Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 37
Búskaparsaga
Séra Oddur Sverrisson kom að Stóranúpi árið 1789. Þá átti jörðina
Stóranúp Jón Thoriacíus og hafði búið þar nokkur ár. Hann var auðugur fyrst en
drakk svo út allar eigur sínar og svo skuldugur kirkjunni að þar vantaði á
mventenum kirkjunnar og þaö metiö á 119 ríkisdaii. Nú átti Jón ekkert tii að
borga með nema jörðina Stóranúp. Lét séra Oddur því' dæma hana kirkjunnar
eign á Alþingi. Þar með varð Stórinúpur kirkjujörð og prestssetur og Oddur
fyrsti prestur sem þar sat. Jón Thorlacíus varð auðvitað að fara á sama ári, bjó
part úr ári í Hátúni (bær skammt frá) og síðar á Rauðarhól í Stokkseyrarhreppi.
Sera Oddur var gróöamaöur og hafði stórbú á Núpi, 12 kýr 3 til 6 geldneyti, um
20 hross og 200 fullorðið sauðfjár. Þá voru litlar kröfur gerðar til góðrar
meðferðar á skepnum og lifði fénaður mest á útigangi, skepnur þurftarlitlar og
kvalaseigar af vananum. Þá missti Oddur nokkuð úr hor, en sagði sjálfur "ég
missti nokkuð á hverju vori en átti nóg samt".
Enn var það að nágrannar séra Odds voru fénaðarfáir, og notaði hann lönd
þeirra sem sitt. Mjög var séra Oddur kappsamur við heyskap og gekk sjálfur að
allri vinnu og var hinn duglegasti, en ekki að sama skapi hirðusamur. Aldrei gaf
hann hey á jötur, heldur á gadd, enda lítið um hús fyrir útigangspening.
Eitthvað er getið um fjárborgir frá þessum tíma og einnig skjólgarða.
Bæjarhús voru léleg og vildi matbjörg skemmast þv í vel var lagt til bús en
lítið um geymslur fyrir kjöt, súrmeti og blautfisk en tunna var fyrir kornmat og
harðfiskur ekki vandmeðfarinn. Kona séra Odds var hugulsöm sæmdarkona og
gaf hún fátækum sem mest hún gat við komið. Ekkert fékkst séra Oddur um það
en var þó talið að hann vildi heldur taka við en veita.
Einhverju safnaði séra Oddur af peningum og geymdi í skjóðu, skjóðuna svo
í korntunnugarmi sem hékk varla á stöfunum, þar ofaná bréfarusl, hey og mosa
og annað dót, hverjum gat svo dottið í hug að þarna væru peningar geymdir.
Þó fór svo að skjóöan hvarf meö öiiu, einmitt meðan séra Oddur var í
Iestarferðinni að vori til. Einhverjir voru nú grunaðir um peningahvarfiö, en
þar sem um þessar mundir var heldur róstursamt í héraði, var ekki gott að gera
eða á vísan að róa. Þó beindust grunsemdir helst að Sigurði Gottssveinssyni sem
þá átti heima á Hæringsstöðum í Flóa, en var í ferð hér hér ofar í heimsókn hjá
kunningjum og vandamönnum í Steinsholti, einmitt á þessum tíma sem séra
Oddur var í lestarferðinni og skjóðan hvarf. Það lá því vel við að kenna Sigurði
um peningahvarfið, þar sem hann var áður grunaður um hnupl og jafnvel á hann
sannað. En í þessu tilviki var ekkert hægt að sanna neitt á neinn og því málið
látið niður falla og ekki einu sinni kært til sýslumannsins en það féll bótalaust.
Brynjólfur á Minnanúpi getur eitthvað um þetta mál í sögunum um Kambsránið
og þaöan eru einnig heimildir um þessa búskaparsögu og ennfremur í öðrum
sagnaþáttum Brynjólfs, svo líka í gamalli blöndu og auðvitað munnmælasagnir
svona til að holufylla í frásögnina. í þessari blöndu er eitthvað getið um Jón
Thorlacíus sem var síðasti bóndi í Hátúni.
Jóhann Sigurðsson.
37