Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 60
greinum en aldrei komist á spjöld sögunnar fyrr en á seinni árum.
Þá hafa þeir gert landslýð kunnugt að enn eru frískir menn á
Ströndum. Iþróttaandi hefur alltaf verið mikill í Kaldrananes-
hreppi og víðar í sýslunni. í sambandi við sundíþróttina og Bjarn-
aríjarðarlaugina litlu er vert að minnast þess, að þá voru engin
hótel við hliðina á lauginni til að gista í. Þá bjuggu unglingar og
jafnvel fullorðið fólk í tjöldum. Á þeim tíma var mannmargt á
bæjunum í Bjarnarfirði og með ólíkindum hve hægt var að taka á
móti mörgu fólki til gistingar þessa daga sem það mátti vera til að
læra að synda. Það var engu líkara en að bæirnir stækkuðu fyrir
hvern þann sem þurfti að bæta við, svo mikil var hjálpsemin og
vinsemdin hjá þessu fólki og verður það lengi í minnum haft hjá
þeim sem muna þessa tíma.
Foreldrar mínir höfðu búið á Klúku í 7 ár, en þaðan fluttumst
við 1930. Þá tók viðjörðinni Sigurður Arngrímsson frá Reykjarvík
og Fríða Ingimundardóttir frá Svanshóli og byggðu þar steinhús
(árið 1930). Eftir það gátu þau tekið á móti svo mörgu fólki að
undrum sætti. Velvild og hjálpfýsi var þessu fólki í blóð borin.
Blessuð sé minning þeirra hjóna.
Eftir því sem ég best veit var sundlaugin byggð í sjálfboðavinnu
að mestu leyti. Annars var ég svo ungur að ég er ekki nógu vel
kunnugur því. En ég minnist þess að eitt sinn er ég var staddur á
Kaldrananesi, þá átti Þorsteinn Matthíasson tal við Jónas Jónsson,
ráðherra í sambandi við að fá einhvern styrk út á laugina. Þegar
Þorsteinn kom niður og samtalinu var lokið hafði hann orð á að
Jónas hefði tekið vel í að reyna að liðsinna þeim eitthvað.
Ekki minnist ég þess að við borguðum neitt fyrir að fara ofan í
laugina, nema þegar sundmót voru haldin. Þá var hafður að-
gangseyrir, kr. 1.50 ef ég man rétt. En svo grein sé gerð fyrir
fjárhag unglinga á þeim tíma, þá átti ég ekki grænan eyri til að
borga mig inn. Nú vildi svo vel til að ferð féll inn á Hólmavík, en ég
var í reikningi hjá Kristni Ben kaupmanni, og eina ráðið sem ég sá
til að geta komist á mótið var að vita hvort hann vildi ekki lána mér
3 krónur út í reikninginn minn. Jú, Kristinn Benediktsson gerði
það. Hann var mjög almennilegur kaupmaður.
Þegar ungmennafélagið var lagt niður á fundinum sem áður er
58