Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 102
Það er vitanlega í gamni, sem Borðeyri er kölluð fín borg, hún
hefur aldrei verið neinn stórstaður, þótt margt stórmenni komi
við sögu hennar, allt frá Ingimundi garnla, landnámsmanni, til
Thors Jensen og fleiri þekktra athafnamanna. Hitt getur hæglega
verið rammasta alvara, að höfundur tilvitnaðra vísuorða hafí átt
fallega stúlku á Borðeyri. Þær voru örugglega til þar þá og eru
vafalítið enn. Og vissulega var Borðeyri mikill verslunarstaður
áður fyrr, þegar bæði Dalamenn og Vestur-Húnvetningar sóttu
verslun þangað, og áreiðanlega hefur oft verið mikið um að vera
þar þá í kauptíðum. A Borðeyri fengum við inni í tvílyftu timb-
urhúsi yst í kauptúninu. Það var kallað Stínuhús, trúlega í höfuðið
á fyrri eiganda eða íbúa.
Þetta var lítið hús að grunnfleti, á neðri hæð var stofukytra og
eldhús, en á efri hæðinni, sem var að nokkru leyti undir súð, voru
tvö herbergi. Svo var kjallari undir hluta af húsinu, en hann var
varasöm geymsla, því að sjór flæddi inn í hann, þegar stórstreymt
var. Milli hæðanna var brattur stigi, en ekki langur, því það var
ekki hátt undir loft á neðri hæðinni. Loftsgatinu var lokað með
hlera, sem var á hjörum. Það var einmitt í sambandi við stigann,
sem ég hnoðaði saman fyrstu vísunni, sem ég man til að hafa gert.
Við systkinin vorum að leika okkur á loftsskörinni, og ég steig
óvart fram af brúninni og húrraði niður stigann. Eg meiddist ekki
hið minnsta, og vildi ekki eftir á kannast við að hafa dottið, heldur
hent mér niður viljandi, og orti um það:
„Lengi er Böðvar litli snar,
lét sig niðurfalla,
og sig meiddi ekki par,
ágœtt má það kalla“.
Pabbi byggði fljótlega skúr eða bíslag við húsið, eins konar ytri
forstofu, einnig fjós og hænsnakofa. Við þessar byggingar naut
pabbi, ef ég man rétt, aðstoðar næsta nágranna okkar, sem var
sjálflærður smiður, eins og síðar verður sagt í þessu spjalli. Við
vorum þrjú systkinin, sem bættumst nú í krakkahópinn sem fyrir
var á Borðeyri. Kannski höfum við verið dálítið „sveitó“ svona
100