Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 24

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Blaðsíða 24
Hofskirkja I kirknatali Páls biskups, sem er gert um 1200, er kirkja á Hofi í Eystrihrepp tilgreind. 1 syningarskrána Páskar 1983 - kirkiulist á Kiarvalsstöðum, skrifar Björn Th. Björnsson listfræðingur grein er hann nefnir: Um kór og skip. Þar segir svo á bls. 27: "Á miðöldum, og raunar langt fram eftir, var milligerð milli kórs og framkirkju, ýmist með heilu þili umhverfis kórdyr eða með gagnbrotnu verki neðra, en efri hlutinn og kórþilið sjálft heilt. Þil þetta, sem þá sneri að kirkjugestum, virðist hafa verið algengasti staður veggmálverka. í máldaga Reykjakirkju í Ölfusi, sem að framan er getið, er nefnd" pentan framan fyrir kór," og í Hofskirkiu í Eystrihrepp er árið 1397" pentaður kór framan". Slík málverk á kórvegg hafa að líkindum ýmist verið Maestas Domini, þ.e. Kristur á veldisstól, dómari lifenda og dauðra, með utmálun Helvítis og Paradísar til hvorrar handar, eða oftar hinn sigrandi Kristur á krossi, ásamt með Maríu og Jóhannesi. Kristsmyndin sjálf hefur þá verið yfir miðjum kórdyrum, en hafi málverk ekki verið, hékk þar gjarnan útskorin róða, svo sem oft er getið í máldögum. Þessi lýsing á skreytingu í Hofskirkju gæti bent til þess að þar hafi verið meiriháttar kirkja, enda er hún við lýði að minnsta kosti í sex aldir. í skjala- og bréfasafni Stóra-Núpsprestakalls er varðveitt ljósrit af konungsbréfi varðandi Hofskirkju. Það er skrifað á danska tungu, sérkennilegu stofnanamáli frá 18. öld og því kýs ég að birta hér útdrátt úr því. Ég ætla að efni þess komi þannig best til skila. Efni þess er þetta: Til Stiftamtmannsins á íslandi,, ásamt biskupnum í Skálholts stifti, Ole Stephansen og hr. Geir Vidalín, um að leggja Stóra-Hofs kirkju niður. Sérstaka athygli vora vakti það að sóknarpresturinn í Hrepphóla og Stóra -Hofssöfnuðum í Skálholtsstifti hr. Björn Jonsen hefur allra auðmjúklegast bent á að báðar þessar sóknir til samans séu langt frá þeirri stærð ýmissa annarra prestakalla í landinu sem þó hafa aðeins eina kirkju. Nú hefur annexían Stóra -Hof aðeins 5 bæi sem eiga styttra að sækja til aðalkirkjunnar en nokkur bær hinsvegar í Hrepphólasókn. Þá er annexían Stóra-Hof á þeim jaðri sóknarinnar sem er lengst frá aðalkirkjunni svo að presturinn verður að fara sóknina á enda þegar hann þriðja hvern sunnudag skal halda guðsþjónustu á annexíunni, einnig fellur á eftir sókninni, sem að vetrinum er ófær nema hún sé á heldum ísi, þess vegna hendir það æðioft að aðeins verður messað tveim til þrem sinnum yfir vetrartímann. Með hliðsjón af framansögðu sækir presturinn um að hin "ónauðsynlega" kirkja á Stóra-Hofi verði aflögð og sóknin lögð til aðalkirkjunnar, Hrepphóla. því tilkynnist hér með að af þessu tilefni og með vísun til þeirra skýringa sem gefnar eru hér að framan og almennra ástæðna þessara mála viljum vér allra náðarsamlegast leyfa: 1. Að Stóra-Hofskirkja skuli leggjast niður og sóknin leggjast til aðalkirkjunnar, Hrepphóla. Hofskirkju skal selja á opinberu uppboði og af söluverðinu greiða fyrst skuldir hennar en afgangurinn ganga til annarrar fátækrar kirkju í stiftinu. 24

x

Gnúpverjinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.