Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 69
Jóhannes Jónsson frá Asparuík:
Spænskir hvalveiðimenn
og dysjarnar í Spönskuvík
Vorið 1983 hringdi til mín ungur maður nýkominn frá námi í
Bandaríkjunum, en því miður glataði ég nafni, heimilisfangi og
símanúmeri þessa manns. Erindi hans var að leita upplýsinga um
sagnir af spænskum hvalveiðimönnum við Húnaflóa fyrr á öld-
um. Þessi íslenski námsmaður hafði meðan hann var við nám ytra
kynnst Spánverjum, nánar tilgreint Böskum, sem höfðu mikinn
áhuga á hvalveiðum Baska hér við land og töluðu jafnvel um að
koma hingað til lands til að safna heimildum um hvalveiðar Baska.
Ég svaraði þessum unga manni á þann veg að mjög litlar skráðar
heimildir mundu vera til um hvalveiðar Baska, nema þær er segja
frá viðskiptum Ara í Ögri við spænska skipbrotsmenn og drápi
þeirra.
Þetta samtal varð til þess að ég fór að leita gamalla sagna um
þessa hvalveiðimenn, en af heilsufarsástæðum hef ég ekki komist
á söfn til að leita efnis þessu viðkomandi. Ég hef haft samband við
gamalt fólk af Ströndum en ekki fengið neinar upplýsingar hjá
því. Það litla sem ég hef getað grafið upp af sögnum um hvalveið-
ar Baskanna fer hér á eftir.
Fyrir og eftir aldamótin 1600 voru allmörg skip við hvalveiðar á
Húnaflóa og voru þau spænsk, hollensk og frönsk. Strandamenn
kölluðu þessi skip ræningjaskip, því oft kom fyrir að hvalveiði-
menn þessir gengju á land, smöluðu fé bænda, rækju það til sjávar
og slátruðu því sér til matar. Af þessu voru þeir illa þokkaðir, fólk
var hrætt við þá og flýði jafnvel heimili sín þegar hvalveiðiskip
lögðu að landi í nágrenninu.
67