Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 78
Öðruhvoru voru sungnir ættjarðar- og ástarsöngvar, og vitan-
lega einraddað með ýmsum frávikum hvers og eins.
Hlýleiki víðiskógarins var dásamlegur og hinn ijölbreytti
blómagróður í litskrúði sínu. Árniður, fuglasöngur og blær í laufi,
þegar andvari strauk um stofnana vakti okkur til vitundar um
hljómkviðu náttúrunnar, hér íjarri skarkala umheims og asa
þéttbýlisins.
Dagurinn leið án þess að eftir væri tekið, en loks var ekki komist
hjá að halda heimleiðis.
Heimleiðis gekk allt án sérstakra ævintýra, eða áfalla. Sjór var
hálffallinn og grynnra á Selá en um morguninn. Hrossin léttstíg
eins og venja er á heimleið, og fús að spretta úr spori þar sem ekki
var klungur.
Um leið og farið var móts við Bólstað kom upp í hugann hin
gamla arfsögn er segir, að landnámsmaðurinn Steingrímur Trölli
hafí fyrst reist bú sitt á Bólstað og haft þar jafnan útibú eftir að
hann settist að á Stað í Steingrímsflrði, eða Breiðabólsstað í Ljótár-
dal eins og nafngiftin var á Sturlungaöld.
Á Selároddum hvarflaði hugurinn einnig að opinberri tillögu
við árslok 1805 um að endamörk Bassastaðahrepps séu: Kaldbak-
ur að norðan, en Hrófá að sunnan. Þar skyldu vera 4 hreppstjóra-
umdæmi, eitt þeirra á Bassastöðum. En ungt fólk í skemmtiferð
brýtur ekki svo mjög hugann um vandamál stjórnenda alvöruleik-
ans.
Áð var á Fellshalanum, þar sem Bjarnarfjörður blasti við í skini
kvöldsólar. Húnvesk fjallasýn sást greinilega hinum megin við
spegilsléttan Húnaflóa.
Glöð og ánægð komum við öll heim eftir góðan og skemmtileg-
an dag, reiðubúin að takast á við nauðsynjastörf næstu daga.
Þessi skemmtiferð var farin um 1930. Nú eru þessar skógar-
ferðir aflagðar, enda hross aðeins á einum bæ í hreppnum og
sjónvarpsgláp glepur allt félagslíf meira en skyldi.
76