldi farast fjöldi manns í héraðinu, svo mikið hrundi af húsum . 8

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.