Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 115
Jóhann Hjaltason:
Eftirmál
Barnshvarfið á Bassastöðum
í 21. árg. Strandapóstsins 1987, birtist grein eftir Gunnar Gríms-
son frá Húsavík í Steingrímsfirði, þar sem hann leiðrétti ranga
tilgátu Sagnablaða hinna nýjn útg. 1956, um nafn hins týnda barns
og foreldra þess. Sagnablöðin endurbirtu nærfellt 100 ára gömul
fréttabréf Akureyrarblaðsins Norðanfara urn barnshvarfið 1867
og 1868. Hvarf þessa barns og leitin að því, var mjög lengi í minni
fólks í byggðunum umhverfis Steingrímsfjörð. A fyrsta áratug
aldarinnar heyrði ég ítarlega sagt frá hvoru tveggja og mjög á
þann veg sem Gunnar getur um, að álfkona hefði heillað dreng-
inn með því að bregða sér í líki móður hans og lokka hann uppá
fjarlæga fjallsöxl, sem kölluð var Valaborg.
Gunnar þekkir ekki höfund fyrrnefndra fréttabréfa úr Stein-
grímsfirði, sem birtust í blaðinu Norðanfara fyrir um það bil 120
árum, en ýjar að því, að hugsanlega gæti það verið sóknarprestur-
inn séra Sigurður Gíslason á Stað í Steingrímsflrði. Svo er þó ekki.
Höfundur fréttabréfanna er sannanlega Jón læknir Guðmunds-
son á Hellu í Steingrímsfirði, sem var bæði fréttaritari og inn-
heimtumaður blaðsins í sveitunum umhverfis fjörðinn.
í bókinni Frá Djúpi og Ströndum 2. útg. 1963, er stutt æviágrip
Jóns ásamt örlitlu sýnishorni af bréfum hans og dagbókum. Eitt
þeirra bréfa, sem þar eru birt er til Björns Jónssonar ritstjóra
Norðanfara, dags. á Hellu 18. des. 1866, eða tæpu ári áður en
barnshvarfið varð á Bassastöðum. Af bréfi þessu og einni minnis-
113