Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 77
fóru stundum fram kappreiðar þar sem þeir fengu notið sín
gæðingarnir, m.a. Funi Loftar á Bólstað og Jarpur Hjartar Sam-
sonarsonar, eða „Prikið" eins og sumir kölluðu þennan gæðing.
Farið var yfir Selá á Sjóarvaði. Þar er áin lygn, en djúpt gat þar
verið þegar sjór gekk upp í ána.
I þetta sinn var dýptin hátt á síður hestanna og þeim sem óvön
voru að ríða yfir vatnsföll, hvað þá sundríða, fannst nóg um.
Þeir sem vanir voru vatnssullinu stilltu reiðhrossum sínum að
neðri hlið þeirra sem óvanastir voru slíku.
Einni vinstúlku varð það á að horfa um of í strauminn og hallast
að honum svo jafnvægið var í hættu. En fararstjórinn bjargaði
málinu í tæka tíð.
Haldið var frá ánni fram Grænanesmela, um túnin á Geir-
mundarstöðum og Gilsstöðum. En á báðum þeim bæjum var ungt
fólk, sem oft slóst í hópa okkar, og einnig frá Bólstað.
Fyrir innan Gilsstaði var farið yfir stórgrýtt Þjóðbrókargil. Það
vatnsfall er kennt við tröllkonuna Þjóðbrók er sótti fyrir Gissur
svein sinn „hákarl 12 ára, en 13 ára þó“ norður á Strandir. En hún
mun nú vera södd lífdaga sinna fyrir langa-löngu.
Lengra er haldið fram dalinn og aftur yfir Selá í fyrirheitna
landið, Parthólma. Hrossin losuð við beisli og reiðver og gefið
frelsi meðan dvalið var þarna fremra.
Frá Bólstað og þeim megin ár framfyrir Parthólma var grósku-
mikill víðiskógur, en í hólmunum skóglaust rjóður, sem gott var
að nota til leikja.
Stofn að núverandi „Strandavíði" var sóttur í þennan skóg.
Þarna innúr Selárdal gengur Hvannadalur langt norður í há-
lendi Vestíjarða. Þar var sagt vera áður konungsríki fuglanna og
þangað smala Kaldrananeshreppsbúar o.fl. fé á hverju hausti.
Eftir að hafa minnkað nokkuð ferðanestið var staðurinn skoð-
aður og reynt að skemma sem minnst þennan fallega reit. Þessu
næst farið í almenna útileiki svo sem: Eitt par framfyrir ekkju-
mann, Hlaupa í skarðið, Utilegumannaleik o.fl.
Eitt par fram var árangurslítið fyrir þá yngri, en þar naut Steini
og aðrir slíkir skreflengdar sinnar. Þetta snérist svo við þegar
hlaupið var í skarðið. Þá naut sín léttleiki og fótfimi.
75