Gnúpverjinn - 01.12.1992, Side 20

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Side 20
Stutt ferðaminning Sumarið 1945 var enginn skíðaskóli í Kerlingarfjöllum en í Arskarði hafði Ferðafélag Islands byggt eitt af sínum sæluhúsum. A miðvikudagsmorgni 25. júlí eru hér fjórir strákar að ræða um veðurútlit. Hestarnir 14 eru enn kyrrir á góðum haga í hvamminum neðan við húsið, því að seint var sest að um kvöldið eftir göngu á Rauðkoll og nokkuð langa leið úr Þjófadölum um Hveravelli hingað í Árskarð. Við erum allir "fjallsprækir" ennþá en ekki förum við að baksa upp á tinda meðan þokan liggur niður í miðjar hlíðar. Þetta var nú fjórði dagur ferðarinnar, sem allir voru þurrir og bjartir með norðangolu þó að stund og stund dragi fyrir sólu. Þennan morgun var þokan þaulsætin og hvað var þá til ráða? Fjöllin höfðu verið heið þessa daga frá því við sáum til þeirra úr Fremstaveri. Voru þau nú að segja okkur að snúa við og sinna heldur heyskapnum heima. Við heitum á Strandarkirkju eða Ferðafélagið. Það hefur nú látið okkur eina um gistingu í húsum stnum síðustu nætur. Tillagan samþykkt samhljóða. Um dagmál fór þokan heldur að greiðast sundur "brotna upp." Hnúkarnir teygðu sig nú upp úr þokunni hver af öðrum og vildu segja við okkur: "Hér erum við, þið eruð velkomnir." Nú var ekki til setu boðið, hestarnir teknir úr höftum, lagt á reiðhestana, en þeir lausu reknir austur í verið bak við Árskarðsfjallið og heftir. Nú var næst að velja reið- og gönguleiðina upp eftir. Öruggasta leiðin var sjálfsagt upp skriðuna vestan í Fannborg en hún var mun lengri héðan, sem við vorum komnir, svo var líka að sjá að héðan upp að Jökulkinninni væri sæmileg hestaleið (smalavegur). Við stigum á bak og riðum nærri beint upp að fönninni. Þarna bundum við hestana á streng á melhjalla. Nú var lagt á fönnina, sem reyndist auðveld yfirferðar. Hæfileg spor mynduðust svo aö ekki skrikaði fótur og bratti var ekki til tafar hér en nokkrar þröngar sprungur sýndu að þessi fönn var þykkari heldur en vetrarfannirnar í túninu heima. Fyrir ofan jökulinn jókst brattinn, en nú var ekki langt á toppinn. Nú gæti verið svellbunki þarna efst undir brúninni og við aðeins með litla vasahnífa til að gera för, en leiðin var greið og við stóðum á toppi Snækolls. Á göngunni upp hafði útsýnin víkkað jafnt og þétt til norðurs og vesturs. Mælifellshnúkur og fleiri fjöll í þeirri átt vildu láta á sér bera. Þarna var Rauðkollur okkar frá í gær og Búrfjöllin nokkuð snjóug. Þegar við stóðum á toppnum víkkaði sviðið. Heiðríkjan var einráð yfir öllum fjöllum og jöklum. Héðan á að sjást til sjávar bæði sunnanlands og norðan. Takmörkin eru fjöll í Ódáðahrauni, Öræfajökull, hafið, Henglafjöll, Eiríksjökull, fjöll við Húnaflóa og Skagafjörð. Hofsjökull byrgir sýn til norðausturs. Dagurinn var hlýr. Um "kalda fegurð" var ekki að ræða á þessum degi. Skáld hafa sagt að á öræfum verði litir dýpri og 20

x

Gnúpverjinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.