Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 85

Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 85
Að Kúvíkum komum við undir kvöld og var þá farið að skyggja. Þar tók Kristmundur læknir við sjúklingnum eins og til stóð. Eins og getið er um í upphafi var Guðrún kona Kristjóns með í ferðinni. Á Kúvíkum fékk hún inni hjá Ólafi Thorarensen og hitaði þar kaffi fyrir okkur og bar fram kökur og brauð sem hún hafði meðferðis. Um kvöldið var komin hríðarmugga en þar sem ekki var gist- ingu að fá fyrir alla var ekki um annað að gera en að leggja af stað yfir fjörðinn. Þeir Ólafur, Albert og Finnbogi urðu eftir og fengu gistingu hjá Ólafi l'horarensen. Þó dimmt væri orðið og snjókoma gekk ferðin yfir fjörðinn vel og hittum við beint á bæinn í Naustvík og hjálpaði það okkur að ljós var í glugga. Við fengum þar gistingu þó þröngt væri og sváfum allir þrír í sama rúminu enda húsakynni lítil og einn gestur fyrir. í Naustvík var engum úthýst. Heim komum við svo daginn eftir heilu og höldnu. Lýkur hér að segja frá þessari einstöku ferð sem sýnir glöggt við hvaða erfiðleika fólk bjó á þessum árum. Sagan segir líka á glöggan hátt frá því, hvernig fólk sigraðist á erfiðleikunum'með hugviti og þekkingu á náttúruöflunum og umhverfinu. Af þeim félögum okkar, sem urðu eftir á Kúvíkum er það að segja, að ferð þeirra var heitið inn á Hólmavík til að sækja lopa. En þannig stóð á að skipið, sem lopinn var með komst ekki til Norður- Qarðar vegna hafíss og var lopinn settur í land á Hólmavík. Ferð þeirra þremenninganna væri e.t.v. efni í aðra ferðasögu en þar sem þeir eru allir látnir verður hún aldrei sögð. Hinsvegar er ekki rétt að láta það liggja í þagnargildi, fyrst þetta ferðalag hefur borið hér á góma, að þeir Ólafur og Albert voru óharðnaðir unglingar f5 og i6 ára gamlir en Finnbogi fullorðinn maður. Nútímafólki virðist svo sem það hafi ekki verið neinn barnaleikur að rogast með stóra og þunga lopapoka á bakinu í ófærð yfir Trékyllisheiði og til Norðurfjarðar á þessum árstíma þegar allra veðra var von. Heim komu þeir á þriðja degi frá því þeir lögðu af stað að heiman. (Gnðlaugur Gíslason fœrði í letur). 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.