Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 22
skipið var keypt frá Akranesi í október 1988. Þrátt fyrir trega veiði
og tíðar bilanir sá skipið rækjuvinnslunni í landi þó fyrir hráefni í
rúmlega tveggja mánaða vinnslu, auk þess sem hluti af afla skips-
ins var frystur um borð til sölu á Japansmarkaði.
Mannfjöldi. Þann 1. des. 1988 voru íbúar Strandasýslu 1071 og
hafði þá fækkað um 57 frá árinu áður. Samkvæmt tölum Hagstof-
unnar fækkaði mest í Hólmavíkurhreppi, um 25 manns, og um 11
í Arneshreppi. Kirkjubólshreppur var eini hreppurinn þar sem
íbúum fjölgaði. Þar var 61 íbúi skráður 1. des. 1988, en 60 árið
áður.
Ibúinn sem bættist við íbúaskrána í Kirkjubólshreppi var karl-
kyns, þannig að kynjahlutfall þar breyttist enn til hins verra. Skv.
íbúaskránni bjuggu þar í des 1988 44 karlar og 17 konur. Konur
voru því aðeins 27,87% af íbúum hreppsins, en voru árið áður
28,33%. Skv. áreiðanlegum heimildum er stefnt að fæðingu í
Kirkjubólshreppi á árinu 1990, og verður fróðlegt að sjá hvort þar
kemur stúlkubarn í heiminn.
Þegar þetta er skrifað liggja þegar fyrir bráðabirgðatölur Hag-
stofu Islands um mannfjölda 1. des. 1989. Samkvæmt þeim fækk-
ar íbúum sýslunnar enn og eru nú uþb. 1049. Þó hefur orðið
nokkur fjölgun í Hólmavíkurhreppi, og mun það vera eini staður-
inn á Vestfjörðum þar sem fólki fjölgaði á árinu 1989.
Iþróttir. Að vanda hélt Héraðssamband Strandamanna (HSS) uppi
öflugri starfsemi á árinu. A útmánuðum var Bjarni Bjarnason
(Elíassonar) ráðinn skíðaþjálfari og starfaði hann á svæðinu í 18
daga, enda nægur snjór. Sunnlendingurinn Steindór Gunnarsson
íþróttakennari var ráðinn framkvæmdastjóri annað sumarið í
röð, og starfaði hann í ca. 3 mánuði.
Haldin voru héraðsmót í borðtennis, skíðaíþróttum, sundi og
frjálsum íþróttum, að ógleymdri bikarkeppni HSS í knattspyrnu.
Einnig var komið á keppni við nærliggjandi héraðssambönd í
knattspyrnu kvenna.
Héraðssamband Strandamanna stóð að sumarbúðum fyrir
börn og unglinga eins og undanfarin ár, en að þessu sinni voru
20