Strandapósturinn - 01.06.1989, Qupperneq 21
tonnum. Það sem af er hefur veiðst töluvert af rækju inni á
Steingrímsfirði, en rækjan er rnjög smá eins og í fyrra. Algengt er,
að um 300 stk þurfi í hvert kíló.
Veiðar á úthafsrækju gengu erfiðlega rnestan hluta sumars, og
virðist stofninn vera á undanhaldi. Bátar á Hólmavík og Drangs-
nesi fengu ca. 30% rninni kvóta til þessara veiða en árið áður, og
gekk rnisvel að fylla hann. Þeir bátar sem fullnýttu rækjukvótann
gátu keypt viðbótarkvóta af Drangavík, og nýttist sá möguleiki vel.
Auk rækjuveiðanna stunduðu nokkrir bátar frá Hólmavík og
Drangsnesi handfæraveiðar í sumar. Veiðarnar gengu ágætlega,
einkum á trillunum. Fiskur veiddist nú innar en þekkst hefur í
áratugi. Þess voru jafnvel dæmi að handfærabátar yrðu varir við
físk fyrir innan Grímsey. Fiskurinn var frernur smár, en óvenjulít-
ið var um hringorm. Telja menn það geta stafað af fækkun land-
sels.
Síðari hluta ársins fiskaðist einnig allvel í net og á línu. Einkum
gengu línuveiðar vel um haustið, en frá því í byrjun nóvember og
fram í miðjan desember voru gæftir einstaklega góðar. A þessum
tírna féll aldrei úr róður. Tveir bátar frá Hólmavík stunduðu
línuveiðar um haustið, og fengu oft 3-9 tonn í róðri. Einnig var
gerð tilraun til að veiða þorsk í troll, en það gekk ekki sem skyldi.
Frystitogarinn Hólmadrangur landaði 1861 tonni af fullunnum
afla áárinu 1989. Togarinn fór 11 veiðiferðir á árinu og var aðeins
230 daga á veiðum. I byrjun ágúst var kvóti skipsins uppurinn, en
með því að kaupa um 900 tonn af kvóta til viðbótar tókst að halda
skipinu á veiðum til 12. nóvember. Þá var allur kvóti búinn,
þannig að skipið varð að liggja ónotað til áramóta. Verðmæti
ársaflans varð um 286 milljónir króna, og er fyrirsjáanlegt að tap
verður á útgerðinni annað árið í röð.
Aðalfundur Hólmadrangs hf. var haldinn íjúní. Þar kom fram,
að á árinu 1988 voru seldar afurðir fyrir 240,7 milljónir króna.
Rekstrarhalli nam 55,5 milljónum króna, og var það í fyrsta sinn í
nokkur ár sem fyrirtækið skilaði ekki hagnaði. Reyndar var árið
1988 afar erfítt fyrir sjávarútveginn í landinu og reyndar allar
útflutningsgreinar.
Útgerð rækjuskipsins Drangavíkur gekk erfiðlega á árinu, en
19