Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 34

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 34
farangur í bagga á þá reiðingshesta sem voru með í ferðinni og raða í vagna öllum viðkvæmari flutningi. Þetta var gert í porti rétt við Landsbankann í Reykjavík. Þó að vel væri haldið áfram að ferðbúast þarna í portinu, þá veittu þeir því athygli, að maður kom á þeysireið ofan Laugaveginn og niður Bankastræti og ekki linað á reiðinni fyrr en komið var í portið þar sem þeir voru að ferðbúast. Þekktu þeir manninn og hestinn fljótt eftir að þeir komu auga á hann og var þar Gestur á Hæli á Núpsjörp. Gestur snaraðist nú af baki, kastaði á Flóabændur kveðju, batt hryssuna við einn af kengjunum sem viðskiptamenn bankans höfðu rétt á að binda hesta sína við, meðan þeir sinntu bankaerindum. Otrúlegt var að sjá að hryssan sýndi engin þreytumerki, en henni hafði nú verið riðið einhesta frá Hæii til Reykjavíkur á einum degi, að sjálfsögðu lagt snemma upp en komið á áfangastað síðdegis eftir varla meira en 12 tíma reið. Gestur hugðist nú hlaupa upp tröppurnar þá veitti hann því athygli að á efstu tröppunni stóð góðkunningi hans, Bjarni frá Vogi, sem um þær mundir mun hafa verið kunnugt um þrönga fjárhagsstöðu föður míns. Hann mun hafa færst nokkuð mikið í fang um þær mundir við margskonar framkvæmdir, sem hann var að koma áfram, og mun hann hafa hugsað sér að koma sínum málum á traustari grundvöll í þessari ferð. Flóabændur sem höfðu stöðvað verkió við að ferðbúast við komu Gests, heyrðu nú að Bjarni sagði hátt og skýrt "sæll vertu Gestur ríki á Hæli." Faðir minn stoppaði við og horfði örskotsstund í augu Bjarna, en sagði síðan svo hátt að allir máttu heyra um leið og hann snaraðist inn, "sæll bitlinga Bjarni." Ásgeir Björnsson sem sagði mér þessa sögu hafði verið tvö ár vinnumaður á Hæli áður en Gestur fór að búa og þekkti hann því vel. Vissi hann að hann léti engan, hvorki æðri né lægri. vaða ofaní sig, frekar en afi hans forðum þegar lögreglunni þótti hann ríða of hart á Reykjavíkurgötum. Þegar ég man fyrst eftir mér þá hafði Núpsjörp algjöra sérstöðu í hrossahópnum. Eftir að faðir minn dó haustið 1918 var fyrst í stað ekkert komið á bak henni, enda kom íljótt í Ijós aó enginn réði almennilega við hana. Hún var látin eiga nokkur folöld, en það einkennilega kom í ljós að afkæmi hennar líktust henni mjög lítið. Elstu synir hennar þeir Þytur og Óðinn urðu báðir ágætir brúkunarhestar, duglegir, þægir og með góðan vilja, en höfðu ekki eiginleika gæðingsins. Þriðji sonur hennar Krummi nýttist ekki vegna þess að ekki tókst að gelda hann almennilega. Fjórði sonurinn Jarpur var seldur til kynbóta til hrossaræktarfélags Sand\ íkurhrepps en fórst af slysförum ungur, en að lokum eignaðist hún dóttur og var hún nefnd Litla-Jörp. Hún reyndist þægilegt brúkunarhross, en var framtakslítil og hafði ekkert af skerpu móðurinnar. En einn af sonum Litlu-Jarpar var Geira-Jarpur og varð hann einhver mesti tilþrifa hestur og viljahestur sem um getur, en hann var þrátt fyrir mikla og góða tamningu næstum ónothæfur vegna ofríkis og endaði sem reiðhestur Sigurgeirs í Skáldabúðum og sagði hann mér, að honum fyndist hann sem gangandi á öðrum hestum eftir að hann fékk Geira-Jarp. Þó varð Sigurgeir að sætta sig við það siundum, þegar nann kom neim á Geira-Jarp aó verða aö ríða nokkra hringi í kring um bæinn áður en honum tækist að stöðva hann og varð ég einu sinni u^juuiiui uu pvi. En þaö var ekki aíitaf þægiiegur reiðvegur i kringum bæinn þegar dró snjó að bæjarhúsunum í Skáldabúðum og hesturinn hijóp eins hart og 34

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.