Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 60

Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 60
greinum en aldrei komist á spjöld sögunnar fyrr en á seinni árum. Þá hafa þeir gert landslýð kunnugt að enn eru frískir menn á Ströndum. Iþróttaandi hefur alltaf verið mikill í Kaldrananes- hreppi og víðar í sýslunni. í sambandi við sundíþróttina og Bjarn- aríjarðarlaugina litlu er vert að minnast þess, að þá voru engin hótel við hliðina á lauginni til að gista í. Þá bjuggu unglingar og jafnvel fullorðið fólk í tjöldum. Á þeim tíma var mannmargt á bæjunum í Bjarnarfirði og með ólíkindum hve hægt var að taka á móti mörgu fólki til gistingar þessa daga sem það mátti vera til að læra að synda. Það var engu líkara en að bæirnir stækkuðu fyrir hvern þann sem þurfti að bæta við, svo mikil var hjálpsemin og vinsemdin hjá þessu fólki og verður það lengi í minnum haft hjá þeim sem muna þessa tíma. Foreldrar mínir höfðu búið á Klúku í 7 ár, en þaðan fluttumst við 1930. Þá tók viðjörðinni Sigurður Arngrímsson frá Reykjarvík og Fríða Ingimundardóttir frá Svanshóli og byggðu þar steinhús (árið 1930). Eftir það gátu þau tekið á móti svo mörgu fólki að undrum sætti. Velvild og hjálpfýsi var þessu fólki í blóð borin. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Eftir því sem ég best veit var sundlaugin byggð í sjálfboðavinnu að mestu leyti. Annars var ég svo ungur að ég er ekki nógu vel kunnugur því. En ég minnist þess að eitt sinn er ég var staddur á Kaldrananesi, þá átti Þorsteinn Matthíasson tal við Jónas Jónsson, ráðherra í sambandi við að fá einhvern styrk út á laugina. Þegar Þorsteinn kom niður og samtalinu var lokið hafði hann orð á að Jónas hefði tekið vel í að reyna að liðsinna þeim eitthvað. Ekki minnist ég þess að við borguðum neitt fyrir að fara ofan í laugina, nema þegar sundmót voru haldin. Þá var hafður að- gangseyrir, kr. 1.50 ef ég man rétt. En svo grein sé gerð fyrir fjárhag unglinga á þeim tíma, þá átti ég ekki grænan eyri til að borga mig inn. Nú vildi svo vel til að ferð féll inn á Hólmavík, en ég var í reikningi hjá Kristni Ben kaupmanni, og eina ráðið sem ég sá til að geta komist á mótið var að vita hvort hann vildi ekki lána mér 3 krónur út í reikninginn minn. Jú, Kristinn Benediktsson gerði það. Hann var mjög almennilegur kaupmaður. Þegar ungmennafélagið var lagt niður á fundinum sem áður er 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.